Foreldrar langveikra barna hafi ekki haft annarra kosta völ en að fara í verndarsóttkví Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. júní 2020 16:10 Vísir/Vilhelm Guðrún Helga Harðardóttir, framkvæmdastjóri og fjölskyldufræðingur Einstakra barna, segir að foreldrar barna með fötlun sem og foreldrar langveikra barna hafi farið afar illa út úr kórónuveirufaraldrinum, bæði andlega og efnahagslega. „Okkar hópur stóð frammi fyrir því að þurfa að fara í verndarsóttkví. Í mjög mörgum tilfellum þurftu báðir foreldrar að fara heim. Það er tvíþætt, annars vegar getur annað foreldrið borið heim sjúkdóminn og hins vegar þarf barnið, sem er með veikindi eða fötlun, tvo til umönnunar.“ „Þetta fólk hefur ekkert val í þessum aðstæðum. Þetta snýst um baráttu upp á líf og dauða. Ef svona sjúkdómur kemst í tæri við mörg af þessum börnum hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum. Það er því miður staðreynd.“ Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, undirritaði þessar breytingar á reglugerð um fjárhagslega aðstoð við framfærendur fatlaðra og langveikra barna á dögunum en samkvæmt breytingum verður heimilt að greiða þeim eingreiðslu sem nemur 25% af umönnunargreiðslum fyrir einn mánuð vegna faraldursins. Guðrún Helga segir að allt sem komi til móts við hópinn sé af hinu góða en eingreiðslan sé því miður ekki nema dropi í hafið. Hópurinn hafi ítrekað kallað eftir launagreiðslum í verndarsóttkví en stjórnvöld ekki orðið við þörfum þeirra. „Okkur hefði þótt langbest ef stjórnvöld hefðu gripið inn í og tryggt þessum fjölskyldum launagreiðslur í þessa tvo mánuði á meðan á faraldrinum stóð. Hvernig sem það hefði verið útfært við vinnuveitendur og kerfið. […] Við vitum að einstaklingunum sem fóru í sóttkví voru tryggð laun áfram hjá vinnuveitanda en þeir sem fóru í varnarsóttkví tilheyrðu ekki þeim hópi.“ Guðrún Helga segir að margir foreldrar sem voru á vinnumarkaði hafi skyndilega misst framfærslu sem sé nauðsynleg öllum, en sérstaklega þeim sem hafa fötluð eða langveik börn á framfæri. Foreldrarnir hafi annað hvort verið látnir taka út sumarfríið sitt eða fara í launalaust frí. Sami hópur muni lenda á vegg þegar stofnanir tengdar börnum þeirra fari í sumarfrí. „Þetta er ekkert um gríðarlega stór hópur þannig að það væri ekki stórvægilegt mál fyrir stjórnvöld að grípa inn í og laga þetta launatap fjölskyldnanna. Þótt þetta sé ekki fjölmennur hópur þá er þetta hópur sem er með þunga umönnunarþörf. Þeir sem fóru í verndarsóttkví misstu líka heimahjúkrun, liðveislu og alla aðra þjónustu á heimilinu. Foreldrarnir hafa því þurft að leggja gríðarlega vinnu í að sinna allri umönnun og allri hjúkrun ásamt því að vera foreldrar í Covid-ástandi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Félagsmál Tengdar fréttir Fólkið sem má ekki hitta neinn Talið er að hátt í sjötíu þúsund Íslendingar, ungir og aldnir, tilheyri áhættuhópum og eru taldir líklegri til að veikjast alvarlega af völdum veirunnar en aðrir. Þetta fólk hefur meira og minna verið í svokallaðri verndarsóttkví frá byrjun mars og það sér ekki fyrir endann á henni. 27. apríl 2020 08:30 Móðir langveiks barns segir það skjóta skökku við að vera ekki tryggð laun Móðir langveiks barns segir það skjóta skökku við að foreldrar langveikra barna sem eru í verndarsóttkví samkvæmt beinum tilmælum Embættis Landlæknis fái ekki tryggð laun. 30. mars 2020 19:15 Þau sem eru í verndarsóttkví hafa ekki tryggð réttindi Fólk í viðkvæmum hópum með alvarlega sjúkdóma er beðið um að fara í verndarsóttkví. 24. mars 2020 19:50 Mest lesið Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
