Ritsóðinn Helgi Seljan Páll Steingrímsson skrifar 4. júní 2020 14:30 Helgi Seljan, fréttamaður Ríkisútvarpsins, hefur undanfarið farið mikinn á samfélagsmiðlum þar sem hann lýsir vanþóknun sinni á nafngreindum einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum. Í þessum skrifum virðist hann hafa kosið að líta alfarið framhjá þeim siðareglum sem hann er bundinn af sem starfsmaður ríkisfjölmiðilsins. Mér var bent á færslu sem Helgi skrifaði á Facebook miðvikudaginn 27. maí um Helga Vífil Júlíusson, blaðamann Markaðarins á Fréttablaðinu, sem var bæði ósvífin og rætin. Tilefni skrifanna var pistill Helga Vífils þar sem hann fjallaði um breytt eignarhald á Samherja hf. á öðrum nótum en þau æsifrétta- og reiðiskrif sem birst hafa í fjölmiðlum síðustu daga. Í stað þess að svara Helga Vífli með rökum fór Helgi Seljan í beint í manninn, rifjaði upp mál föður Helga Vífils sem var nýverið sakfelldur í sakamáli í Landsrétti, og réðst þannig ósmekklega að kollega sínum á öðrum fjölmiðli og fjölskyldu hans. Erfitt er að sjá hvernig mál föður Helga Vífils tengist pistlaskrifum sonarins og lesendur geta sjálfir dæmt um hversu smekklegt það er að blanda þessu tvennu saman. Í starfi sínu sem fréttamaður er Helgi Seljan ekki aðeins bundinn af vinnureglum fréttastofu Ríkisútvarpsins, sem fjalla um það hvernig fréttamenn eigi að bera sig að í starfi, heldur er hann einnig bundin af siðareglum Ríkisútvarpsins, eins og allir aðrir starfsmenn stofnunarinnar. Í 2. gr. umræddra siðareglna segir: „Starfsfólk rýrir ekki trúverðugleika Ríkisútvarpsins með ámælisverðri framkomu, skeytingarleysi um lög eða virðingarleysi við mannhelgi og mannréttindi.“ Í 3. gr. reglnanna kemur svo skýrt fram að starfsfólk RÚV taki ekki opinberlega afstöðu í umræðu um umdeild mál. Þar segir: „Starfsfólk, sem sinnir umfjöllun um fréttir, fréttatengt efni og dagskrárgerð tekur ekki opinberlega afstöðu í umræðu um pólitísk málefni eða umdeild mál í þjóðfélagsumræðunni, þ. á m. á samfélagsmiðlum.“ Þessi einföldu fyrirmæli virðast ekki gilda um ritsóðann Helga Seljan. Því hann ræðst ítrekað að fólki og fyrirtækjum, sendir mönnum tóninn og tekur afstöðu í pólitískt viðkvæmum málum á samfélagsmiðlum. Þetta hefur hann gert að því er virðist án nokkurra athugasemda frá yfirmönnum sínum hjá Ríkisútvarpinu. Það virðist ekki skipta Stefán Eiríksson, útvarpsstjóra, nokkru máli að einn af þekktustu starfsmönnum stofnunarinnar þverbrjóti ítrekað siðareglur hennar á opinberum vettvangi. Helgi Seljan hefur áður sætt aðfinnslum opinberlega fyrir framgöngu sína á Facebook og Twitter. Hér má nefna pistil Andrésar Magnússonar, fjölmiðlarýnis Viðskiptablaðsins, sem birtist í vefútgáfu miðilsins hinn 12. janúar síðastliðinn. Þar voru færð rök fyrir því að Helgi hefði brotið siðareglurnar með skrifum sínum. „Það getur ekki hafa farið fram hjá yfirstjórn RÚV ohf., hvorki stjórn né æðstu yfirmönnum í Efstaleiti. Samt viðgengst það,“ skrifaði fjölmiðlarýnirinn. Og brotin viðgangast enn. Spurningin er bara, hversu lengi? Höfundur er skipstjóri og starfar hjá Samherja hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Páll Steingrímsson Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Helgi Seljan, fréttamaður Ríkisútvarpsins, hefur undanfarið farið mikinn á samfélagsmiðlum þar sem hann lýsir vanþóknun sinni á nafngreindum einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum. Í þessum skrifum virðist hann hafa kosið að líta alfarið framhjá þeim siðareglum sem hann er bundinn af sem starfsmaður ríkisfjölmiðilsins. Mér var bent á færslu sem Helgi skrifaði á Facebook miðvikudaginn 27. maí um Helga Vífil Júlíusson, blaðamann Markaðarins á Fréttablaðinu, sem var bæði ósvífin og rætin. Tilefni skrifanna var pistill Helga Vífils þar sem hann fjallaði um breytt eignarhald á Samherja hf. á öðrum nótum en þau æsifrétta- og reiðiskrif sem birst hafa í fjölmiðlum síðustu daga. Í stað þess að svara Helga Vífli með rökum fór Helgi Seljan í beint í manninn, rifjaði upp mál föður Helga Vífils sem var nýverið sakfelldur í sakamáli í Landsrétti, og réðst þannig ósmekklega að kollega sínum á öðrum fjölmiðli og fjölskyldu hans. Erfitt er að sjá hvernig mál föður Helga Vífils tengist pistlaskrifum sonarins og lesendur geta sjálfir dæmt um hversu smekklegt það er að blanda þessu tvennu saman. Í starfi sínu sem fréttamaður er Helgi Seljan ekki aðeins bundinn af vinnureglum fréttastofu Ríkisútvarpsins, sem fjalla um það hvernig fréttamenn eigi að bera sig að í starfi, heldur er hann einnig bundin af siðareglum Ríkisútvarpsins, eins og allir aðrir starfsmenn stofnunarinnar. Í 2. gr. umræddra siðareglna segir: „Starfsfólk rýrir ekki trúverðugleika Ríkisútvarpsins með ámælisverðri framkomu, skeytingarleysi um lög eða virðingarleysi við mannhelgi og mannréttindi.“ Í 3. gr. reglnanna kemur svo skýrt fram að starfsfólk RÚV taki ekki opinberlega afstöðu í umræðu um umdeild mál. Þar segir: „Starfsfólk, sem sinnir umfjöllun um fréttir, fréttatengt efni og dagskrárgerð tekur ekki opinberlega afstöðu í umræðu um pólitísk málefni eða umdeild mál í þjóðfélagsumræðunni, þ. á m. á samfélagsmiðlum.“ Þessi einföldu fyrirmæli virðast ekki gilda um ritsóðann Helga Seljan. Því hann ræðst ítrekað að fólki og fyrirtækjum, sendir mönnum tóninn og tekur afstöðu í pólitískt viðkvæmum málum á samfélagsmiðlum. Þetta hefur hann gert að því er virðist án nokkurra athugasemda frá yfirmönnum sínum hjá Ríkisútvarpinu. Það virðist ekki skipta Stefán Eiríksson, útvarpsstjóra, nokkru máli að einn af þekktustu starfsmönnum stofnunarinnar þverbrjóti ítrekað siðareglur hennar á opinberum vettvangi. Helgi Seljan hefur áður sætt aðfinnslum opinberlega fyrir framgöngu sína á Facebook og Twitter. Hér má nefna pistil Andrésar Magnússonar, fjölmiðlarýnis Viðskiptablaðsins, sem birtist í vefútgáfu miðilsins hinn 12. janúar síðastliðinn. Þar voru færð rök fyrir því að Helgi hefði brotið siðareglurnar með skrifum sínum. „Það getur ekki hafa farið fram hjá yfirstjórn RÚV ohf., hvorki stjórn né æðstu yfirmönnum í Efstaleiti. Samt viðgengst það,“ skrifaði fjölmiðlarýnirinn. Og brotin viðgangast enn. Spurningin er bara, hversu lengi? Höfundur er skipstjóri og starfar hjá Samherja hf.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar