Tilkynnti minnkandi atvinnuleysi og sagði það „frábæran dag fyrir George Floyd“ Sylvía Hall skrifar 5. júní 2020 21:32 Donald Trump á blaðamannafundinum í dag. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt blaðamannafund í dag þar sem hann fór yfir atvinnuleysi í landinu, sem hefur minnkað undanfarið eftir mikla aukningu í kórónuveirufaraldrinum. Atvinnuleysi í landinu mælist nú 13,3 prósent. Ummæli Trump um George Floyd vöktu þó meiri athygli en tölfræðin, en forsetinn sagði fréttirnar vera „frábærar“ fyrir Floyd sem lést fyrir tæplega tveimur vikur eftir að lögreglumaður hélt honum niðri vegna gruns um hann væri með falsaðan peningaseðil. Dauði Floyd hefur leitt til mótmæla um allan heim og óeirðir hafa verið í mörgum borgum Bandaríkjanna. Less than 24 hours after George Floyd’s memorial service, Trump called this a “great day” for Floyd and others "in terms of equality.”Despicable. pic.twitter.com/WD3YPy9t35— CAP Action (@CAPAction) June 5, 2020 „Vonandi er George að horfa niður núna að segja: Þetta er frábært fyrir landið okkar. Þetta er frábær dagur fyrir hann og þetta er frábær dagur fyrir alla. Þetta er frábær dagur fyrir alla. Þetta er frábær, frábær dagur varðandi jafnrétti,“ sagði forsetinn í ræðu sinni. Þá sagði hann jafnframt mikilvægt að allir fengju jafna meðferð í samskiptum við lögreglu, en mótmælin í Bandaríkjunum hafa verið að mestu vegna ofbeldi lögreglunnar í garð svartra í landinu. Biden fordæmir ummælin Ummælin hafa reitt marga til reiði enda þykir forsetinn hafa tæklað atburði undanfarna vikna illa. Skoðanakönnun Reuters leiddi í ljós að meirihluti Bandaríkjamanna væri óánægður með hvernig Trump hefur tekið á mótmælaöldunni, eða um 55 prósent svarenda. Á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt forsetann fyrir að segja fréttirnar gleðiefni fyrir Floyd er forsetaefni Demókrataflokksins Joe Biden. Sagði hann það fyrirlitlegt af forsetanum að leggja honum orð í munn. „Og sú staðreynd að hann gerði það á degi þar sem atvinnuleysi svartra jókst, atvinnuleysi rómanskra jókst, atvinnuleysi á meðal ungra svartra jókst til muna segir ykkur allt sem þið þurfið að vita um þennan mann og hvað skiptir hann máli,“ sagði Biden á kosningafundi í Delaware. Á vef BBC kemur þó fram að tölfræði Biden varðandi atvinnuleysi á meðal rómanskra hafi verið röng en það minnkaði um rúmlega eitt prósent. Atvinnuleysi á meðal svartra fór þó úr 16,4 prósentum í 16,8 prósent á meðan það fór niður um 0,6 prósentustig á meðal hvítra í landinu. Þá segir Biden Trump draga fram það versta í mörgum Bandaríkjamönnum og það væru sennilega tíu til fimmtán prósent samfélagsins sem væru almennt „ekki gott fólk“. Bandaríkin Black Lives Matter Dauði George Floyd Donald Trump Tengdar fréttir Borgarstjóri Washington nefndi torg til heiðurs Black Lives Matter Muriel Bowser borgarstjóri Washington D.C. hefur breytt nafni torgs fyrir utan Hvíta húsið í Black Lives Matter torgið. 5. júní 2020 20:59 George Floyd minnst í Minneapolis Minningarathöfn um George Floyd, svartan Bandaríkjamann sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í síðustu viku, stendur nú yfir í Minneapolis. Enn er mótmælt víðs vegar um heiminn. 4. júní 2020 18:45 Morðingi svarta skokkarans sagður hafa kallað hann rasísku nafni Sérstakur saksóknari sem rannsakar morðið á Ahmaud Arbery, svörtum skokkara, í Georgíu í Bandaríkjunum segir að einn mannanna sem voru handteknir vegna morðsins hafi kallað Arbery rasísku nafni eftir að hafa skotið hann með haglabyssu. 4. júní 2020 16:26 Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt blaðamannafund í dag þar sem hann fór yfir atvinnuleysi í landinu, sem hefur minnkað undanfarið eftir mikla aukningu í kórónuveirufaraldrinum. Atvinnuleysi í landinu mælist nú 13,3 prósent. Ummæli Trump um George Floyd vöktu þó meiri athygli en tölfræðin, en forsetinn sagði fréttirnar vera „frábærar“ fyrir Floyd sem lést fyrir tæplega tveimur vikur eftir að lögreglumaður hélt honum niðri vegna gruns um hann væri með falsaðan peningaseðil. Dauði Floyd hefur leitt til mótmæla um allan heim og óeirðir hafa verið í mörgum borgum Bandaríkjanna. Less than 24 hours after George Floyd’s memorial service, Trump called this a “great day” for Floyd and others "in terms of equality.”Despicable. pic.twitter.com/WD3YPy9t35— CAP Action (@CAPAction) June 5, 2020 „Vonandi er George að horfa niður núna að segja: Þetta er frábært fyrir landið okkar. Þetta er frábær dagur fyrir hann og þetta er frábær dagur fyrir alla. Þetta er frábær dagur fyrir alla. Þetta er frábær, frábær dagur varðandi jafnrétti,“ sagði forsetinn í ræðu sinni. Þá sagði hann jafnframt mikilvægt að allir fengju jafna meðferð í samskiptum við lögreglu, en mótmælin í Bandaríkjunum hafa verið að mestu vegna ofbeldi lögreglunnar í garð svartra í landinu. Biden fordæmir ummælin Ummælin hafa reitt marga til reiði enda þykir forsetinn hafa tæklað atburði undanfarna vikna illa. Skoðanakönnun Reuters leiddi í ljós að meirihluti Bandaríkjamanna væri óánægður með hvernig Trump hefur tekið á mótmælaöldunni, eða um 55 prósent svarenda. Á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt forsetann fyrir að segja fréttirnar gleðiefni fyrir Floyd er forsetaefni Demókrataflokksins Joe Biden. Sagði hann það fyrirlitlegt af forsetanum að leggja honum orð í munn. „Og sú staðreynd að hann gerði það á degi þar sem atvinnuleysi svartra jókst, atvinnuleysi rómanskra jókst, atvinnuleysi á meðal ungra svartra jókst til muna segir ykkur allt sem þið þurfið að vita um þennan mann og hvað skiptir hann máli,“ sagði Biden á kosningafundi í Delaware. Á vef BBC kemur þó fram að tölfræði Biden varðandi atvinnuleysi á meðal rómanskra hafi verið röng en það minnkaði um rúmlega eitt prósent. Atvinnuleysi á meðal svartra fór þó úr 16,4 prósentum í 16,8 prósent á meðan það fór niður um 0,6 prósentustig á meðal hvítra í landinu. Þá segir Biden Trump draga fram það versta í mörgum Bandaríkjamönnum og það væru sennilega tíu til fimmtán prósent samfélagsins sem væru almennt „ekki gott fólk“.
Bandaríkin Black Lives Matter Dauði George Floyd Donald Trump Tengdar fréttir Borgarstjóri Washington nefndi torg til heiðurs Black Lives Matter Muriel Bowser borgarstjóri Washington D.C. hefur breytt nafni torgs fyrir utan Hvíta húsið í Black Lives Matter torgið. 5. júní 2020 20:59 George Floyd minnst í Minneapolis Minningarathöfn um George Floyd, svartan Bandaríkjamann sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í síðustu viku, stendur nú yfir í Minneapolis. Enn er mótmælt víðs vegar um heiminn. 4. júní 2020 18:45 Morðingi svarta skokkarans sagður hafa kallað hann rasísku nafni Sérstakur saksóknari sem rannsakar morðið á Ahmaud Arbery, svörtum skokkara, í Georgíu í Bandaríkjunum segir að einn mannanna sem voru handteknir vegna morðsins hafi kallað Arbery rasísku nafni eftir að hafa skotið hann með haglabyssu. 4. júní 2020 16:26 Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira
Borgarstjóri Washington nefndi torg til heiðurs Black Lives Matter Muriel Bowser borgarstjóri Washington D.C. hefur breytt nafni torgs fyrir utan Hvíta húsið í Black Lives Matter torgið. 5. júní 2020 20:59
George Floyd minnst í Minneapolis Minningarathöfn um George Floyd, svartan Bandaríkjamann sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í síðustu viku, stendur nú yfir í Minneapolis. Enn er mótmælt víðs vegar um heiminn. 4. júní 2020 18:45
Morðingi svarta skokkarans sagður hafa kallað hann rasísku nafni Sérstakur saksóknari sem rannsakar morðið á Ahmaud Arbery, svörtum skokkara, í Georgíu í Bandaríkjunum segir að einn mannanna sem voru handteknir vegna morðsins hafi kallað Arbery rasísku nafni eftir að hafa skotið hann með haglabyssu. 4. júní 2020 16:26