Allir flokkar studdu frumvarp um Menntasjóð námsmanna fyrir utan Miðflokkinn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. júní 2020 14:39 Frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra um Menntasjóð námsmanna var samþykkt á Alþingi í dag með 52 atkvæðum. Vísir/Vilhelm Alþingi samþykkti nú fyrir stundu frumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, um menntasjóð námsmanna. Menntasjóður mun leysa af hólmi Lánasjóð íslenskra námsmanna en frumvarpið var samþykkt með atkvæðum 52 þingmanna en sjö þingmenn Miðflokksins greiddu ekki atkvæði. Frumvarpið felur í sér umtalsverðar breytingar á lánum til námsmanna sem að hluta til geta orðið styrkir og ábyrgðamannakerfið verður að mestu lagt niður. Með nýjum lögum geta þeir sem taka lán hjá Menntasjóði fengið 30% af lánum sínum breytt í styrk, ljúki þeir námi innan tilgreindra tímamarka. Námsstyrkur verði veittur vegna framfærslu barna og við námslok geti lántakandi valið hvort hann endurgreiði lánið með óverðtryggðu eða verðtryggðu skuldabréfi. Vextir verða breytilegir og munu hækka frá því sem bauðst í eldra námslánakerfi, vaxtaþak miðast þó við 4% á verðtryggðum lánum og 9% á óverðtryggðum lánum. Þá er í nýju lögunum gert ráð fyrir að að þremur árum liðnum fari fram heildarendurskoðun á námslánakerfinu. Telja skorta skýringar á fjölgun starfsmanna sjóðsins Í nefndaráliti Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, fulltrúa Miðflokksins í allsherjar- og menntamálanefnd, segir að gert sé ráð fyrir að Menntasjóðurinn fái aukið rekstrarfé til að mæta auknum kröfum um þjónustuhlutverk sjóðsins samkvæmt frumvarpinu. Jafnframt er gert ráð fyrir 10–15 stöðugildum til viðbótar hjá Menntasjóðnum. Það sé mat hennar að ekki hafi verið veittar viðhlítandi skýringar á fjölgun starfsmanna sjóðsins. „Þá skýtur það skökku við að í frumvarpinu er gert ráð fyrir auknum umsvifum annarra stofnana en samhliða því er þó ekki gert ráð fyrir fjölgun starfsmanna hjá þeim stofnunum. Í ljósi þess hefði verið æskilegt að gera nánari grein fyrir þessum kostnaðarlið við mat á áhrifum lagasetningarinnar,“ segir í minnihlutaáliti Önnu Kolbrúnar. Þá gerir Miðflokkurinn jafnframt athugasemdir við flokkun lánasjóðsins eftir því hvort um sé að ræða A-hluta eða B-hluta stofnun. „svo virðist sem ekki ríki einhugur um flokkun lánasjóðsins ásamt því að óvissa ríkir um áhrif frumvarpsins á ríkisfjármálin telur 1. minni hluti ástæðu til að árétta að þessi flokkun verði tekin til sérstakrar skoðunar af mennta- og menningarmálaráðuneytinu í samráði við fjármála- og efnahagsráðuneytið,“ segir í álitinu. Alþingi Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Námslán Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Alþingi samþykkti nú fyrir stundu frumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, um menntasjóð námsmanna. Menntasjóður mun leysa af hólmi Lánasjóð íslenskra námsmanna en frumvarpið var samþykkt með atkvæðum 52 þingmanna en sjö þingmenn Miðflokksins greiddu ekki atkvæði. Frumvarpið felur í sér umtalsverðar breytingar á lánum til námsmanna sem að hluta til geta orðið styrkir og ábyrgðamannakerfið verður að mestu lagt niður. Með nýjum lögum geta þeir sem taka lán hjá Menntasjóði fengið 30% af lánum sínum breytt í styrk, ljúki þeir námi innan tilgreindra tímamarka. Námsstyrkur verði veittur vegna framfærslu barna og við námslok geti lántakandi valið hvort hann endurgreiði lánið með óverðtryggðu eða verðtryggðu skuldabréfi. Vextir verða breytilegir og munu hækka frá því sem bauðst í eldra námslánakerfi, vaxtaþak miðast þó við 4% á verðtryggðum lánum og 9% á óverðtryggðum lánum. Þá er í nýju lögunum gert ráð fyrir að að þremur árum liðnum fari fram heildarendurskoðun á námslánakerfinu. Telja skorta skýringar á fjölgun starfsmanna sjóðsins Í nefndaráliti Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, fulltrúa Miðflokksins í allsherjar- og menntamálanefnd, segir að gert sé ráð fyrir að Menntasjóðurinn fái aukið rekstrarfé til að mæta auknum kröfum um þjónustuhlutverk sjóðsins samkvæmt frumvarpinu. Jafnframt er gert ráð fyrir 10–15 stöðugildum til viðbótar hjá Menntasjóðnum. Það sé mat hennar að ekki hafi verið veittar viðhlítandi skýringar á fjölgun starfsmanna sjóðsins. „Þá skýtur það skökku við að í frumvarpinu er gert ráð fyrir auknum umsvifum annarra stofnana en samhliða því er þó ekki gert ráð fyrir fjölgun starfsmanna hjá þeim stofnunum. Í ljósi þess hefði verið æskilegt að gera nánari grein fyrir þessum kostnaðarlið við mat á áhrifum lagasetningarinnar,“ segir í minnihlutaáliti Önnu Kolbrúnar. Þá gerir Miðflokkurinn jafnframt athugasemdir við flokkun lánasjóðsins eftir því hvort um sé að ræða A-hluta eða B-hluta stofnun. „svo virðist sem ekki ríki einhugur um flokkun lánasjóðsins ásamt því að óvissa ríkir um áhrif frumvarpsins á ríkisfjármálin telur 1. minni hluti ástæðu til að árétta að þessi flokkun verði tekin til sérstakrar skoðunar af mennta- og menningarmálaráðuneytinu í samráði við fjármála- og efnahagsráðuneytið,“ segir í álitinu.
Alþingi Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Námslán Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira