Fjársjóður í faraldrinum Ívar Halldórsson skrifar 8. júní 2020 07:00 „Þótt óveðursskýin séu stundum dökk og þungbúin þá ná sólargeislarnir alltaf að brjótast í gegn að lokum.” Einblínum ekki á ósigra „Fátt er svo með öllu illt að eigi boði gott”, segir máltækið. En getur eitthvað gott komið af heimsfaraldri eins og Covid? Hvað getur verið jákvætt við sjúkdóm sem kemur heilbrigðissérfræðingum í opna skjöldu og ræðst miskunnarlaust á mannkynið? Auðvitað ekkert! Það er ekkert gott við sjúkdóma og dauðsföll. Slíkum hörmungum ber aldrei að fagna. Sjúkdómurinn hafði mjög neikvæð áhrif á atvinnulífið og margt fólk missti vinnu sína eða þurfti að sætta sig við skert starfshlutfall. Ferðahöft vegna faraldursins bitnuðu mjög á efnahagi þjóðarinnar og settu stór strik í reikninga ferðaþjónustufyrirtækja. Það má auðvitað lengi upp telja allar þær miklu og slæmu afleiðingar sem Covid hafði í för með sér en óþarfi að tíunda þær allar aftur hér – enda ekki ætlun mín hér að einblína á ósigra í þessum pistli. Hvað græddum við? Ég vil reyna að koma auga á hvað við græddum á þessu erfiða tímabili. Þótt óveðursskýin séu stundum dökk og þungbúin þá ná sólargeislarnir alltaf að brjótast í gegn að lokum. Þegar maður horfir í baksýnisspegilinn núna þegar hið versta er að baki sér maður ýmislegt gott sem hefur komið út úr þessu skrýtna tímabili. Ef við rýnum í rústirnar sjáum við stoðirnar sem héldu okkur uppi. Nú þegar við tökum saman höndum við að endurbyggja og endurnýja getum við skoðað grunnviðina betur og lagt okkur fram um að reisa enn sterkara samfélag. Ef það er eitthvað sem mér finnst Covid hafa fært okkur, ef svo undarlega má til orða taka, þá er það tími – dýrmæta daga, klukkustundir og mínútur. Atvinnuleysið, sóttkví og takmarkanir á ferðafrelsi gerði það að verkum að fjölskyldur fóru að eyða meiri tíma saman. Börn náðu að kynnast foreldrum sínum betur með því að spila saman, hreyfa sig saman eða bara ræða saman um lífið, tilveruna og framtíðina. Við vorum minnt á að grunnstoðir okkar samfélags eru ekki fyrst og fremst ókunnugir ferðalangar í leit að hverum og norðurljósum þótt þeir séu auðvitað mikilvægir og hjartanlega velkomnir þegar rofar til. Framtíð okkar og hamingja er heldur ekki fólgin í aukinni heimild á greiðslukortum okkar eða í endalausri yfirvinnu til að auka velgengni á vinnustöðum okkar. Það er víst fleira sem hangir á framtíðar-spýtunni. Að steypa sterkan grunn Því sterkara samband sem við eigum við okkar nánustu því styrkari verða stoðir okkar samfélags. Framtíð samfélagsins hvílir á herðum barna okkar og við þurfum því að fjárfesta í þeim með tíma okkar. Ég held fjöldi foreldra hafi á síðustu vikum áttað sig betur á þeim verðmætum sem börn okkar eru og hversu nauðsynlegt er að verja tíma með þeim. Í hversdagskapphlaupinu verða okkar ungu arftakar því miður oft út undan og fá lítinn tíma með foreldrum sínum. Staðreyndin er sú að án gæðastunda með börnum okkar í dag mun okkur reynast erfitt að steypa sterkan grunn fyrir framtíðarsamfélag okkar. Nú þegar kvíði, þunglyndi og alls kyns óöryggi hrjáir ungviði lands okkar, jafnvel meira nú en áður, þurfum við að finna leiðir til að hlúa betur að þessum afar mikilvægu einstaklingum. Framtíð okkar og farsæld þjóðarinnar er í þeirra höndum. Hver mínúta er dýrmæt og hver stund sem börn okkar fá að verja með foreldrum sínum styrkir þau og sú fjárfesting verður sterk stoð fyrir þau í þeim áskorunum sem bíða þeirra í framtíðinni. Týnum ekki tímanum Tilraun Covid til að kæfa þjóðarsálina misheppnaðist. Það er hin mikla þrautseigja í okkur sem hefur hjálpað okkur að rísa upp úr rykinu aftur og aftur í aldanna rás í stað þess að liggja hreyfingarlaus í hrauni hörmunganna og gefast upp. Það er í okkar víkingaeðli að finna húmor í hörmungum vegna þess að slíkt hugarfar gefur okkur styrk til að yfirstíga mjög erfiðar kringumstæður sem annars gætu keyrt okkur í kaf. Við hér erum fædd til að sigra. Ef við töpum einni baráttu, sigrum við saman þá næstu. Þannig rúllum við bara hér í okkar frábæra samfélagi! Enn einu sinni stöndum við upp saman, sterkari en áður og ögn vísari. Gætum þess þó að gleyma ekki fjársjóðnum sem við fundum í faraldrinum. Tíminn er dýrmætur fjársjóður sem við þurfum að fara vel með og deila með þeim sem þurfa mest á honum að halda. Fjárfestum í fjölskyldum okkar og styrkjum þannig stoðir okkar samfélags til frambúðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
