Kuldakast eltir okkur inn í sumarið Jakob Bjarnar skrifar 3. júní 2020 09:59 Einar Sveinbjörnsson er með veðurkortin á hreinu og hann segir að Vetur konungur sé ekki alveg búinn að sleppa tökunum þó komið sé vel inn í sumar. Svo virðist sem Íslendingar ætli að sleppa við hefðbundið páskahret en menn ættu þó að varast að fagna of snemma. Vetur konungur sleppir ekki tökum sínum á Íslandi svo glatt. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur, sem er vakinn og sofinn yfir veðurkortunum, segir að nú sé kuldakast í vændum. „Einkar erfiðum vetri lauk á vegum landsins strax eftir páska. Síðan þá hefur verið merkilega laust við nokkur hret sem orð er á gerandi. Vissulega frysti stundum, en í þurru veðri og gerði skammvinna föl á fjallvegum, en varla kuldakast að vori eins og slík eru oftast skilgreind,“ segir Einar á Facebooksíðu sinni. En bætur svo við: „Við ætlum þó ekki alveg að sleppa þetta árið þó komið sé fram í júní!“ Á morgun nálgast kaldara loft úr norðri og aðfaranótt föstudags er spáð éljum norðaustanlands, að sögn Einars. Og hvítnar á vegum með hálku alveg niður undir 100 m hæð og jafnvel niður undir sjávarmál. Á spákorti sem hér getur að líta sést þykktin og hiti í 850hPa fleti á föstudagsmorgni. „5240m gefur til kynna frost og -10°C er spáð í 1.300 m hæð norðuaustanlands. Sæmilegasta kuldahret ef spáin gengur eftir. Enn kaldara verður aðfaranótt laugardagsins eftir að léttir til. Þá frystir allvíða frá Skagafirði og austur á land. Blika spáir þannig 3 stiga frosti á Akureyri kl. 3 laugardagnóttina og Veðurstofan er á svipuðu róli í sinni spá.“ Veður Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Svo virðist sem Íslendingar ætli að sleppa við hefðbundið páskahret en menn ættu þó að varast að fagna of snemma. Vetur konungur sleppir ekki tökum sínum á Íslandi svo glatt. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur, sem er vakinn og sofinn yfir veðurkortunum, segir að nú sé kuldakast í vændum. „Einkar erfiðum vetri lauk á vegum landsins strax eftir páska. Síðan þá hefur verið merkilega laust við nokkur hret sem orð er á gerandi. Vissulega frysti stundum, en í þurru veðri og gerði skammvinna föl á fjallvegum, en varla kuldakast að vori eins og slík eru oftast skilgreind,“ segir Einar á Facebooksíðu sinni. En bætur svo við: „Við ætlum þó ekki alveg að sleppa þetta árið þó komið sé fram í júní!“ Á morgun nálgast kaldara loft úr norðri og aðfaranótt föstudags er spáð éljum norðaustanlands, að sögn Einars. Og hvítnar á vegum með hálku alveg niður undir 100 m hæð og jafnvel niður undir sjávarmál. Á spákorti sem hér getur að líta sést þykktin og hiti í 850hPa fleti á föstudagsmorgni. „5240m gefur til kynna frost og -10°C er spáð í 1.300 m hæð norðuaustanlands. Sæmilegasta kuldahret ef spáin gengur eftir. Enn kaldara verður aðfaranótt laugardagsins eftir að léttir til. Þá frystir allvíða frá Skagafirði og austur á land. Blika spáir þannig 3 stiga frosti á Akureyri kl. 3 laugardagnóttina og Veðurstofan er á svipuðu róli í sinni spá.“
Veður Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira