Áslaug Munda framúrskarandi í náminu og boltanum: „Alltaf verið auðvelt að tala við kennarana“ Sindri Sverrisson skrifar 9. júní 2020 19:00 Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir á ferðinni gegn ÍBV síðasta sumar. VÍSIR/DANÍEL Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, landsliðskona í fótbolta, fékk sérstaka viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í námi og knattspyrnu þegar hún útskrifaðist frá afrekssviði Menntaskólans í Kópavogi á dögunum. Áslaug Munda útskrifaðist með meðaleinkunnina 9,27 en á sama tíma og hún náði þessum frábæra árangri í náminu tókst henni að spila sína fyrstu tvo A-landsleiki, auk fjölda leikja fyrir yngri landslið Íslands. Þá var hún í stóru hlutverki hjá Breiðabliki í fyrra þegar liðið komst í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu og var í kjölfarið boðið að æfa með franska stórliðinu PSG, sem sló Breiðablik út. Ætla má að það kalli á afar gott skipulag að ná svo góðum árangri bæði í boltanum og námi, og mikla vinnu: „Já, maður lagði mikið á sig til þess að ná þessum einkunnum og samhliða því árangri í fótboltanum,“ segir Áslaug Munda við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Hún er nýorðin 19 ára gömul, er uppalin hjá Hetti á Egilsstöðum en lék með Völsungi í tvö ár áður en hún kom til Breiðabliks þar sem hún spilar nú sitt þriðja tímabil. Hún vill ekki gera of mikið úr álaginu sem fylgir því að sinna náminu vel samhliða æfingum, leikjum og keppnisferðalögum: „Mér fannst það ekkert mál, sérstaklega eftir að afrekssviðið kom í MK. Það var mikil hjálp þar. Þegar maður fór í ferðir var ekkert mál að fá svigrúm fyrir fótboltann með skólanum. Það hefur alltaf verið auðvelt að tala við kennarana um þetta en afrekssviðið hjálpaði mér klárlega við að komast svona vel í gegnum skólann.“ View this post on Instagram Okkar kona Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir hlaut sérstaka viðurkenningu á útskrift MK fyrir framúrskarandi árangur í námi (meðaleinkunn 9.27) og knattspyrnu en hún hefur spilað 2A landsleiki og 32 leiki með yngri landsliðum. Hún lék stórt hlutverk í liði Breiðabliks sem fór í 16 liða úrslit Evrópukeppninnar í vetur og var í kjölfarið boðið á æfingar til franska stórliðsins PSG. A post shared by Afrekssvið MK (@afrek_mk) on Jun 3, 2020 at 7:31am PDT Stefnir á atvinnumennsku og frekara nám Breiðablik tapaði ekki leik í Pepsi Max-deildinni á síðustu leiktíð en endaði samt í 2. sæti. Liðið ætlar sér stóra hluti í sumar, eftir undirbúningstímabil sem kórónuveirufaraldurinn lengdi um einn og hálfan mánuð. „Þetta er búið að vera svolítið skrýtið. Við vorum í þessum sjö manna hópum [á æfingum, vegna faraldursins] og maður vissi eiginlega bara um sinn hóp, hvernig honum gekk, en voða lítið um aðra hópa. Þegar þetta blandaðist svo allt saman varð maður að læra inn á aðra leikmenn aftur og ná saman,“ segir Áslaug Munda sem setur stefnuna á atvinnumennsku og frekara nám: „Já, mig langar það. Ég ætla klárlega að halda áfram í námi en samt hafa fótboltann á toppnum.“ Klippa: Sportpakkinn - Áslaug Munda hlaut viðurkenningu við útskrift Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Sportpakkinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, landsliðskona í fótbolta, fékk sérstaka viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í námi og knattspyrnu þegar hún útskrifaðist frá afrekssviði Menntaskólans í Kópavogi á dögunum. Áslaug Munda útskrifaðist með meðaleinkunnina 9,27 en á sama tíma og hún náði þessum frábæra árangri í náminu tókst henni að spila sína fyrstu tvo A-landsleiki, auk fjölda leikja fyrir yngri landslið Íslands. Þá var hún í stóru hlutverki hjá Breiðabliki í fyrra þegar liðið komst í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu og var í kjölfarið boðið að æfa með franska stórliðinu PSG, sem sló Breiðablik út. Ætla má að það kalli á afar gott skipulag að ná svo góðum árangri bæði í boltanum og námi, og mikla vinnu: „Já, maður lagði mikið á sig til þess að ná þessum einkunnum og samhliða því árangri í fótboltanum,“ segir Áslaug Munda við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Hún er nýorðin 19 ára gömul, er uppalin hjá Hetti á Egilsstöðum en lék með Völsungi í tvö ár áður en hún kom til Breiðabliks þar sem hún spilar nú sitt þriðja tímabil. Hún vill ekki gera of mikið úr álaginu sem fylgir því að sinna náminu vel samhliða æfingum, leikjum og keppnisferðalögum: „Mér fannst það ekkert mál, sérstaklega eftir að afrekssviðið kom í MK. Það var mikil hjálp þar. Þegar maður fór í ferðir var ekkert mál að fá svigrúm fyrir fótboltann með skólanum. Það hefur alltaf verið auðvelt að tala við kennarana um þetta en afrekssviðið hjálpaði mér klárlega við að komast svona vel í gegnum skólann.“ View this post on Instagram Okkar kona Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir hlaut sérstaka viðurkenningu á útskrift MK fyrir framúrskarandi árangur í námi (meðaleinkunn 9.27) og knattspyrnu en hún hefur spilað 2A landsleiki og 32 leiki með yngri landsliðum. Hún lék stórt hlutverk í liði Breiðabliks sem fór í 16 liða úrslit Evrópukeppninnar í vetur og var í kjölfarið boðið á æfingar til franska stórliðsins PSG. A post shared by Afrekssvið MK (@afrek_mk) on Jun 3, 2020 at 7:31am PDT Stefnir á atvinnumennsku og frekara nám Breiðablik tapaði ekki leik í Pepsi Max-deildinni á síðustu leiktíð en endaði samt í 2. sæti. Liðið ætlar sér stóra hluti í sumar, eftir undirbúningstímabil sem kórónuveirufaraldurinn lengdi um einn og hálfan mánuð. „Þetta er búið að vera svolítið skrýtið. Við vorum í þessum sjö manna hópum [á æfingum, vegna faraldursins] og maður vissi eiginlega bara um sinn hóp, hvernig honum gekk, en voða lítið um aðra hópa. Þegar þetta blandaðist svo allt saman varð maður að læra inn á aðra leikmenn aftur og ná saman,“ segir Áslaug Munda sem setur stefnuna á atvinnumennsku og frekara nám: „Já, mig langar það. Ég ætla klárlega að halda áfram í námi en samt hafa fótboltann á toppnum.“ Klippa: Sportpakkinn - Áslaug Munda hlaut viðurkenningu við útskrift
Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Sportpakkinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti