Komst sjálfur út úr bústaðnum sem brann hratt til grunna Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. júní 2020 20:41 Bústaðurinn varð alelda á skömmum tíma. Myndin er tekin rétt áður en slökkvilið kom á staðinn. Guðlaugur Ævar Hilmarsson Einn var inni í sumarbústað í Rjúpnastekki við Þingvallavatn þegar eldur kviknaði þar á áttunda tímanum í kvöld. Maðurinn kom sér út úr bústaðnum sem brann hratt til grunna. Hvellar sprengingar bárust frá húsinu þegar eldurinn barst í gaskúta en mildi þykir að ekki hafi kviknað í fleiri sumarhúsum. „Bústaðurinn er alveg brunninn, hann brann mjög hratt upp af miklum krafti,“ segir Haukur Grönli, aðstoðarslökkvistjóri hjá brunavörnum Árnessýslu í samtali við Vísi. Tillkynnt var um eldinn um klukkan tuttugu mínútur yfir sjö og slökkvilið frá Selfossi og Laugarvatni var sent á vettvang. Það skíðlogaði í tré við bústaðinn.Guðlaugur Ævar Hilmarsson Ekki er vitað um eldsupptök að sögn Hauks en slökkvistarf beindist aðallega að því að hefta útbreiðslu eldsins, sem hafði læst sig í nærliggjandi gróður. Eldurinn barst að endingu ekki í neina sumarbústaði í kring sem Haukur segir mikla mildi. Maður sem var í bústaðnum þegar eldurinn kviknaði kom sér sjálfur út, líkt og áður segir, en fleiri voru ekki inni. Nokkrar háværar sprengingar heyrðust skömmu eftir að eldurinn kviknaði, að sögn sjónarvotts sem hafði samband við fréttastofu nú í kvöld. Haukur kveðst hafa heyrt af sprengingunum og segir að þar hafi líklega verið um að ræða gaskúta, sem hafi sprungið þegar eldurinn komst í tæri við þá. Bústaðurinn er rústir einar.Guðlaugur Ævar Hilmarsson „Og við verðum líka að hafa í huga, og þess vegna er ágætt að taka fram, að biðja fólk að geyma gaskútana utandyra, í læstum geymslum,“ segir Haukur. Lið frá tveimur stöðvum var eftir á vettvangi að slökkva í glæðum nú um klukkutíma eftir að útkallið barst. Hátt í tuttugu manns komu að aðgerðum í kvöld, auk sjúkraflutningamanna og lögreglu. Fleiri myndir af brunanum og aðgerðum slökkviliðs má sjá hér að neðan. Gaskútar virðast hafa sprungið þegar eldurinn komst í þá. Hér má sjá hluta úr gaskút nálægt sumarbústaðnum í kvöld.Guðlaugur Ævar Hilmarsson Um tuttugu slökkviliðsmenn réðu niðurlögum eldsins.Brunavarnir árnessýslu Slökkviliðsmenn búnir að slökkva eldinn.Brunavarnir árnessýslu Sumarbústaðurinn brann fljótt til grunna.Brunavarnir árnessýslu Eldurinn komst í tré og gróður við bústaðinn.Brunavarnir árnessýslu Slökkvilið Bláskógabyggð Þingvellir Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Einn var inni í sumarbústað í Rjúpnastekki við Þingvallavatn þegar eldur kviknaði þar á áttunda tímanum í kvöld. Maðurinn kom sér út úr bústaðnum sem brann hratt til grunna. Hvellar sprengingar bárust frá húsinu þegar eldurinn barst í gaskúta en mildi þykir að ekki hafi kviknað í fleiri sumarhúsum. „Bústaðurinn er alveg brunninn, hann brann mjög hratt upp af miklum krafti,“ segir Haukur Grönli, aðstoðarslökkvistjóri hjá brunavörnum Árnessýslu í samtali við Vísi. Tillkynnt var um eldinn um klukkan tuttugu mínútur yfir sjö og slökkvilið frá Selfossi og Laugarvatni var sent á vettvang. Það skíðlogaði í tré við bústaðinn.Guðlaugur Ævar Hilmarsson Ekki er vitað um eldsupptök að sögn Hauks en slökkvistarf beindist aðallega að því að hefta útbreiðslu eldsins, sem hafði læst sig í nærliggjandi gróður. Eldurinn barst að endingu ekki í neina sumarbústaði í kring sem Haukur segir mikla mildi. Maður sem var í bústaðnum þegar eldurinn kviknaði kom sér sjálfur út, líkt og áður segir, en fleiri voru ekki inni. Nokkrar háværar sprengingar heyrðust skömmu eftir að eldurinn kviknaði, að sögn sjónarvotts sem hafði samband við fréttastofu nú í kvöld. Haukur kveðst hafa heyrt af sprengingunum og segir að þar hafi líklega verið um að ræða gaskúta, sem hafi sprungið þegar eldurinn komst í tæri við þá. Bústaðurinn er rústir einar.Guðlaugur Ævar Hilmarsson „Og við verðum líka að hafa í huga, og þess vegna er ágætt að taka fram, að biðja fólk að geyma gaskútana utandyra, í læstum geymslum,“ segir Haukur. Lið frá tveimur stöðvum var eftir á vettvangi að slökkva í glæðum nú um klukkutíma eftir að útkallið barst. Hátt í tuttugu manns komu að aðgerðum í kvöld, auk sjúkraflutningamanna og lögreglu. Fleiri myndir af brunanum og aðgerðum slökkviliðs má sjá hér að neðan. Gaskútar virðast hafa sprungið þegar eldurinn komst í þá. Hér má sjá hluta úr gaskút nálægt sumarbústaðnum í kvöld.Guðlaugur Ævar Hilmarsson Um tuttugu slökkviliðsmenn réðu niðurlögum eldsins.Brunavarnir árnessýslu Slökkviliðsmenn búnir að slökkva eldinn.Brunavarnir árnessýslu Sumarbústaðurinn brann fljótt til grunna.Brunavarnir árnessýslu Eldurinn komst í tré og gróður við bústaðinn.Brunavarnir árnessýslu
Slökkvilið Bláskógabyggð Þingvellir Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent