Systir Kim skipar sér stærri sess Samúel Karl Ólason skrifar 10. júní 2020 12:00 Kim Jong Un og Kim Yo Jong í september 2018. Þá hafði hann hitt Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, og eru þau að skrifa undir yfirlýsingu í kjölfar fundarins. Vísir/AP Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, virðist vera að skipa sér stærri sess í ríkisstjórn landsins. Hún hefur tekið yfir stjórn á samskiptum ríkisins við Suður-Kóreu og hefur mikil harka færst í leikana þar. Meðal annars hefur Kim, sem talin er vera rúmlega þrítug, slitið á samskipti ríkjanna og hótað því að loka sameiginlegum verksmiðjum í landamærabænum Kaesong. Ríkisstjórn Norður-Kórea hefur brugðist harkalega við dreifingu áróðursbæklinga gegn einræðisstjórninni. Þar hefur Kim farið fremst í flokki gegn Suður-Kóreu. Hún gaf út tilkynningu á vef KCNA opinberrar fréttaveitu ríkisins, þar sem hún kallaði þá sem dreifa bæklingunum „úrhrök“ og sagði þá varla mennska. Um er að ræða fólk sem flúið hefur frá Norður-Kóreu og sendir það bæklingana yfir landamærin víggirtu með blöðrum. Hún skammaði yfirvöld Suður-Kóreu einnig harðlega fyrir að stöðva dreifinguna ekki og sagði að Suður-Kórea myndi gjalda fyrir ef það yrði ekki gert. Frá því að KCNA birti fyrstu yfirlýsingu Kim í mars, hefur hún margsinnis gagnrýnt yfirvöld Suður-Kóreu í sambærilegum yfirlýsingum. Yfirvöld Suður-Kóreu hafa heitið því að reyna að fá dómstóla til að banna dreifinguna en því hefur ekki verið vel tekið í landinu og hefur ríkisstjórnin verið sökuð um að fara gegn tjáningarfrelsi. Markmið systkinanna virðist vera að fá ívilnanir frá Suður-Kóreu varðandi viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir. Viðræður Norður-Kóreu og Bandaríkjanna um kjarnorkuvopn og eldflaugar einræðisríkisins fóru um þúfur í fyrra þegar Kim krafðist þess að slakað yrði á viðskiptaþvingunum áður en hann gæfi eftir í þróun kjarnorkuvopna. Bandaríkin vildu hins vegar aðgerðir áður en slakað yrði á þvingunum. Kim Yo Jong í Víetnam í mars í fyrra.AP/Jorge Silva 2018 og 2019 þegar Kim Jong Un var á ferð og flugi um heiminn fylgdi systir hans vonum víða. Hún sást meðal annars halda á öskubakka fyrir hann og ganga úr skugga um að hlutir væru honum að skapi. Ríkismiðlar Norður-Kóreu lýstu henni sem systur eða siðameistara hans. Nú hefur tónninn breyst. Í yfirlýsingu hennar á vef KCNA, sem vísað er til hér að ofan, er hún til að mynda titluð sem einn af æðstu stjórnendum miðstjórnar Verkamannaflokks Norður-Kóreu. Í samtali við Reuters segir einn sérfræðingur að þetta sé til marks um að nú eigi íbúar Norður-Kóreu að vita að Kim sé meira en systir einræðisherrans. Það sást einnig þegar ríkismiðlarnir sögðu frá því að samskiptum við Suður-Kóreu hafi verið hætt. Þá var sú ákvörðun sögðu runnin undan rifjum Kim Yo Jong og Kim Yong Chol, sem er hershöfðingi og mikill harðlínumaður. Er líklega næst í röðinni Fyrr á þessu ári bárust fregnir af því að Kim Jon Un væri mögulega dáinn og fóru ýmsar vangaveltur af stað hver gæti tekið við af honum. Kim Yo Jong þótti mjög líkleg til að vera næst í röðinni. Norður-Kórea er þó mjög karllægt ríki og óvíst er hvort hún hafi burði til að tryggja sig í sessi ef bróðir hennar myndi falla frá skyndilega. Aukinn sýnileiki hennar að undanförnu er mögulega til marks um að Kim Jong Un hafi gert hana að erfingja sínum. Kim Jong Un á minnst einn son en sá er talinn á grunnskólaaldri. Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, virðist vera að skipa sér stærri sess í ríkisstjórn landsins. Hún hefur tekið yfir stjórn á samskiptum ríkisins við Suður-Kóreu og hefur mikil harka færst í leikana þar. Meðal annars hefur Kim, sem talin er vera rúmlega þrítug, slitið á samskipti ríkjanna og hótað því að loka sameiginlegum verksmiðjum í landamærabænum Kaesong. Ríkisstjórn Norður-Kórea hefur brugðist harkalega við dreifingu áróðursbæklinga gegn einræðisstjórninni. Þar hefur Kim farið fremst í flokki gegn Suður-Kóreu. Hún gaf út tilkynningu á vef KCNA opinberrar fréttaveitu ríkisins, þar sem hún kallaði þá sem dreifa bæklingunum „úrhrök“ og sagði þá varla mennska. Um er að ræða fólk sem flúið hefur frá Norður-Kóreu og sendir það bæklingana yfir landamærin víggirtu með blöðrum. Hún skammaði yfirvöld Suður-Kóreu einnig harðlega fyrir að stöðva dreifinguna ekki og sagði að Suður-Kórea myndi gjalda fyrir ef það yrði ekki gert. Frá því að KCNA birti fyrstu yfirlýsingu Kim í mars, hefur hún margsinnis gagnrýnt yfirvöld Suður-Kóreu í sambærilegum yfirlýsingum. Yfirvöld Suður-Kóreu hafa heitið því að reyna að fá dómstóla til að banna dreifinguna en því hefur ekki verið vel tekið í landinu og hefur ríkisstjórnin verið sökuð um að fara gegn tjáningarfrelsi. Markmið systkinanna virðist vera að fá ívilnanir frá Suður-Kóreu varðandi viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir. Viðræður Norður-Kóreu og Bandaríkjanna um kjarnorkuvopn og eldflaugar einræðisríkisins fóru um þúfur í fyrra þegar Kim krafðist þess að slakað yrði á viðskiptaþvingunum áður en hann gæfi eftir í þróun kjarnorkuvopna. Bandaríkin vildu hins vegar aðgerðir áður en slakað yrði á þvingunum. Kim Yo Jong í Víetnam í mars í fyrra.AP/Jorge Silva 2018 og 2019 þegar Kim Jong Un var á ferð og flugi um heiminn fylgdi systir hans vonum víða. Hún sást meðal annars halda á öskubakka fyrir hann og ganga úr skugga um að hlutir væru honum að skapi. Ríkismiðlar Norður-Kóreu lýstu henni sem systur eða siðameistara hans. Nú hefur tónninn breyst. Í yfirlýsingu hennar á vef KCNA, sem vísað er til hér að ofan, er hún til að mynda titluð sem einn af æðstu stjórnendum miðstjórnar Verkamannaflokks Norður-Kóreu. Í samtali við Reuters segir einn sérfræðingur að þetta sé til marks um að nú eigi íbúar Norður-Kóreu að vita að Kim sé meira en systir einræðisherrans. Það sást einnig þegar ríkismiðlarnir sögðu frá því að samskiptum við Suður-Kóreu hafi verið hætt. Þá var sú ákvörðun sögðu runnin undan rifjum Kim Yo Jong og Kim Yong Chol, sem er hershöfðingi og mikill harðlínumaður. Er líklega næst í röðinni Fyrr á þessu ári bárust fregnir af því að Kim Jon Un væri mögulega dáinn og fóru ýmsar vangaveltur af stað hver gæti tekið við af honum. Kim Yo Jong þótti mjög líkleg til að vera næst í röðinni. Norður-Kórea er þó mjög karllægt ríki og óvíst er hvort hún hafi burði til að tryggja sig í sessi ef bróðir hennar myndi falla frá skyndilega. Aukinn sýnileiki hennar að undanförnu er mögulega til marks um að Kim Jong Un hafi gert hana að erfingja sínum. Kim Jong Un á minnst einn son en sá er talinn á grunnskólaaldri.
Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira