Allir flokkar studdu frumvarp um Menntasjóð námsmanna fyrir utan Miðflokkinn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. júní 2020 14:39 Frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra um Menntasjóð námsmanna var samþykkt á Alþingi í dag með 52 atkvæðum. Vísir/Vilhelm Alþingi samþykkti nú fyrir stundu frumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, um menntasjóð námsmanna. Menntasjóður mun leysa af hólmi Lánasjóð íslenskra námsmanna en frumvarpið var samþykkt með atkvæðum 52 þingmanna en sjö þingmenn Miðflokksins greiddu ekki atkvæði. Frumvarpið felur í sér umtalsverðar breytingar á lánum til námsmanna sem að hluta til geta orðið styrkir og ábyrgðamannakerfið verður að mestu lagt niður. Með nýjum lögum geta þeir sem taka lán hjá Menntasjóði fengið 30% af lánum sínum breytt í styrk, ljúki þeir námi innan tilgreindra tímamarka. Námsstyrkur verði veittur vegna framfærslu barna og við námslok geti lántakandi valið hvort hann endurgreiði lánið með óverðtryggðu eða verðtryggðu skuldabréfi. Vextir verða breytilegir og munu hækka frá því sem bauðst í eldra námslánakerfi, vaxtaþak miðast þó við 4% á verðtryggðum lánum og 9% á óverðtryggðum lánum. Þá er í nýju lögunum gert ráð fyrir að að þremur árum liðnum fari fram heildarendurskoðun á námslánakerfinu. Telja skorta skýringar á fjölgun starfsmanna sjóðsins Í nefndaráliti Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, fulltrúa Miðflokksins í allsherjar- og menntamálanefnd, segir að gert sé ráð fyrir að Menntasjóðurinn fái aukið rekstrarfé til að mæta auknum kröfum um þjónustuhlutverk sjóðsins samkvæmt frumvarpinu. Jafnframt er gert ráð fyrir 10–15 stöðugildum til viðbótar hjá Menntasjóðnum. Það sé mat hennar að ekki hafi verið veittar viðhlítandi skýringar á fjölgun starfsmanna sjóðsins. „Þá skýtur það skökku við að í frumvarpinu er gert ráð fyrir auknum umsvifum annarra stofnana en samhliða því er þó ekki gert ráð fyrir fjölgun starfsmanna hjá þeim stofnunum. Í ljósi þess hefði verið æskilegt að gera nánari grein fyrir þessum kostnaðarlið við mat á áhrifum lagasetningarinnar,“ segir í minnihlutaáliti Önnu Kolbrúnar. Þá gerir Miðflokkurinn jafnframt athugasemdir við flokkun lánasjóðsins eftir því hvort um sé að ræða A-hluta eða B-hluta stofnun. „svo virðist sem ekki ríki einhugur um flokkun lánasjóðsins ásamt því að óvissa ríkir um áhrif frumvarpsins á ríkisfjármálin telur 1. minni hluti ástæðu til að árétta að þessi flokkun verði tekin til sérstakrar skoðunar af mennta- og menningarmálaráðuneytinu í samráði við fjármála- og efnahagsráðuneytið,“ segir í álitinu. Alþingi Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Námslán Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Alþingi samþykkti nú fyrir stundu frumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, um menntasjóð námsmanna. Menntasjóður mun leysa af hólmi Lánasjóð íslenskra námsmanna en frumvarpið var samþykkt með atkvæðum 52 þingmanna en sjö þingmenn Miðflokksins greiddu ekki atkvæði. Frumvarpið felur í sér umtalsverðar breytingar á lánum til námsmanna sem að hluta til geta orðið styrkir og ábyrgðamannakerfið verður að mestu lagt niður. Með nýjum lögum geta þeir sem taka lán hjá Menntasjóði fengið 30% af lánum sínum breytt í styrk, ljúki þeir námi innan tilgreindra tímamarka. Námsstyrkur verði veittur vegna framfærslu barna og við námslok geti lántakandi valið hvort hann endurgreiði lánið með óverðtryggðu eða verðtryggðu skuldabréfi. Vextir verða breytilegir og munu hækka frá því sem bauðst í eldra námslánakerfi, vaxtaþak miðast þó við 4% á verðtryggðum lánum og 9% á óverðtryggðum lánum. Þá er í nýju lögunum gert ráð fyrir að að þremur árum liðnum fari fram heildarendurskoðun á námslánakerfinu. Telja skorta skýringar á fjölgun starfsmanna sjóðsins Í nefndaráliti Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, fulltrúa Miðflokksins í allsherjar- og menntamálanefnd, segir að gert sé ráð fyrir að Menntasjóðurinn fái aukið rekstrarfé til að mæta auknum kröfum um þjónustuhlutverk sjóðsins samkvæmt frumvarpinu. Jafnframt er gert ráð fyrir 10–15 stöðugildum til viðbótar hjá Menntasjóðnum. Það sé mat hennar að ekki hafi verið veittar viðhlítandi skýringar á fjölgun starfsmanna sjóðsins. „Þá skýtur það skökku við að í frumvarpinu er gert ráð fyrir auknum umsvifum annarra stofnana en samhliða því er þó ekki gert ráð fyrir fjölgun starfsmanna hjá þeim stofnunum. Í ljósi þess hefði verið æskilegt að gera nánari grein fyrir þessum kostnaðarlið við mat á áhrifum lagasetningarinnar,“ segir í minnihlutaáliti Önnu Kolbrúnar. Þá gerir Miðflokkurinn jafnframt athugasemdir við flokkun lánasjóðsins eftir því hvort um sé að ræða A-hluta eða B-hluta stofnun. „svo virðist sem ekki ríki einhugur um flokkun lánasjóðsins ásamt því að óvissa ríkir um áhrif frumvarpsins á ríkisfjármálin telur 1. minni hluti ástæðu til að árétta að þessi flokkun verði tekin til sérstakrar skoðunar af mennta- og menningarmálaráðuneytinu í samráði við fjármála- og efnahagsráðuneytið,“ segir í álitinu.
Alþingi Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Námslán Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira