Telur Ísland ekki vera að heltast úr markaðssetningarlestinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. júní 2020 20:42 Ferðamenn gætu farið að tínast til landsins næsu mánuði. Vísir/vilhelm Ferðamenn sem líklegir eru til millilandaferðalaga næstu mánuði telja Ísland einn af öruggustu áfangastöðum sem völ er á með tilliti til kórónuveirufaraldursins. Þetta herma niðurstöður könnunar á vegum Íslandsstofu sem lögð var fyrir Breta, Bandaríkjamenn og Þjóðverja. Fagstjóri neytendamarkaðssetningar hjá Íslandsstofu segir að erlend fjölmiðlaumfjöllun um góðan árangur Íslands í baráttunni við veiruna hafi verið góð markaðssetning og Ísland sé því ekki að missa af lestinni í þeim efnum. Því var velt upp í Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar í gær að þegar leitað væri á netinu að öruggustu löndum heims með tilliti til kórónuveirunnar kæmu upp listar hvar Ísland væri hvergi að finna. Lýst var yfir áhyggjum af því að Ísland væri þannig að missa af lestinni hvað varðar markaðssetningu sem öruggt Covid-land á erlendri grundu. Daði Guðjónsson fagstjóri neytendamarkaðssetningar hjá Íslandsstofu ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann vildi ekki taka undir að Ísland væri að missa af lestinni og benti á niðurstöður könnunar á vegum Íslandsstofu sem lögð var fyrir innan „kjarnamarkaðssvæða“, þ.e. Bretlandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum. „Þar kemur bersýnilega í ljós að það ríkir mikið traust gagnvart Íslandi sem áfangastað og sem landi að berjast gegn Covid-19. Eins og hefur komið fram í fréttum, Ísland skapar sér heimsathygli fyrir árangurinn,“ sagði Daði. „Þegar fólk er spurt opið, hvaða löndum treystirðu og Ísland er þar á meðal, 70 prósent af þessum ferðamönnum sem eru líklegri til að ferðast fyrr en aðrir þegar landamæri fara að opnast segjast treysta Íslandi gagnvart því að taka vel á málefnum varðandi Covid-19. Við erum þar á pari við Danmörku, Þýskaland og Kanada.“ Þá benti Daði á að umfjöllun erlendra fjölmiðla um árangur Íslands í baráttunni við veiruna hefði verið mjög mikil – og komið Íslandi rækilega á kortið í þessum efnum. „Það má líka geta þess að bara frá í lok febrúar og fram í miðjan maí var búið að birta um 50 þúsund fréttir í erlendum miðlum um árangur Íslands í tengslum við Covid. Og við sjáum það bersýnilega í könnununni að það er að skila sér til ferðamannanna sem eru kannski að huga að ferðalagi á næstu mánuðum og við erum á meðal þeirra efstu af löndunum sem eru að vinna gegn þessu ástandi,“ sagði Daði. „En þetta er áskorun með Ísland og smæð landsins að við fáum ekki að vera með á þessum listum því verg landsframleiðsla er ekki nógu há til að þeir taki okkur inn á þessa lista.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Auglýsingastofan umdeilda ætlar að herja á tvær túristatýpur Auglýsingaherferð bresku auglýsingastofunnar M&C Saatchi og íslensku auglýsingastofunnar Peel í tengslum við markaðsverkefnið „Ísland - Saman í sókn“ mun herja á tvær týpur af ferðamönnum sem forsvarsmenn M&C Saatchi telja líklegri en aðrir til þess að ferðast núna. 4. júní 2020 20:15 Gjaldþrot blasir við fjölda ferðaskrifstofa Gjaldþrot blasir við stórum hluta þeirra rúmlega þrjúhundruð ferðaskrifstofa sem starfa í landinu vegna algers tekjuhruns. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir enga lausn blasa við sem komi bæði til móts við ferðaskrifstofur og viðskiptavini þeirra. 4. júní 2020 13:36 Þúsundir Breta hyggja á vetrarferð til Íslands Bretar eru sagðir hafa mikinn áhuga á norðurljósum. 4. júní 2020 07:24 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira
