Andrés segist vilja hjálpa en saksóknarar segja hann ljúga Samúel Karl Ólason skrifar 9. júní 2020 12:00 Andrés Bretaprins segist vilja ræða við saksóknara en saksóknarar segja hann ítrekað hafa neitað viðtali. AP/Sakchai Lalit Andrés Bretaprins hefur minnst þrisvar sinnum boðist til að aðstoða saksóknara við rannsókn þeirra á umfangsmiklum kynferðisbrotum Jeffrey Epstein. Þetta segja lögmenn prinsins og segja þeir að Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna sé að leita athygli og hafi ekki þáð þau boð Andrésar. Saksóknarar vestanhafs segja þó það fjarri sannleikanum að Andrés hafi verið samvinnuþýður. Alríkissaksóknarar í Bandaríkjunum lögðu nýverið fram formlega beiðni til yfirvalda Bretlands um að fá að ræða við Andrés vegna rannsóknar þeirra. Andrés prins var á meðal vina Epstein en prinsinn hefur verið sakaður um kynferðisbrot í tengslum við mál Epstein, sem lést í varðhaldi í New York 10. ágúst síðastliðinn. Andrés hefur hafnað öllum ásökunum gegn sér en hefur dregið sig úr sviðsljósinu og frá störfum sínum innan bresku konungsfjölskyldunnar vegna málsins. Þó hann hafi sjálfur verið sakaður um brot segja embættismenn að Andrés sé eingöngu vitni og komi ekki að rannsókninni með öðrum hætti. Rannsakendur hafa reynt að ræða við hann í marga mánuði. Sjá einnig: Lögðu fram opinbera beiðni um að ræða við Andrés vegna Epstein Í kjölfar þess að beiðnin var opinberuð sendu lögmenn prinsins frá sér yfirlýsingu um vilja hans til að aðstoða. Hann hefði minnst þrisvar sinnum boðist til að ræða við saksóknara á þessu ári. „Því miður brást ráðuneytið við fyrstu tveimur boðunum með því að brjóta gegn eigin trúnaðarreglum og halda því fram að hertoginn hafi neitað að aðstoða,“ stóð í yfirlýsingunni. Þar stóð einnig að mögulega sæktust umræddir saksóknarar eftir umfjöllun frekar en að vilja í raun ræða við Andrés. Geoffrey S. Berman, saksóknari í New York, svaraði um hæl og með eigin yfirlýsingu. „Í dag, reyndi Andrés Bretaprins enn einu sinni að draga upp falska mynd af sér sem viljugum til að aðstoða við yfirstandandi rannsókn á kynferðisbrotum og tengdum glæpum,“ sagði Berman. Hann sagði Andrés hafa ítrekað neitað viðtali og þar að auki hafi sömu lögmenn og séu nú að halda því fram að Andrés hafi ávallt verið samvinnufús, fyrir um fjórum mánuðum lýst því yfir að prinsinn myndi aldrei mæta í viðtal. Berman sagði að ef prinsinum væri í raun alvara væru dyr hans alltaf opnar. Lögmenn Andrésar neituðu að tjá sig frekar við BBC en á vef miðilsins er haft eftir heimildarmanni úr búðum prinsins að þetta sé í þriðja sinn sem Berman brjóti eigin trúnaðarreglur og það geri lögmönnum Andrésar erfitt með að sjá fyrir sér að saksóknarar í Bandaríkjunum muni standa við þeirra eigin orð. Bretland Bandaríkin Kóngafólk Mál Jeffrey Epstein Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Fórnarlömb Jeffrey Epstein hneyksluð á Andrési prins Lögmenn á snærum meintra fórnarlamba barnaníðingsins og viðskiptamannsins Jeffrey Epstein hvetja nú Andrés prins, hertogann af York, til þess að sýna samstarfsvilja í rannsókn bandarískra yfirvalda á meintum kynferðisbrotum Epstein. 28. janúar 2020 20:06 Andrés prins sagður ósamvinnuþýður í rannsókninni á Epstein Prinsinn og Epstein voru vinir. 27. janúar 2020 21:15 Segja mansal Epstein hafa staðið mun lengur en áður var talið Dómsmálaráðherra Bandarísku Jómfrúareyja segir að Jeffrey Epstein hafi misnotað stúlkur allt niður í tólf ára gamlar á einkaeyjum hans. Dómsmálaráðherrann hefur höfðað mál á hendur dánarbúi Epstein. 15. janúar 2020 23:30 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sjá meira
