„Það sem er á borðinu í dag virðist ekki duga, það er ljóst“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. júní 2020 14:37 Samninganefnd hjúkrunarfræðinga hjá Ríkissáttasemjara. Vísir/Sigurjón „Þessar niðurstöður eru að mínu mati mjög afgerandi þannig að við bara förum í þetta að stefna á verkfall mánudaginn 22. júní klukkan 08:00,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, í samtali við fréttastofu. Félagsmenn sem starfa samkvæmt kjarasamningi Fíh og fjármála- og efnahagsmálaráðherra samþykktu í dag verkfallsboð með 85,5 prósentum greiddra atkvæða. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar voru kynntar um hálf tvö í dag en boðað var til atkvæðagreiðslunnar á þriðjudaginn síðastliðinn eftir að fundi samninganefnda Fíh og ríkisins var slitið. Annar fundur er fyrirhugaður á mánudaginn næstkomandi. „Það er aldrei gott að fara í verkfall og það að boða til verkfalls er í rauninni eitt síðasta úrræðið sem stéttarfélag vill beita. Nú eru þetta orðnir tæpir fimmtán mánuðir í heildina og það er rúmur mánuður frá því að kjarasamningurinn sem skrifað var undir var felldur,“ segir Guðbjörg. „Við sjáum ekki fram á annað og það ber það mikið í milli að við sjáum enga aðra leið eins og staðan er núna en við erum alveg tilbúin í samtalið og við ætlum að gera það.“ Viðræður hafa nú staðið yfir í rúman mánuð síðan kjarasamningur var felldur í lok apríl en hjúkrunarfræðingar hafa verið samningslausir síðan í lok mars 2019. „Eftir að samningurinn var felldur fyrir rúmum mánuði þá gerðum við könnun meðal okkar félagsmanna og fengum þar fram mjög afgerandi niðurstöðu í það hvað það var sem fólki fannst ábótavant og það er frekari hækkun grunnlauna.“ „Það samtal hefur ekki gengið eftir sem skyldi og það ber enn það mikið í milli og það er greinilegt með þessum skilaboðum, við erum að fá enn skýrari skilaboð frá félagsmönnum að þeir vilja að við höldum áfram baráttunni og við gerum það að sjálfsögðu,“ segir Guðbjörg. „Það eru gögn á borðinu sem við höfum verið að vinna með bæði frá fyrri samningi sem var felldur og eins auðvitað það sem við höfum verið að vinna að síðast liðinn mánuð. Þannig að við erum auðvitað með heilmikla vinnu á borðinu, við erum ekki alveg á núlli þar.“ „Það sem er á borðinu í dag virðist ekki duga, það er ljóst.“ Kjaramál Verkföll 2020 Landspítalinn Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar samþykkja verkfallsaðgerðir Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur boðar til verkfallsaðgerða hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu. Málið var lagt til atkvæðagreiðslu sem lauk nú á hádegi og tóku 82,2 prósent þeirra hjúkrunarfræðinga sem starfa á ofangreindum samningi. 5. júní 2020 13:38 Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga boðar atkvæðagreiðslu um verkfall Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Fíh, hefur ákveðið að boða til rafrænnar atkvæðagreiðslu meðal hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu um verkfallsaðgerðir. 2. júní 2020 16:37 Hjúkrunarfræðingar funda í Karphúsinu Fundur er hafinn í húsakynnum ríkissáttasemjara milli samninganefnda ríkisins og hjúkrunarfræðinga. 2. júní 2020 15:20 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fleiri fréttir Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Sjá meira
„Þessar niðurstöður eru að mínu mati mjög afgerandi þannig að við bara förum í þetta að stefna á verkfall mánudaginn 22. júní klukkan 08:00,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, í samtali við fréttastofu. Félagsmenn sem starfa samkvæmt kjarasamningi Fíh og fjármála- og efnahagsmálaráðherra samþykktu í dag verkfallsboð með 85,5 prósentum greiddra atkvæða. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar voru kynntar um hálf tvö í dag en boðað var til atkvæðagreiðslunnar á þriðjudaginn síðastliðinn eftir að fundi samninganefnda Fíh og ríkisins var slitið. Annar fundur er fyrirhugaður á mánudaginn næstkomandi. „Það er aldrei gott að fara í verkfall og það að boða til verkfalls er í rauninni eitt síðasta úrræðið sem stéttarfélag vill beita. Nú eru þetta orðnir tæpir fimmtán mánuðir í heildina og það er rúmur mánuður frá því að kjarasamningurinn sem skrifað var undir var felldur,“ segir Guðbjörg. „Við sjáum ekki fram á annað og það ber það mikið í milli að við sjáum enga aðra leið eins og staðan er núna en við erum alveg tilbúin í samtalið og við ætlum að gera það.“ Viðræður hafa nú staðið yfir í rúman mánuð síðan kjarasamningur var felldur í lok apríl en hjúkrunarfræðingar hafa verið samningslausir síðan í lok mars 2019. „Eftir að samningurinn var felldur fyrir rúmum mánuði þá gerðum við könnun meðal okkar félagsmanna og fengum þar fram mjög afgerandi niðurstöðu í það hvað það var sem fólki fannst ábótavant og það er frekari hækkun grunnlauna.“ „Það samtal hefur ekki gengið eftir sem skyldi og það ber enn það mikið í milli og það er greinilegt með þessum skilaboðum, við erum að fá enn skýrari skilaboð frá félagsmönnum að þeir vilja að við höldum áfram baráttunni og við gerum það að sjálfsögðu,“ segir Guðbjörg. „Það eru gögn á borðinu sem við höfum verið að vinna með bæði frá fyrri samningi sem var felldur og eins auðvitað það sem við höfum verið að vinna að síðast liðinn mánuð. Þannig að við erum auðvitað með heilmikla vinnu á borðinu, við erum ekki alveg á núlli þar.“ „Það sem er á borðinu í dag virðist ekki duga, það er ljóst.“
Kjaramál Verkföll 2020 Landspítalinn Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar samþykkja verkfallsaðgerðir Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur boðar til verkfallsaðgerða hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu. Málið var lagt til atkvæðagreiðslu sem lauk nú á hádegi og tóku 82,2 prósent þeirra hjúkrunarfræðinga sem starfa á ofangreindum samningi. 5. júní 2020 13:38 Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga boðar atkvæðagreiðslu um verkfall Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Fíh, hefur ákveðið að boða til rafrænnar atkvæðagreiðslu meðal hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu um verkfallsaðgerðir. 2. júní 2020 16:37 Hjúkrunarfræðingar funda í Karphúsinu Fundur er hafinn í húsakynnum ríkissáttasemjara milli samninganefnda ríkisins og hjúkrunarfræðinga. 2. júní 2020 15:20 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fleiri fréttir Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar samþykkja verkfallsaðgerðir Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur boðar til verkfallsaðgerða hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu. Málið var lagt til atkvæðagreiðslu sem lauk nú á hádegi og tóku 82,2 prósent þeirra hjúkrunarfræðinga sem starfa á ofangreindum samningi. 5. júní 2020 13:38
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga boðar atkvæðagreiðslu um verkfall Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Fíh, hefur ákveðið að boða til rafrænnar atkvæðagreiðslu meðal hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu um verkfallsaðgerðir. 2. júní 2020 16:37
Hjúkrunarfræðingar funda í Karphúsinu Fundur er hafinn í húsakynnum ríkissáttasemjara milli samninganefnda ríkisins og hjúkrunarfræðinga. 2. júní 2020 15:20