Gylfi og félagar gefa eftir laun - Lækka um allt að helming Sindri Sverrisson skrifar 10. júní 2020 07:00 Gylfi Þór Sigurðsson og félagar leggja sitt að mörkum til að Everton-samfélagið komi betur út úr kórónuveirukrísunni. VÍSIR/GETTY Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Everton, hópur af leikmönnum liðsins sem og stjórnendur hafa tekið á sig mikla launaskerðingu til að hjálpa félaginu í gegnum fjárhagslega erfiðleika vegna kórónuveirufaraldursins. Gylfi Þór Sigurðsson og Grétar Rafn Steinsson, sem gegnir yfirnjósnarastöðu hjá Everton, eru sjálfsagt í þessum hópi. Samkvæmt The Guardian og Sky Sports hafa sumir leikmanna liðsins samþykkt að fá aðeins 50% launa sinna í þrjá mánuði. Mismunandi er hvort menn gefa eftir laun eða hvort launagreiðslum er frestað. Í bréfi sem framkvæmdastjórinn Denise Barrett-Baxendale, framkvæmdastjóri Everton, sendi stuðningsmönnum liðsins lýsir hún yfir gríðarmiklu þakklæti yfir þeim samtakamætti sem einkenni starfsfólk félagsins nú þegar verið sé að koma því í gegnum krefjandi tíma. Þar með hafi tekist að greiða öllum laun, þar á meðal þeim sem starfi á leikdögum og hafi því ekki haft neitt að gera frá því 13. mars. Hluti þeirra peninga sem leikmenn og starfsfólk hafa gefið frá sér hefur verið settur í „Blue Family“-sjóðinn sem notaður er til að styðja við þá sem eru hjálpar þurfi í Liverpool-borg. Í sjóðinn hefur einnig safnast fé frá ársmiðahöfum sem höfnuðu endurgreiðslu vegna þeirra leikja sem þeir urðu af vegna kórónuveirufaraldursins. Everton hefur keppni að nýju í ensku úrvalsdeildinni þann 21. júní með stórleik við Liverpool. Fari svo að Manchester City tapi gegn Arsenal 17. júní gæti Liverpool tryggt sér Englandsmeistaratitilinn með sigri á Everton. Hugsanlegt er að leikurinn fari því ekki fram á Goodison Park eins og til stóð heldur á hlutlausum velli þar sem minni líkur eru á að stuðningsmenn hópist saman fyrir utan völlinn, með tilheyrandi smithættu því Bretar glíma enn við kórónuveirufaraldurinn. Engir áhorfendur verða leyfðir á leikjum í ensku úrvalsdeildinni þegar keppni hefst að nýju. Enski boltinn Tengdar fréttir Borgarstjóri Liverpool skipti um skoðun og vonar að grannaslagurinn fari fram á Goodison Joe Anderson, borgarstjórinn í Liverpool, vonast nú eftir því að leikur Everton og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni síðar í mánuðinum fari fram á Goodison Park en ekki á hlutlausum velli. 8. júní 2020 08:30 Gylfi segist vera betur á sig kominn en þegar hann var tvítugur Gylfi Þór Sigurðsson mætir aftur til æfinga hjá Everton í frábæru formi ef marka má viðtal hans við heimasíðu Everton. Hann hefur eytt tímanum meðal annars í að æfa sig á píanóið sitt. 26. maí 2020 09:30 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Sjá meira
Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Everton, hópur af leikmönnum liðsins sem og stjórnendur hafa tekið á sig mikla launaskerðingu til að hjálpa félaginu í gegnum fjárhagslega erfiðleika vegna kórónuveirufaraldursins. Gylfi Þór Sigurðsson og Grétar Rafn Steinsson, sem gegnir yfirnjósnarastöðu hjá Everton, eru sjálfsagt í þessum hópi. Samkvæmt The Guardian og Sky Sports hafa sumir leikmanna liðsins samþykkt að fá aðeins 50% launa sinna í þrjá mánuði. Mismunandi er hvort menn gefa eftir laun eða hvort launagreiðslum er frestað. Í bréfi sem framkvæmdastjórinn Denise Barrett-Baxendale, framkvæmdastjóri Everton, sendi stuðningsmönnum liðsins lýsir hún yfir gríðarmiklu þakklæti yfir þeim samtakamætti sem einkenni starfsfólk félagsins nú þegar verið sé að koma því í gegnum krefjandi tíma. Þar með hafi tekist að greiða öllum laun, þar á meðal þeim sem starfi á leikdögum og hafi því ekki haft neitt að gera frá því 13. mars. Hluti þeirra peninga sem leikmenn og starfsfólk hafa gefið frá sér hefur verið settur í „Blue Family“-sjóðinn sem notaður er til að styðja við þá sem eru hjálpar þurfi í Liverpool-borg. Í sjóðinn hefur einnig safnast fé frá ársmiðahöfum sem höfnuðu endurgreiðslu vegna þeirra leikja sem þeir urðu af vegna kórónuveirufaraldursins. Everton hefur keppni að nýju í ensku úrvalsdeildinni þann 21. júní með stórleik við Liverpool. Fari svo að Manchester City tapi gegn Arsenal 17. júní gæti Liverpool tryggt sér Englandsmeistaratitilinn með sigri á Everton. Hugsanlegt er að leikurinn fari því ekki fram á Goodison Park eins og til stóð heldur á hlutlausum velli þar sem minni líkur eru á að stuðningsmenn hópist saman fyrir utan völlinn, með tilheyrandi smithættu því Bretar glíma enn við kórónuveirufaraldurinn. Engir áhorfendur verða leyfðir á leikjum í ensku úrvalsdeildinni þegar keppni hefst að nýju.
Enski boltinn Tengdar fréttir Borgarstjóri Liverpool skipti um skoðun og vonar að grannaslagurinn fari fram á Goodison Joe Anderson, borgarstjórinn í Liverpool, vonast nú eftir því að leikur Everton og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni síðar í mánuðinum fari fram á Goodison Park en ekki á hlutlausum velli. 8. júní 2020 08:30 Gylfi segist vera betur á sig kominn en þegar hann var tvítugur Gylfi Þór Sigurðsson mætir aftur til æfinga hjá Everton í frábæru formi ef marka má viðtal hans við heimasíðu Everton. Hann hefur eytt tímanum meðal annars í að æfa sig á píanóið sitt. 26. maí 2020 09:30 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Sjá meira
Borgarstjóri Liverpool skipti um skoðun og vonar að grannaslagurinn fari fram á Goodison Joe Anderson, borgarstjórinn í Liverpool, vonast nú eftir því að leikur Everton og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni síðar í mánuðinum fari fram á Goodison Park en ekki á hlutlausum velli. 8. júní 2020 08:30
Gylfi segist vera betur á sig kominn en þegar hann var tvítugur Gylfi Þór Sigurðsson mætir aftur til æfinga hjá Everton í frábæru formi ef marka má viðtal hans við heimasíðu Everton. Hann hefur eytt tímanum meðal annars í að æfa sig á píanóið sitt. 26. maí 2020 09:30