Lítið um hátíðarhöld í dag Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. júní 2020 13:21 Engin hátíðarhöld eru í Reykjavík í dag. Sjómannadagurinn fer fram með óhefðbundnum hætti í dag vegna kórónuveirunnar. Engin hátíðarhöld eru í Reykjavík en á landsbyggðinni eru hátíðarhöld víðast hvar minni en alla jafna. Víðast hvar hefur hátíðarhöldum verið aflýst vegna faraldurs kórónuveirunnar. Á völdum stöðum fer þó óhefðbundin dagskrá fram og eru hátíðarhöld þá minni en alla jafna. Í Vestmannaeyjum fer sjómannamessa og minningarathöfn fram klukkan 13. Í Hrísey fara hátíðarhöld fram með heldur óbreyttu sniði. „Við erum byrjuð. Við byrjuðum hér klukkan 10 með siglingu og erum í henni núna. Tökum klukkutíma siglinu, það er ferjan og svo flestir smábárat sem eru hér í eynni,“ sagði Þröstur Jóhannsson, skipstjóri á Hríseyjarferjunni. Sjómannamessa fer fram klukkan rúmlega ellefu og munu ferjumenn síðan grilla pylsur ofan í mannskapinn. „Nú síðan verður börnunum boðið upp á að fara á slöngubát björgunarsveitarinnar. Það er alltaf vinsælt að fara hring og fara hratt. Veðrið býður upp á það í dag. Það er frábært veður, sunnangola það gerist ekki betra,“ sagði Þröstur. Hátíð hafsins sem haldin hefur verið við Gömlu höfnina í Reykjavík undanfarin ár hefur verið vel sótt. Í ár var hátíðinni aflýstHátíð hafsins Formaður Sjómannasambandsins segir daginn í ár ansi skrítinn enda er vaninn að margir komi saman og gleðjist með sjómönnum. Í dag hrósar hann sjómönnum fyrir varkárni á tímum kórónuveirunnar. Lítið var um smit á sjó. „Menn fóru bara í þetta af alvöru. Gerðu þetta vel. Hlýddu fyrirmælum sóttvarnarlæknis og landlækni og unnu þetta með útgerðunum sínum. Það er ekki annað hægt en að hrósa sjómönnum fyrir það hve duglegir þeir voru við þetta því þetta hefði getað orðið mjög alvarlegt ef marar sýkingar hefðu komið upp í skipin. Þá hefðu menn ekki haldið vinnunni. Til hamingju með daginn strákar og stelpur og allir bara. Gerum þetta vel áfram og skemmtum okkur í dag þó dagurinn sé ekki eins og undanfarin ár. Verum saman og höfum gaman,“ sagði Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands. Sjávarútvegur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjómannadagurinn Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira
Sjómannadagurinn fer fram með óhefðbundnum hætti í dag vegna kórónuveirunnar. Engin hátíðarhöld eru í Reykjavík en á landsbyggðinni eru hátíðarhöld víðast hvar minni en alla jafna. Víðast hvar hefur hátíðarhöldum verið aflýst vegna faraldurs kórónuveirunnar. Á völdum stöðum fer þó óhefðbundin dagskrá fram og eru hátíðarhöld þá minni en alla jafna. Í Vestmannaeyjum fer sjómannamessa og minningarathöfn fram klukkan 13. Í Hrísey fara hátíðarhöld fram með heldur óbreyttu sniði. „Við erum byrjuð. Við byrjuðum hér klukkan 10 með siglingu og erum í henni núna. Tökum klukkutíma siglinu, það er ferjan og svo flestir smábárat sem eru hér í eynni,“ sagði Þröstur Jóhannsson, skipstjóri á Hríseyjarferjunni. Sjómannamessa fer fram klukkan rúmlega ellefu og munu ferjumenn síðan grilla pylsur ofan í mannskapinn. „Nú síðan verður börnunum boðið upp á að fara á slöngubát björgunarsveitarinnar. Það er alltaf vinsælt að fara hring og fara hratt. Veðrið býður upp á það í dag. Það er frábært veður, sunnangola það gerist ekki betra,“ sagði Þröstur. Hátíð hafsins sem haldin hefur verið við Gömlu höfnina í Reykjavík undanfarin ár hefur verið vel sótt. Í ár var hátíðinni aflýstHátíð hafsins Formaður Sjómannasambandsins segir daginn í ár ansi skrítinn enda er vaninn að margir komi saman og gleðjist með sjómönnum. Í dag hrósar hann sjómönnum fyrir varkárni á tímum kórónuveirunnar. Lítið var um smit á sjó. „Menn fóru bara í þetta af alvöru. Gerðu þetta vel. Hlýddu fyrirmælum sóttvarnarlæknis og landlækni og unnu þetta með útgerðunum sínum. Það er ekki annað hægt en að hrósa sjómönnum fyrir það hve duglegir þeir voru við þetta því þetta hefði getað orðið mjög alvarlegt ef marar sýkingar hefðu komið upp í skipin. Þá hefðu menn ekki haldið vinnunni. Til hamingju með daginn strákar og stelpur og allir bara. Gerum þetta vel áfram og skemmtum okkur í dag þó dagurinn sé ekki eins og undanfarin ár. Verum saman og höfum gaman,“ sagði Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands.
Sjávarútvegur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjómannadagurinn Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira