Því velt upp hvort yfirvöld hafi hunsað ábendingar um manninn sem grunaður er í máli Madeleine Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. júní 2020 20:24 Kate and Gerry McCann foreldrar Madeleine á blaðamannafundi í Berlín árið 2007. Vísir/getty Þýskir fjölmiðlar fjalla nú um hvort að rannsakendur á vegum þýsku sambandslögreglunnar hafi hunsað viðvaranir frá rannsakendum í Braunschweig árið 2013 varðandi Christian Brückner, sem þýska lögreglan grunar nú um að tengjast hvarfi hinnar bresku Madeleine McCann árið 2007. Greint hefur verið frá því að Brückner sé nú nú orðinn miðpunktur rannsóknar bresku rannsóknarlögreglunnar Scotland Yard á hvarfi Madeleine. Þýska lögreglan, sem einnig fer með rannsókn málsins, gengur út frá því að Madeleine sé látin. Í frétt Der Spiegel segir að árið 2013 hafi rannsakendur í Braunschweig fengið fjölmargar ábendingar í máli McCann eftir að þýskur glæpasjónvarpsþáttur fjallaði um hvarf hennar. Þar komu foreldrar McCann meðal annars fram þar sem þau báðu almenning um að veita upplýsingar um málið. Nafn Brückner, sem skráður var til heimilis í Braunschweig á þessum tíma, kom upp í rannsókn lögreglu þar en hann var og er góðkunningi lögreglunnar í Þýskalandi.Hann afplánar nú sjö ára fangelsisdóm í þýsku fangelsi fyrir nauðgun á eldri, bandarískri konu á Algarve í Portúgal þar sem fjölskylda Madeleine dvaldi þegar hún hvarf. Hann hafði áður hlotið dóma fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Rannsakendurnir í Braunschweig litu svo á að Brückner ætti að vera miðpunktur rannsóknar þýskra lögregluyfirvalda á hvarfi McCann. Sendu þeir skýrslur þess efnis til þýsku sambandslögreglunnar, sem hafði aldrei samband til baka, eitthvað sem rannsakendunum í Braunschweig þótti illskiljanlegt. Í vikunni var rætt við Christian Hoppe, einn af rannsakendum sambandslögreglunnar, í þýsku sjónvarpi þar sem hann sagði að upplýsingarnar sem lögreglan hafi fengið á sínum tíma um Brückner hafi ekki verið nægjanlegar til þess að hefja rannsókn á hendur honum, og hvað þá til að handtaka hann. Hvarf McCann vakti gríðarlega athygli á sínum tíma en hún var þriggja ára þegar síðast sást til hennar í fjölskyldufríi í Algarve í Portúgal. Hennar hefur nú verið saknað í þrettán ár. Bretland Madeleine McCann Þýskaland Tengdar fréttir Mál Madeleine McCann: Rannsaka hvort hinn grunaði tengist sambærilegu mannshvarfi Lögregla í Þýskalandi hefur tekið hvarf stúlkunnar Inga Gehrike, sem hvarf sporlaust árið 2015, þá fimm ára gömul, til rannsóknar á ný. 5. júní 2020 14:11 Sagður hafa setið á bar og játað aðild sína að hvarfi Madeleine Maðurinn sem nú er grunaður um að tengjast hvarfi Madeleine McCann, breskrar stúlku sem hvarf úr fjölskyldufríi í Portúgal í maí 2007, er sagður hafa játað aðild sína að hvarfi hennar þar sem hann sat og ræddi við mann á bar í Þýskalandi. 4. júní 2020 22:36 Þýska lögreglan telur að Madeleine sé látin „Við göngum út frá því að stúlkan sé látin,“ sagði Hans Christian Wolters, saksóknari í Þýskalandi á blaðamannafundi í dag. 4. júní 2020 12:21 Þýskur fangi grunaður um aðild að hvarfi Madeleine McCann Þýskur fangi á fimmtugsaldri er nú grunaður um að tengjast hvarfi bresku stúlkunnar Madeleine McCann, sem ekkert hefur spurst til síðan í maí árið 2007 er hún var í fríi með fjölskyldu sinni í Portúgal. 3. júní 2020 19:13 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Fleiri fréttir Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Sjá meira
Þýskir fjölmiðlar fjalla nú um hvort að rannsakendur á vegum þýsku sambandslögreglunnar hafi hunsað viðvaranir frá rannsakendum í Braunschweig árið 2013 varðandi Christian Brückner, sem þýska lögreglan grunar nú um að tengjast hvarfi hinnar bresku Madeleine McCann árið 2007. Greint hefur verið frá því að Brückner sé nú nú orðinn miðpunktur rannsóknar bresku rannsóknarlögreglunnar Scotland Yard á hvarfi Madeleine. Þýska lögreglan, sem einnig fer með rannsókn málsins, gengur út frá því að Madeleine sé látin. Í frétt Der Spiegel segir að árið 2013 hafi rannsakendur í Braunschweig fengið fjölmargar ábendingar í máli McCann eftir að þýskur glæpasjónvarpsþáttur fjallaði um hvarf hennar. Þar komu foreldrar McCann meðal annars fram þar sem þau báðu almenning um að veita upplýsingar um málið. Nafn Brückner, sem skráður var til heimilis í Braunschweig á þessum tíma, kom upp í rannsókn lögreglu þar en hann var og er góðkunningi lögreglunnar í Þýskalandi.Hann afplánar nú sjö ára fangelsisdóm í þýsku fangelsi fyrir nauðgun á eldri, bandarískri konu á Algarve í Portúgal þar sem fjölskylda Madeleine dvaldi þegar hún hvarf. Hann hafði áður hlotið dóma fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Rannsakendurnir í Braunschweig litu svo á að Brückner ætti að vera miðpunktur rannsóknar þýskra lögregluyfirvalda á hvarfi McCann. Sendu þeir skýrslur þess efnis til þýsku sambandslögreglunnar, sem hafði aldrei samband til baka, eitthvað sem rannsakendunum í Braunschweig þótti illskiljanlegt. Í vikunni var rætt við Christian Hoppe, einn af rannsakendum sambandslögreglunnar, í þýsku sjónvarpi þar sem hann sagði að upplýsingarnar sem lögreglan hafi fengið á sínum tíma um Brückner hafi ekki verið nægjanlegar til þess að hefja rannsókn á hendur honum, og hvað þá til að handtaka hann. Hvarf McCann vakti gríðarlega athygli á sínum tíma en hún var þriggja ára þegar síðast sást til hennar í fjölskyldufríi í Algarve í Portúgal. Hennar hefur nú verið saknað í þrettán ár.
Bretland Madeleine McCann Þýskaland Tengdar fréttir Mál Madeleine McCann: Rannsaka hvort hinn grunaði tengist sambærilegu mannshvarfi Lögregla í Þýskalandi hefur tekið hvarf stúlkunnar Inga Gehrike, sem hvarf sporlaust árið 2015, þá fimm ára gömul, til rannsóknar á ný. 5. júní 2020 14:11 Sagður hafa setið á bar og játað aðild sína að hvarfi Madeleine Maðurinn sem nú er grunaður um að tengjast hvarfi Madeleine McCann, breskrar stúlku sem hvarf úr fjölskyldufríi í Portúgal í maí 2007, er sagður hafa játað aðild sína að hvarfi hennar þar sem hann sat og ræddi við mann á bar í Þýskalandi. 4. júní 2020 22:36 Þýska lögreglan telur að Madeleine sé látin „Við göngum út frá því að stúlkan sé látin,“ sagði Hans Christian Wolters, saksóknari í Þýskalandi á blaðamannafundi í dag. 4. júní 2020 12:21 Þýskur fangi grunaður um aðild að hvarfi Madeleine McCann Þýskur fangi á fimmtugsaldri er nú grunaður um að tengjast hvarfi bresku stúlkunnar Madeleine McCann, sem ekkert hefur spurst til síðan í maí árið 2007 er hún var í fríi með fjölskyldu sinni í Portúgal. 3. júní 2020 19:13 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Fleiri fréttir Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Sjá meira
Mál Madeleine McCann: Rannsaka hvort hinn grunaði tengist sambærilegu mannshvarfi Lögregla í Þýskalandi hefur tekið hvarf stúlkunnar Inga Gehrike, sem hvarf sporlaust árið 2015, þá fimm ára gömul, til rannsóknar á ný. 5. júní 2020 14:11
Sagður hafa setið á bar og játað aðild sína að hvarfi Madeleine Maðurinn sem nú er grunaður um að tengjast hvarfi Madeleine McCann, breskrar stúlku sem hvarf úr fjölskyldufríi í Portúgal í maí 2007, er sagður hafa játað aðild sína að hvarfi hennar þar sem hann sat og ræddi við mann á bar í Þýskalandi. 4. júní 2020 22:36
Þýska lögreglan telur að Madeleine sé látin „Við göngum út frá því að stúlkan sé látin,“ sagði Hans Christian Wolters, saksóknari í Þýskalandi á blaðamannafundi í dag. 4. júní 2020 12:21
Þýskur fangi grunaður um aðild að hvarfi Madeleine McCann Þýskur fangi á fimmtugsaldri er nú grunaður um að tengjast hvarfi bresku stúlkunnar Madeleine McCann, sem ekkert hefur spurst til síðan í maí árið 2007 er hún var í fríi með fjölskyldu sinni í Portúgal. 3. júní 2020 19:13