„Þótt óveðursskýin séu stundum dökk og þungbúin þá ná sólargeislarnir alltaf að brjótast í gegn að lokum.” Einblínum ekki á ósigra „Fátt er svo með öllu illt að eigi boði gott”, segir máltækið. En getur eitthvað gott komið af heimsfaraldri eins og Covid? Hvað getur verið jákvætt við sjúkdóm sem kemur heilbrigðissérfræðingum í opna skjöldu og ræðst miskunnarlaust á mannkynið? Auðvitað ekkert! Það er ekkert gott við sjúkdóma og dauðsföll. Slíkum hörmungum ber aldrei að fagna. Sjúkdómurinn hafði mjög neikvæð áhrif á atvinnulífið og margt fólk missti vinnu sína eða þurfti að sætta sig við skert starfshlutfall. Ferðahöft vegna faraldursins bitnuðu mjög á efnahagi þjóðarinnar og settu stór strik í reikninga ferðaþjónustufyrirtækja. Það má auðvitað lengi upp telja allar þær miklu og slæmu afleiðingar sem Covid hafði í för með sér en óþarfi að tíunda þær allar aftur hér – enda ekki ætlun mín hér að einblína á ósigra í þessum pistli. Hvað græddum við? Ég vil reyna að koma auga á hvað við græddum á þessu erfiða tímabili. Þótt óveðursskýin séu stundum dökk og þungbúin þá ná sólargeislarnir alltaf að brjótast í gegn að lokum. Þegar maður horfir í baksýnisspegilinn núna þegar hið versta er að baki sér maður ýmislegt gott sem hefur komið út úr þessu skrýtna tímabili. Ef við rýnum í rústirnar sjáum við stoðirnar sem héldu okkur uppi. Nú þegar við tökum saman höndum við að endurbyggja og endurnýja getum við skoðað grunnviðina betur og lagt okkur fram um að reisa enn sterkara samfélag. Ef það er eitthvað sem mér finnst Covid hafa fært okkur, ef svo undarlega má til orða taka, þá er það tími – dýrmæta daga, klukkustundir og mínútur. Atvinnuleysið, sóttkví og takmarkanir á ferðafrelsi gerði það að verkum að fjölskyldur fóru að eyða meiri tíma saman. Börn náðu að kynnast foreldrum sínum betur með því að spila saman, hreyfa sig saman eða bara ræða saman um lífið, tilveruna og framtíðina. Við vorum minnt á að grunnstoðir okkar samfélags eru ekki fyrst og fremst ókunnugir ferðalangar í leit að hverum og norðurljósum þótt þeir séu auðvitað mikilvægir og hjartanlega velkomnir þegar rofar til. Framtíð okkar og hamingja er heldur ekki fólgin í aukinni heimild á greiðslukortum okkar eða í endalausri yfirvinnu til að auka velgengni á vinnustöðum okkar. Það er víst fleira sem hangir á framtíðar-spýtunni. Að steypa sterkan grunn Því sterkara samband sem við eigum við okkar nánustu því styrkari verða stoðir okkar samfélags. Framtíð samfélagsins hvílir á herðum barna okkar og við þurfum því að fjárfesta í þeim með tíma okkar. Ég held fjöldi foreldra hafi á síðustu vikum áttað sig betur á þeim verðmætum sem börn okkar eru og hversu nauðsynlegt er að verja tíma með þeim. Í hversdagskapphlaupinu verða okkar ungu arftakar því miður oft út undan og fá lítinn tíma með foreldrum sínum. Staðreyndin er sú að án gæðastunda með börnum okkar í dag mun okkur reynast erfitt að steypa sterkan grunn fyrir framtíðarsamfélag okkar. Nú þegar kvíði, þunglyndi og alls kyns óöryggi hrjáir ungviði lands okkar, jafnvel meira nú en áður, þurfum við að finna leiðir til að hlúa betur að þessum afar mikilvægu einstaklingum. Framtíð okkar og farsæld þjóðarinnar er í þeirra höndum. Hver mínúta er dýrmæt og hver stund sem börn okkar fá að verja með foreldrum sínum styrkir þau og sú fjárfesting verður sterk stoð fyrir þau í þeim áskorunum sem bíða þeirra í framtíðinni. Týnum ekki tímanum Tilraun Covid til að kæfa þjóðarsálina misheppnaðist. Það er hin mikla þrautseigja í okkur sem hefur hjálpað okkur að rísa upp úr rykinu aftur og aftur í aldanna rás í stað þess að liggja hreyfingarlaus í hrauni hörmunganna og gefast upp. Það er í okkar víkingaeðli að finna húmor í hörmungum vegna þess að slíkt hugarfar gefur okkur styrk til að yfirstíga mjög erfiðar kringumstæður sem annars gætu keyrt okkur í kaf. Við hér erum fædd til að sigra. Ef við töpum einni baráttu, sigrum við saman þá næstu. Þannig rúllum við bara hér í okkar frábæra samfélagi! Enn einu sinni stöndum við upp saman, sterkari en áður og ögn vísari. Gætum þess þó að gleyma ekki fjársjóðnum sem við fundum í faraldrinum. Tíminn er dýrmætur fjársjóður sem við þurfum að fara vel með og deila með þeim sem þurfa mest á honum að halda. Fjárfestum í fjölskyldum okkar og styrkjum þannig stoðir okkar samfélags til frambúðar.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar