Birgitta með fimmu gegn Fram - Ljóst hvaða lið mætast í 2. umferð bikarsins Sindri Sverrisson skrifar 8. júní 2020 22:05 Birgitta Hallgrímsdóttir, hér á ferðinni í leik gegn Aftureldingu, skoraði fimm mörk í kvöld. FACEBOOK/@umfgfotbolti Nú er orðið ljóst hvaða lið mætast í 2. umferð Mjólkurbikars karla og kvenna í fótbolta en síðustu leikjunum í 1. umferð lauk í kvöld. Eini leikur kvöldsins í Mjólkurbikar karla var á milli ÍH og Berserkja þar sem Garðar Ingi Leifsson átti stærstan þátt í 3-1-sigri ÍH. Fyrsta mark liðsins kom eftir skot hans úr aukaspyrnu, hann skoraði svo beint úr annarri aukaspyrnu og þriðja markið í lokin úr víti. ÍH tekur á móti GG á laugardaginn í 2. umferð sem leikin er 12.-14. júní, en hér má sjá leikina í þeirri umferð. Leikur Grindavíkur og ÍBV verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á laugardag kl. 16. Í Mjólkurbikar kvenna vann Víkingur R. 5-3 sigur gegn Gróttu í framlengdum leik. Nadía Atladóttir fullkomnaði þrennu sína fyrir Víkinga í framlengingunni en Grótta, sem komst í 3-2 snemma í seinni hálfleik, var manni færri frá 59. mínútu þegar Emma Steinsen Jónsdóttir fékk að líta rauða spjaldið. María Lovísa Jónasdóttir skoraði tvö marka liðsins. Birgitta Hallgrímsdóttir gerði sér lítið fyrir og skoraði öll fimm mörkin í 5-0 sigri Grindavíkur á Fram. Afturelding vann HK 3-0 en lesa má um þann leik hér, og Augnablik skellti Fjölni 5-0 í Grafarvogi. Grindavík vann frábæran 5-0 sigur á Fram í @mjolkurbikarinn í kvöld. Birgitta Hallgrímsdóttir var leikmaður kvöldins en hún fór algjörlega á kostum og skoraði öll 5 mörk Grindavíkur!Stórkostleg frammistaða!#umfg #grindavik pic.twitter.com/d3swUkUMLE— UMFG - Ungmennafélag Grindavíkur (@umfg) June 8, 2020 Í 2. umferð, þeirri síðustu áður en úrvalsdeildarliðin mæta til leiks, sækir Afturelding lið Keflavíkur heim, Haukar fá Gróttu í heimsókn, og Augnablik mætir Grindavík. Aðra leiki umferðarinnar má sjá á vef KSÍ. Upplýsingar um markaskorara eru af urslit.net. Mjólkurbikarinn Afturelding Fram Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - HK 3-0 | Ragna Guðrún með tvö og Afturelding í 2. umferð Afturelding sló í kvöld HK út úr Mjólkurbikar kvenna í fótbolta. Leikurinn fór 3-0 en hann fór fram á Fagverksvellinum í Mosfellsbæ. Afturelding komst yfir í fyrri hálfleik og var aldrei nálægt því að missa forystuna frá sér. 8. júní 2020 21:50 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira
Nú er orðið ljóst hvaða lið mætast í 2. umferð Mjólkurbikars karla og kvenna í fótbolta en síðustu leikjunum í 1. umferð lauk í kvöld. Eini leikur kvöldsins í Mjólkurbikar karla var á milli ÍH og Berserkja þar sem Garðar Ingi Leifsson átti stærstan þátt í 3-1-sigri ÍH. Fyrsta mark liðsins kom eftir skot hans úr aukaspyrnu, hann skoraði svo beint úr annarri aukaspyrnu og þriðja markið í lokin úr víti. ÍH tekur á móti GG á laugardaginn í 2. umferð sem leikin er 12.-14. júní, en hér má sjá leikina í þeirri umferð. Leikur Grindavíkur og ÍBV verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á laugardag kl. 16. Í Mjólkurbikar kvenna vann Víkingur R. 5-3 sigur gegn Gróttu í framlengdum leik. Nadía Atladóttir fullkomnaði þrennu sína fyrir Víkinga í framlengingunni en Grótta, sem komst í 3-2 snemma í seinni hálfleik, var manni færri frá 59. mínútu þegar Emma Steinsen Jónsdóttir fékk að líta rauða spjaldið. María Lovísa Jónasdóttir skoraði tvö marka liðsins. Birgitta Hallgrímsdóttir gerði sér lítið fyrir og skoraði öll fimm mörkin í 5-0 sigri Grindavíkur á Fram. Afturelding vann HK 3-0 en lesa má um þann leik hér, og Augnablik skellti Fjölni 5-0 í Grafarvogi. Grindavík vann frábæran 5-0 sigur á Fram í @mjolkurbikarinn í kvöld. Birgitta Hallgrímsdóttir var leikmaður kvöldins en hún fór algjörlega á kostum og skoraði öll 5 mörk Grindavíkur!Stórkostleg frammistaða!#umfg #grindavik pic.twitter.com/d3swUkUMLE— UMFG - Ungmennafélag Grindavíkur (@umfg) June 8, 2020 Í 2. umferð, þeirri síðustu áður en úrvalsdeildarliðin mæta til leiks, sækir Afturelding lið Keflavíkur heim, Haukar fá Gróttu í heimsókn, og Augnablik mætir Grindavík. Aðra leiki umferðarinnar má sjá á vef KSÍ. Upplýsingar um markaskorara eru af urslit.net.
Mjólkurbikarinn Afturelding Fram Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - HK 3-0 | Ragna Guðrún með tvö og Afturelding í 2. umferð Afturelding sló í kvöld HK út úr Mjólkurbikar kvenna í fótbolta. Leikurinn fór 3-0 en hann fór fram á Fagverksvellinum í Mosfellsbæ. Afturelding komst yfir í fyrri hálfleik og var aldrei nálægt því að missa forystuna frá sér. 8. júní 2020 21:50 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - HK 3-0 | Ragna Guðrún með tvö og Afturelding í 2. umferð Afturelding sló í kvöld HK út úr Mjólkurbikar kvenna í fótbolta. Leikurinn fór 3-0 en hann fór fram á Fagverksvellinum í Mosfellsbæ. Afturelding komst yfir í fyrri hálfleik og var aldrei nálægt því að missa forystuna frá sér. 8. júní 2020 21:50