Einmanalegt að standa vaktina í samkomubanni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. júní 2020 22:00 Ómar Freyr Söndruson segir að það hafi verið einmanalegt og raunar hundleiðinlegt að standa vaktina í samkomubanni. SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Starfsmaður í ferðaþjónustu segir að það hafi verið einmanalegt að standa vaktina á meðan á samkomubanninu stóð. Íslendingar á ferðalagi segja yndislegt að ferðast um landið þegar ekki er allt krökkt af ferðamönnum. Vanalega eru þrír til fjórir á hverri vakt í versluninni Baulu en þegar faraldur kórónuveirunnar stóð sem hæst stóð einn starfsmaður vaktina í einu. „Það var hundleiðinlegt. Maður var einn í átta tíma og hafði engan til að tala við. Það var enginn að koma þannig að maður þurfti bara að dunda sér og finna eitthvað að gera,“ sagði Ómar Freyr Söndruson, starfsmaður Baulu. Nú sé lífið komið í eðlilegra horf og segist hann sjá marga Íslendinga á ferðalagi. „Rosa, það er brjálað að gera um helgar. Núna á virkum dögum er fullt af fólki á ferðinni,“ sagði Ómar. Blómasetrið í Borgarnesi er fjölskyldufyrirtæki. Þau þurftu að skella í lás 24 mars og opnuðu aftur 16 maí. „Gistingin hrundi alveg hjá okkur og náttúrulega engin innkoma á þessum tíma,“ sagði Svava Víglundsdóttir, hjá Blómasetrinu. Hún segir erlenda ferðamenn byrjaða að bóka gistingu á ný. „Já fólk er bjartsýnt, ég held ég hafi fengið bókun í gær fyrir lok júní,“ sagði Katrín Huld Bjarnadóttir, hjá Blómasetrinu. Þær Sigrún og Vilborg voru á ferðalagi um landið í vikunni. SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Fréttastofa rakst á þrjár konur sem voru á ferðalagi um landið. Þær segja einstakt að skoða landið þegar ekki er allt krökkt af ferðamönnum. „Við fórum upp í Hraunfossa og Barnafoss. Við vorum aleinar og áttum bara svæðið. Ég var þarna í fyrra og þá voru um tíu rútur. Þannig að þetta var yndislegt,“ sagði Sigrún Knútsdóttir. Hvernig finnst þér að ferðast um landið þegar ekki er allt krökkt af ferðamönnum? „Ég held að þetta sé eini sénsinn að gera þetta núna,“ sagði vilborg Guðmundsdóttir. Þær ætla að nýta tímann og ferðast á meðan hér eru fáir ferðamenn. „Absalút að styðja við fólkið sem er að berjast í því að halda úti þjónustu við okkur,“ sagði Vilborg. „Hótelin eru að bjóða okkur svo mikinn afstlátt í sumar þannig að það er allt öðruvísi að ferðast núna heldur en oft áður,“ sagði Sigrún. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Borgarbyggð Samkomubann á Íslandi Verslun Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Starfsmaður í ferðaþjónustu segir að það hafi verið einmanalegt að standa vaktina á meðan á samkomubanninu stóð. Íslendingar á ferðalagi segja yndislegt að ferðast um landið þegar ekki er allt krökkt af ferðamönnum. Vanalega eru þrír til fjórir á hverri vakt í versluninni Baulu en þegar faraldur kórónuveirunnar stóð sem hæst stóð einn starfsmaður vaktina í einu. „Það var hundleiðinlegt. Maður var einn í átta tíma og hafði engan til að tala við. Það var enginn að koma þannig að maður þurfti bara að dunda sér og finna eitthvað að gera,“ sagði Ómar Freyr Söndruson, starfsmaður Baulu. Nú sé lífið komið í eðlilegra horf og segist hann sjá marga Íslendinga á ferðalagi. „Rosa, það er brjálað að gera um helgar. Núna á virkum dögum er fullt af fólki á ferðinni,“ sagði Ómar. Blómasetrið í Borgarnesi er fjölskyldufyrirtæki. Þau þurftu að skella í lás 24 mars og opnuðu aftur 16 maí. „Gistingin hrundi alveg hjá okkur og náttúrulega engin innkoma á þessum tíma,“ sagði Svava Víglundsdóttir, hjá Blómasetrinu. Hún segir erlenda ferðamenn byrjaða að bóka gistingu á ný. „Já fólk er bjartsýnt, ég held ég hafi fengið bókun í gær fyrir lok júní,“ sagði Katrín Huld Bjarnadóttir, hjá Blómasetrinu. Þær Sigrún og Vilborg voru á ferðalagi um landið í vikunni. SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Fréttastofa rakst á þrjár konur sem voru á ferðalagi um landið. Þær segja einstakt að skoða landið þegar ekki er allt krökkt af ferðamönnum. „Við fórum upp í Hraunfossa og Barnafoss. Við vorum aleinar og áttum bara svæðið. Ég var þarna í fyrra og þá voru um tíu rútur. Þannig að þetta var yndislegt,“ sagði Sigrún Knútsdóttir. Hvernig finnst þér að ferðast um landið þegar ekki er allt krökkt af ferðamönnum? „Ég held að þetta sé eini sénsinn að gera þetta núna,“ sagði vilborg Guðmundsdóttir. Þær ætla að nýta tímann og ferðast á meðan hér eru fáir ferðamenn. „Absalút að styðja við fólkið sem er að berjast í því að halda úti þjónustu við okkur,“ sagði Vilborg. „Hótelin eru að bjóða okkur svo mikinn afstlátt í sumar þannig að það er allt öðruvísi að ferðast núna heldur en oft áður,“ sagði Sigrún.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Borgarbyggð Samkomubann á Íslandi Verslun Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira