„Íslenska úttektin“ sýnir að tugir þúsunda gætu hafa látist í fíkniefnastríðinu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. júní 2020 09:05 Rodrigo Duterte er forseti Filippseyja. Mikhail Metzel/Getty Tugir þúsunda manna kunna að hafa látist í stríði stjórnvalda í Filippseyjum á hendur fíkniefnum síðan árið 2016. Þetta kemur fram í skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem birt var í dag. Mannréttindaráð SÞ samþykkti á síðasta ári tillögu Íslands um úttekt á stöðu mannréttindamála í Filippseyjum. Í skýrslunni segir að fíkniefnastríðið í Filippseyjum, sem háð hefur verið að frumkvæði Rodrigo Duterte, forseta landsins, megi túlka sem „leyfi til að drepa.“ Barátta stjórnvalda hefur einkennst af harkalegri beitingu lögregluvalds gegn grunuðum fíkniefnasölum og neytendum. Í kosningabaráttu sinni lofaði Duterte, sem náði kjöri árið 2016, að taka hart á glæpum í landinu. Lögreglan í Filippseyjum hefur ekki þurft leitarheimild til þess að leita í húsakynnum þeirra sem grunaðir eru um að hafa fíkniefni í fórum sínum, samkvæmt mannréttindaskrifstofu SÞ. Eins segir embættið að lögreglan hafi ítrekað þvingað fram játningar sakborninga með hótunum um alvarlegt ofbeldi. Síðan átak Dutertes hófst árið 2016 hefur það aðeins einu sinni gerst að lögreglumenn hafi verið dæmdir fyrir morð, en þrír úr þeirra röðum voru dæmdir árið 2017 fyrir morð á ungum námsmanni. Tillaga Íslands olli hörðum viðbrögðum Ísland lagði á síðasta ári fram tillögu um úttekt á stöðu mannréttindamála á Filippseyjum í mannréttindaráði SÞ. Tillagan var naumlega samþykkt og olli nokkurri ólgu í samskiptum ríkjanna tveggja. Fulltrúi Filippseyja í ráðinu kallaði þær þjóðir sem greiddu atkvæði með tillögunni hræsnara, og sagði að Filippseyingar yrðu sérstaklega óvinir þeirra þjóða sem hefði þóst vera þeim vinveittir, en væru í raun „falsvinir.“ Í kjölfar samþykktarinnar ýjaði Teodor Locsin Jr., utanríkisráðherra Filippseyja, að því að Fillippseyjar ættu að draga sig úr mannréttindaráðinu. Duterte forseti var sá sem brást einna harkalegast við, en hann var afar ósáttur með framgöngu íslenskra stjórnvalda. Hann sagði meðal annars að Íslendingar borðuðu bara ís, og að hann óskaði þess að þjóðin frysi í hel. Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Fíkn Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Fleiri fréttir Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Sjá meira
Tugir þúsunda manna kunna að hafa látist í stríði stjórnvalda í Filippseyjum á hendur fíkniefnum síðan árið 2016. Þetta kemur fram í skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem birt var í dag. Mannréttindaráð SÞ samþykkti á síðasta ári tillögu Íslands um úttekt á stöðu mannréttindamála í Filippseyjum. Í skýrslunni segir að fíkniefnastríðið í Filippseyjum, sem háð hefur verið að frumkvæði Rodrigo Duterte, forseta landsins, megi túlka sem „leyfi til að drepa.“ Barátta stjórnvalda hefur einkennst af harkalegri beitingu lögregluvalds gegn grunuðum fíkniefnasölum og neytendum. Í kosningabaráttu sinni lofaði Duterte, sem náði kjöri árið 2016, að taka hart á glæpum í landinu. Lögreglan í Filippseyjum hefur ekki þurft leitarheimild til þess að leita í húsakynnum þeirra sem grunaðir eru um að hafa fíkniefni í fórum sínum, samkvæmt mannréttindaskrifstofu SÞ. Eins segir embættið að lögreglan hafi ítrekað þvingað fram játningar sakborninga með hótunum um alvarlegt ofbeldi. Síðan átak Dutertes hófst árið 2016 hefur það aðeins einu sinni gerst að lögreglumenn hafi verið dæmdir fyrir morð, en þrír úr þeirra röðum voru dæmdir árið 2017 fyrir morð á ungum námsmanni. Tillaga Íslands olli hörðum viðbrögðum Ísland lagði á síðasta ári fram tillögu um úttekt á stöðu mannréttindamála á Filippseyjum í mannréttindaráði SÞ. Tillagan var naumlega samþykkt og olli nokkurri ólgu í samskiptum ríkjanna tveggja. Fulltrúi Filippseyja í ráðinu kallaði þær þjóðir sem greiddu atkvæði með tillögunni hræsnara, og sagði að Filippseyingar yrðu sérstaklega óvinir þeirra þjóða sem hefði þóst vera þeim vinveittir, en væru í raun „falsvinir.“ Í kjölfar samþykktarinnar ýjaði Teodor Locsin Jr., utanríkisráðherra Filippseyja, að því að Fillippseyjar ættu að draga sig úr mannréttindaráðinu. Duterte forseti var sá sem brást einna harkalegast við, en hann var afar ósáttur með framgöngu íslenskra stjórnvalda. Hann sagði meðal annars að Íslendingar borðuðu bara ís, og að hann óskaði þess að þjóðin frysi í hel.
Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Fíkn Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Fleiri fréttir Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Sjá meira