Ferðamenn sem líklegir eru til millilandaferðalaga næstu mánuði telja Ísland einn af öruggustu áfangastöðum sem völ er á með tilliti til kórónuveirufaraldursins. Þetta herma niðurstöður könnunar á vegum Íslandsstofu sem lögð var fyrir Breta, Bandaríkjamenn og Þjóðverja. Fagstjóri neytendamarkaðssetningar hjá Íslandsstofu segir að erlend fjölmiðlaumfjöllun um góðan árangur Íslands í baráttunni við veiruna hafi verið góð markaðssetning og Ísland sé því ekki að missa af lestinni í þeim efnum. Því var velt upp í Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar í gær að þegar leitað væri á netinu að öruggustu löndum heims með tilliti til kórónuveirunnar kæmu upp listar hvar Ísland væri hvergi að finna. Lýst var yfir áhyggjum af því að Ísland væri þannig að missa af lestinni hvað varðar markaðssetningu sem öruggt Covid-land á erlendri grundu. Daði Guðjónsson fagstjóri neytendamarkaðssetningar hjá Íslandsstofu ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann vildi ekki taka undir að Ísland væri að missa af lestinni og benti á niðurstöður könnunar á vegum Íslandsstofu sem lögð var fyrir innan „kjarnamarkaðssvæða“, þ.e. Bretlandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum. „Þar kemur bersýnilega í ljós að það ríkir mikið traust gagnvart Íslandi sem áfangastað og sem landi að berjast gegn Covid-19. Eins og hefur komið fram í fréttum, Ísland skapar sér heimsathygli fyrir árangurinn,“ sagði Daði. „Þegar fólk er spurt opið, hvaða löndum treystirðu og Ísland er þar á meðal, 70 prósent af þessum ferðamönnum sem eru líklegri til að ferðast fyrr en aðrir þegar landamæri fara að opnast segjast treysta Íslandi gagnvart því að taka vel á málefnum varðandi Covid-19. Við erum þar á pari við Danmörku, Þýskaland og Kanada.“ Þá benti Daði á að umfjöllun erlendra fjölmiðla um árangur Íslands í baráttunni við veiruna hefði verið mjög mikil – og komið Íslandi rækilega á kortið í þessum efnum. „Það má líka geta þess að bara frá í lok febrúar og fram í miðjan maí var búið að birta um 50 þúsund fréttir í erlendum miðlum um árangur Íslands í tengslum við Covid. Og við sjáum það bersýnilega í könnununni að það er að skila sér til ferðamannanna sem eru kannski að huga að ferðalagi á næstu mánuðum og við erum á meðal þeirra efstu af löndunum sem eru að vinna gegn þessu ástandi,“ sagði Daði. „En þetta er áskorun með Ísland og smæð landsins að við fáum ekki að vera með á þessum listum því verg landsframleiðsla er ekki nógu há til að þeir taki okkur inn á þessa lista.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Auglýsingastofan umdeilda ætlar að herja á tvær túristatýpur Auglýsingaherferð bresku auglýsingastofunnar M&C Saatchi og íslensku auglýsingastofunnar Peel í tengslum við markaðsverkefnið „Ísland - Saman í sókn“ mun herja á tvær týpur af ferðamönnum sem forsvarsmenn M&C Saatchi telja líklegri en aðrir til þess að ferðast núna. 4. júní 2020 20:15 Gjaldþrot blasir við fjölda ferðaskrifstofa Gjaldþrot blasir við stórum hluta þeirra rúmlega þrjúhundruð ferðaskrifstofa sem starfa í landinu vegna algers tekjuhruns. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir enga lausn blasa við sem komi bæði til móts við ferðaskrifstofur og viðskiptavini þeirra. 4. júní 2020 13:36 Þúsundir Breta hyggja á vetrarferð til Íslands Bretar eru sagðir hafa mikinn áhuga á norðurljósum. 4. júní 2020 07:24 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira
Auglýsingastofan umdeilda ætlar að herja á tvær túristatýpur Auglýsingaherferð bresku auglýsingastofunnar M&C Saatchi og íslensku auglýsingastofunnar Peel í tengslum við markaðsverkefnið „Ísland - Saman í sókn“ mun herja á tvær týpur af ferðamönnum sem forsvarsmenn M&C Saatchi telja líklegri en aðrir til þess að ferðast núna. 4. júní 2020 20:15
Gjaldþrot blasir við fjölda ferðaskrifstofa Gjaldþrot blasir við stórum hluta þeirra rúmlega þrjúhundruð ferðaskrifstofa sem starfa í landinu vegna algers tekjuhruns. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir enga lausn blasa við sem komi bæði til móts við ferðaskrifstofur og viðskiptavini þeirra. 4. júní 2020 13:36
Þúsundir Breta hyggja á vetrarferð til Íslands Bretar eru sagðir hafa mikinn áhuga á norðurljósum. 4. júní 2020 07:24