Guðrún Helga Harðardóttir, framkvæmdastjóri og fjölskyldufræðingur Einstakra barna, segir að foreldrar barna með fötlun sem og foreldrar langveikra barna hafi farið afar illa út úr kórónuveirufaraldrinum, bæði andlega og efnahagslega. „Okkar hópur stóð frammi fyrir því að þurfa að fara í verndarsóttkví. Í mjög mörgum tilfellum þurftu báðir foreldrar að fara heim. Það er tvíþætt, annars vegar getur annað foreldrið borið heim sjúkdóminn og hins vegar þarf barnið, sem er með veikindi eða fötlun, tvo til umönnunar.“ „Þetta fólk hefur ekkert val í þessum aðstæðum. Þetta snýst um baráttu upp á líf og dauða. Ef svona sjúkdómur kemst í tæri við mörg af þessum börnum hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum. Það er því miður staðreynd.“ Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, undirritaði þessar breytingar á reglugerð um fjárhagslega aðstoð við framfærendur fatlaðra og langveikra barna á dögunum en samkvæmt breytingum verður heimilt að greiða þeim eingreiðslu sem nemur 25% af umönnunargreiðslum fyrir einn mánuð vegna faraldursins. Guðrún Helga segir að allt sem komi til móts við hópinn sé af hinu góða en eingreiðslan sé því miður ekki nema dropi í hafið. Hópurinn hafi ítrekað kallað eftir launagreiðslum í verndarsóttkví en stjórnvöld ekki orðið við þörfum þeirra. „Okkur hefði þótt langbest ef stjórnvöld hefðu gripið inn í og tryggt þessum fjölskyldum launagreiðslur í þessa tvo mánuði á meðan á faraldrinum stóð. Hvernig sem það hefði verið útfært við vinnuveitendur og kerfið. […] Við vitum að einstaklingunum sem fóru í sóttkví voru tryggð laun áfram hjá vinnuveitanda en þeir sem fóru í varnarsóttkví tilheyrðu ekki þeim hópi.“ Guðrún Helga segir að margir foreldrar sem voru á vinnumarkaði hafi skyndilega misst framfærslu sem sé nauðsynleg öllum, en sérstaklega þeim sem hafa fötluð eða langveik börn á framfæri. Foreldrarnir hafi annað hvort verið látnir taka út sumarfríið sitt eða fara í launalaust frí. Sami hópur muni lenda á vegg þegar stofnanir tengdar börnum þeirra fari í sumarfrí. „Þetta er ekkert um gríðarlega stór hópur þannig að það væri ekki stórvægilegt mál fyrir stjórnvöld að grípa inn í og laga þetta launatap fjölskyldnanna. Þótt þetta sé ekki fjölmennur hópur þá er þetta hópur sem er með þunga umönnunarþörf. Þeir sem fóru í verndarsóttkví misstu líka heimahjúkrun, liðveislu og alla aðra þjónustu á heimilinu. Foreldrarnir hafa því þurft að leggja gríðarlega vinnu í að sinna allri umönnun og allri hjúkrun ásamt því að vera foreldrar í Covid-ástandi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Félagsmál Tengdar fréttir Fólkið sem má ekki hitta neinn Talið er að hátt í sjötíu þúsund Íslendingar, ungir og aldnir, tilheyri áhættuhópum og eru taldir líklegri til að veikjast alvarlega af völdum veirunnar en aðrir. Þetta fólk hefur meira og minna verið í svokallaðri verndarsóttkví frá byrjun mars og það sér ekki fyrir endann á henni. 27. apríl 2020 08:30 Móðir langveiks barns segir það skjóta skökku við að vera ekki tryggð laun Móðir langveiks barns segir það skjóta skökku við að foreldrar langveikra barna sem eru í verndarsóttkví samkvæmt beinum tilmælum Embættis Landlæknis fái ekki tryggð laun. 30. mars 2020 19:15 Þau sem eru í verndarsóttkví hafa ekki tryggð réttindi Fólk í viðkvæmum hópum með alvarlega sjúkdóma er beðið um að fara í verndarsóttkví. 24. mars 2020 19:50 Mest lesið Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
Fólkið sem má ekki hitta neinn Talið er að hátt í sjötíu þúsund Íslendingar, ungir og aldnir, tilheyri áhættuhópum og eru taldir líklegri til að veikjast alvarlega af völdum veirunnar en aðrir. Þetta fólk hefur meira og minna verið í svokallaðri verndarsóttkví frá byrjun mars og það sér ekki fyrir endann á henni. 27. apríl 2020 08:30
Móðir langveiks barns segir það skjóta skökku við að vera ekki tryggð laun Móðir langveiks barns segir það skjóta skökku við að foreldrar langveikra barna sem eru í verndarsóttkví samkvæmt beinum tilmælum Embættis Landlæknis fái ekki tryggð laun. 30. mars 2020 19:15
Þau sem eru í verndarsóttkví hafa ekki tryggð réttindi Fólk í viðkvæmum hópum með alvarlega sjúkdóma er beðið um að fara í verndarsóttkví. 24. mars 2020 19:50