Andrés Bretaprins hefur minnst þrisvar sinnum boðist til að aðstoða saksóknara við rannsókn þeirra á umfangsmiklum kynferðisbrotum Jeffrey Epstein. Þetta segja lögmenn prinsins og segja þeir að Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna sé að leita athygli og hafi ekki þáð þau boð Andrésar. Saksóknarar vestanhafs segja þó það fjarri sannleikanum að Andrés hafi verið samvinnuþýður. Alríkissaksóknarar í Bandaríkjunum lögðu nýverið fram formlega beiðni til yfirvalda Bretlands um að fá að ræða við Andrés vegna rannsóknar þeirra. Andrés prins var á meðal vina Epstein en prinsinn hefur verið sakaður um kynferðisbrot í tengslum við mál Epstein, sem lést í varðhaldi í New York 10. ágúst síðastliðinn. Andrés hefur hafnað öllum ásökunum gegn sér en hefur dregið sig úr sviðsljósinu og frá störfum sínum innan bresku konungsfjölskyldunnar vegna málsins. Þó hann hafi sjálfur verið sakaður um brot segja embættismenn að Andrés sé eingöngu vitni og komi ekki að rannsókninni með öðrum hætti. Rannsakendur hafa reynt að ræða við hann í marga mánuði. Sjá einnig: Lögðu fram opinbera beiðni um að ræða við Andrés vegna Epstein Í kjölfar þess að beiðnin var opinberuð sendu lögmenn prinsins frá sér yfirlýsingu um vilja hans til að aðstoða. Hann hefði minnst þrisvar sinnum boðist til að ræða við saksóknara á þessu ári. „Því miður brást ráðuneytið við fyrstu tveimur boðunum með því að brjóta gegn eigin trúnaðarreglum og halda því fram að hertoginn hafi neitað að aðstoða,“ stóð í yfirlýsingunni. Þar stóð einnig að mögulega sæktust umræddir saksóknarar eftir umfjöllun frekar en að vilja í raun ræða við Andrés. Geoffrey S. Berman, saksóknari í New York, svaraði um hæl og með eigin yfirlýsingu. „Í dag, reyndi Andrés Bretaprins enn einu sinni að draga upp falska mynd af sér sem viljugum til að aðstoða við yfirstandandi rannsókn á kynferðisbrotum og tengdum glæpum,“ sagði Berman. Hann sagði Andrés hafa ítrekað neitað viðtali og þar að auki hafi sömu lögmenn og séu nú að halda því fram að Andrés hafi ávallt verið samvinnufús, fyrir um fjórum mánuðum lýst því yfir að prinsinn myndi aldrei mæta í viðtal. Berman sagði að ef prinsinum væri í raun alvara væru dyr hans alltaf opnar. Lögmenn Andrésar neituðu að tjá sig frekar við BBC en á vef miðilsins er haft eftir heimildarmanni úr búðum prinsins að þetta sé í þriðja sinn sem Berman brjóti eigin trúnaðarreglur og það geri lögmönnum Andrésar erfitt með að sjá fyrir sér að saksóknarar í Bandaríkjunum muni standa við þeirra eigin orð.
Bretland Bandaríkin Kóngafólk Mál Jeffrey Epstein Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Fórnarlömb Jeffrey Epstein hneyksluð á Andrési prins Lögmenn á snærum meintra fórnarlamba barnaníðingsins og viðskiptamannsins Jeffrey Epstein hvetja nú Andrés prins, hertogann af York, til þess að sýna samstarfsvilja í rannsókn bandarískra yfirvalda á meintum kynferðisbrotum Epstein. 28. janúar 2020 20:06 Andrés prins sagður ósamvinnuþýður í rannsókninni á Epstein Prinsinn og Epstein voru vinir. 27. janúar 2020 21:15 Segja mansal Epstein hafa staðið mun lengur en áður var talið Dómsmálaráðherra Bandarísku Jómfrúareyja segir að Jeffrey Epstein hafi misnotað stúlkur allt niður í tólf ára gamlar á einkaeyjum hans. Dómsmálaráðherrann hefur höfðað mál á hendur dánarbúi Epstein. 15. janúar 2020 23:30 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sjá meira
Fórnarlömb Jeffrey Epstein hneyksluð á Andrési prins Lögmenn á snærum meintra fórnarlamba barnaníðingsins og viðskiptamannsins Jeffrey Epstein hvetja nú Andrés prins, hertogann af York, til þess að sýna samstarfsvilja í rannsókn bandarískra yfirvalda á meintum kynferðisbrotum Epstein. 28. janúar 2020 20:06
Andrés prins sagður ósamvinnuþýður í rannsókninni á Epstein Prinsinn og Epstein voru vinir. 27. janúar 2020 21:15
Segja mansal Epstein hafa staðið mun lengur en áður var talið Dómsmálaráðherra Bandarísku Jómfrúareyja segir að Jeffrey Epstein hafi misnotað stúlkur allt niður í tólf ára gamlar á einkaeyjum hans. Dómsmálaráðherrann hefur höfðað mál á hendur dánarbúi Epstein. 15. janúar 2020 23:30