Kuldakast eltir okkur inn í sumarið Jakob Bjarnar skrifar 3. júní 2020 09:59 Einar Sveinbjörnsson er með veðurkortin á hreinu og hann segir að Vetur konungur sé ekki alveg búinn að sleppa tökunum þó komið sé vel inn í sumar. Svo virðist sem Íslendingar ætli að sleppa við hefðbundið páskahret en menn ættu þó að varast að fagna of snemma. Vetur konungur sleppir ekki tökum sínum á Íslandi svo glatt. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur, sem er vakinn og sofinn yfir veðurkortunum, segir að nú sé kuldakast í vændum. „Einkar erfiðum vetri lauk á vegum landsins strax eftir páska. Síðan þá hefur verið merkilega laust við nokkur hret sem orð er á gerandi. Vissulega frysti stundum, en í þurru veðri og gerði skammvinna föl á fjallvegum, en varla kuldakast að vori eins og slík eru oftast skilgreind,“ segir Einar á Facebooksíðu sinni. En bætur svo við: „Við ætlum þó ekki alveg að sleppa þetta árið þó komið sé fram í júní!“ Á morgun nálgast kaldara loft úr norðri og aðfaranótt föstudags er spáð éljum norðaustanlands, að sögn Einars. Og hvítnar á vegum með hálku alveg niður undir 100 m hæð og jafnvel niður undir sjávarmál. Á spákorti sem hér getur að líta sést þykktin og hiti í 850hPa fleti á föstudagsmorgni. „5240m gefur til kynna frost og -10°C er spáð í 1.300 m hæð norðuaustanlands. Sæmilegasta kuldahret ef spáin gengur eftir. Enn kaldara verður aðfaranótt laugardagsins eftir að léttir til. Þá frystir allvíða frá Skagafirði og austur á land. Blika spáir þannig 3 stiga frosti á Akureyri kl. 3 laugardagnóttina og Veðurstofan er á svipuðu róli í sinni spá.“ Veður Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Svo virðist sem Íslendingar ætli að sleppa við hefðbundið páskahret en menn ættu þó að varast að fagna of snemma. Vetur konungur sleppir ekki tökum sínum á Íslandi svo glatt. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur, sem er vakinn og sofinn yfir veðurkortunum, segir að nú sé kuldakast í vændum. „Einkar erfiðum vetri lauk á vegum landsins strax eftir páska. Síðan þá hefur verið merkilega laust við nokkur hret sem orð er á gerandi. Vissulega frysti stundum, en í þurru veðri og gerði skammvinna föl á fjallvegum, en varla kuldakast að vori eins og slík eru oftast skilgreind,“ segir Einar á Facebooksíðu sinni. En bætur svo við: „Við ætlum þó ekki alveg að sleppa þetta árið þó komið sé fram í júní!“ Á morgun nálgast kaldara loft úr norðri og aðfaranótt föstudags er spáð éljum norðaustanlands, að sögn Einars. Og hvítnar á vegum með hálku alveg niður undir 100 m hæð og jafnvel niður undir sjávarmál. Á spákorti sem hér getur að líta sést þykktin og hiti í 850hPa fleti á föstudagsmorgni. „5240m gefur til kynna frost og -10°C er spáð í 1.300 m hæð norðuaustanlands. Sæmilegasta kuldahret ef spáin gengur eftir. Enn kaldara verður aðfaranótt laugardagsins eftir að léttir til. Þá frystir allvíða frá Skagafirði og austur á land. Blika spáir þannig 3 stiga frosti á Akureyri kl. 3 laugardagnóttina og Veðurstofan er á svipuðu róli í sinni spá.“
Veður Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira