Rafræn ökuskírteini væntanleg í lok júní Sylvía Hall skrifar 10. júní 2020 18:00 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Íslendingar munu geta haft ökuskírteini sín á rafrænu formi í símanum sínum í lok júní ef allt gengur upp. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra greinir frá þessu á Instagram. „Það eru núna í gangi síðustu prófanirnar á stafrænu ökuskírteini og það verður aðgengilegt núna í lok júní inni á Ísland.is,“ sagði Áslaug og birti mynd frá prófunum í dag. Ef þú keyrir bíl þá verður bráðum alveg í topplagi að geyma veskið alfarið heima. Ökuskírteinin koma í símann í lok júní. 🚘👏🏻 pic.twitter.com/rvMM21M8gI— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) June 10, 2020 Þróun hefur staðið yfir undanfarna mánuði á vegum Ríkislögreglustjóra og Starfræns Íslands, sem er verkefnastofa á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Í frétt Stöðvar 2 í janúar var rætt við Íslendinga sem virtust almennt nokkuð ánægðir með að geta bráðum fengið ökuskírteinið í símann. Áslaug fagnar því að hugmyndin sé nú að verða að veruleika, enda hafi þetta verið eitt þeirra mála sem hún vildi ná í gegn sem fyrst. „Það er mjög gaman að sjá þetta verða að veruleika af því þetta var eitt af þeim málum sem ég hafði áhuga á að koma í gagnið strax og ég mætti í ráðuneytið,“ sagði Áslaug og sýndi hvernig ökuskírteinið mun líta út í síma. Þeir sem kjósa að eiga gamla góða skírteinið í veskinu munu þó áfram geta það. Samgöngur Stjórnsýsla Tækni Tengdar fréttir Stafrænu ökuskírteinin verði tilbúin í sumar Rafræn ökuskírteini eru handan við hornið, að sögn nýs markaðsstjóra verkefnastofunnar Stafræns Íslands. 22. maí 2020 10:59 Ökuskírteini brátt aðgengileg í síma Stafræn íslensk ökuskírteini líta dagsins ljós í vor. 29. janúar 2020 16:56 Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira
Íslendingar munu geta haft ökuskírteini sín á rafrænu formi í símanum sínum í lok júní ef allt gengur upp. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra greinir frá þessu á Instagram. „Það eru núna í gangi síðustu prófanirnar á stafrænu ökuskírteini og það verður aðgengilegt núna í lok júní inni á Ísland.is,“ sagði Áslaug og birti mynd frá prófunum í dag. Ef þú keyrir bíl þá verður bráðum alveg í topplagi að geyma veskið alfarið heima. Ökuskírteinin koma í símann í lok júní. 🚘👏🏻 pic.twitter.com/rvMM21M8gI— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) June 10, 2020 Þróun hefur staðið yfir undanfarna mánuði á vegum Ríkislögreglustjóra og Starfræns Íslands, sem er verkefnastofa á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Í frétt Stöðvar 2 í janúar var rætt við Íslendinga sem virtust almennt nokkuð ánægðir með að geta bráðum fengið ökuskírteinið í símann. Áslaug fagnar því að hugmyndin sé nú að verða að veruleika, enda hafi þetta verið eitt þeirra mála sem hún vildi ná í gegn sem fyrst. „Það er mjög gaman að sjá þetta verða að veruleika af því þetta var eitt af þeim málum sem ég hafði áhuga á að koma í gagnið strax og ég mætti í ráðuneytið,“ sagði Áslaug og sýndi hvernig ökuskírteinið mun líta út í síma. Þeir sem kjósa að eiga gamla góða skírteinið í veskinu munu þó áfram geta það.
Samgöngur Stjórnsýsla Tækni Tengdar fréttir Stafrænu ökuskírteinin verði tilbúin í sumar Rafræn ökuskírteini eru handan við hornið, að sögn nýs markaðsstjóra verkefnastofunnar Stafræns Íslands. 22. maí 2020 10:59 Ökuskírteini brátt aðgengileg í síma Stafræn íslensk ökuskírteini líta dagsins ljós í vor. 29. janúar 2020 16:56 Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira
Stafrænu ökuskírteinin verði tilbúin í sumar Rafræn ökuskírteini eru handan við hornið, að sögn nýs markaðsstjóra verkefnastofunnar Stafræns Íslands. 22. maí 2020 10:59
Ökuskírteini brátt aðgengileg í síma Stafræn íslensk ökuskírteini líta dagsins ljós í vor. 29. janúar 2020 16:56