Lausaganga búfjár verður ekki bönnuð með einu pennastriki Kristján Már Unnarsson skrifar 2. júní 2020 22:50 Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, framan við Bændahöllina við Hagatorg í dag. Stöð 2/Einar Árnason. Yfirlýsing landgræðslustjóra, um að hann vilji banna lausagöngu búfjár á Íslandi, fellur í grýttan jarðveg hjá formanni Bændasamtaka Íslands, sem segir hana óheppilega. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Árni Bragason landgræðslustjóri snerti innstu kviku íslenskrar sveitamenningar þegar hann sagðist í fréttum Stöðvar 2 vilja banna lausagöngu búfjár á Íslandi. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna , segir bændur þó til viðræðu um að skoða hvort banna ætti lausagöngu á einstaka svæðum. „En ég held að við bönnum ekki lausagöngu búfjár á Íslandi bara með einu pennastriki. Því það eru ansi mörg landsvæði sem eru bara háð því að nýta beit sem er bara á vel grónu landi sem er ógirt. Þannig að ég held að við förum ekki að búa til hólf út um allt land,“ segir Gunnar. Hann spyr hvort landgræðslustjóri vilji kasta fyrir róða samstarfsverkefni sem hafið er með bændum um uppgræðslu afrétta og kallast Grólind. „Hver er meiningin með þessari yfirlýsingu? Ég bara átta mig ekki alveg á þessu. Því að þeir hafa, - Landgræðslan hefur ekkert rætt þetta við okkur um hvort við eigum að vinna að þessu í einhverri sátt og samlyndi.“ -Finnst ykkur þetta þá dálítið brött yfirlýsing? „Já, mér finnst þetta nú frekar óheppilegt.“ Landgræðslustjóri sagði ríkið, þar á meðal Vegagerðina, verja hálfum milljarði króna á ári í girðingar. Gunnar bendir hins vegar á að stór hluti vega liggi í gegnum einkalönd bænda. „Ég vona að við endum ekki með allar vegaframkvæmdir á Íslandi á grundvelli Teigsskógs – að það taki tólf ár að finna út úr því hvar vegir megi liggja. Því að ef þetta verður tekið af, að vera ekki með veggirðingar, þá er algerlega ljóst í mínum huga að það verður ekki heimilað að fara í gegnum bújarðir í framtíðinni ef menn ætla ekki að girða vegina af,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landbúnaður Umhverfismál Skógrækt og landgræðsla Tengdar fréttir Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi. Hann bendir á að ríkið verji hálfum milljarði króna á hverju ári í girðingar til að verjast sauðfé og að þetta gæti einnig auðveldað bændum að smala. 31. maí 2020 06:55 Segir mat á sjálfbærni beitilands byggt á veikum faglegum grunni Viðmið sem núna eru notuð til að meta sjálfbæra nýtingu lands til beitar geta ekki talist sterkur faglegur grunnur fyrir það mat, segir Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður Bændasamtaka Íslands og sauðfjárbóndi í Butru í Fljótshlíð. 22. maí 2020 12:28 Segir sauðfjárbændur styrkta með blekkingu og grænþvotti Beingreiðslur til sauðfjárbænda á grundvelli gæðastýringar eru blekking og grænþvottur, að mati Ólafs Arnalds prófessors í umhverfisfræði, sem segir að hluti bænda fái ríkisstyrki til að stunda ofbeit. 18. maí 2020 10:22 Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Yfirlýsing landgræðslustjóra, um að hann vilji banna lausagöngu búfjár á Íslandi, fellur í grýttan jarðveg hjá formanni Bændasamtaka Íslands, sem segir hana óheppilega. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Árni Bragason landgræðslustjóri snerti innstu kviku íslenskrar sveitamenningar þegar hann sagðist í fréttum Stöðvar 2 vilja banna lausagöngu búfjár á Íslandi. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna , segir bændur þó til viðræðu um að skoða hvort banna ætti lausagöngu á einstaka svæðum. „En ég held að við bönnum ekki lausagöngu búfjár á Íslandi bara með einu pennastriki. Því það eru ansi mörg landsvæði sem eru bara háð því að nýta beit sem er bara á vel grónu landi sem er ógirt. Þannig að ég held að við förum ekki að búa til hólf út um allt land,“ segir Gunnar. Hann spyr hvort landgræðslustjóri vilji kasta fyrir róða samstarfsverkefni sem hafið er með bændum um uppgræðslu afrétta og kallast Grólind. „Hver er meiningin með þessari yfirlýsingu? Ég bara átta mig ekki alveg á þessu. Því að þeir hafa, - Landgræðslan hefur ekkert rætt þetta við okkur um hvort við eigum að vinna að þessu í einhverri sátt og samlyndi.“ -Finnst ykkur þetta þá dálítið brött yfirlýsing? „Já, mér finnst þetta nú frekar óheppilegt.“ Landgræðslustjóri sagði ríkið, þar á meðal Vegagerðina, verja hálfum milljarði króna á ári í girðingar. Gunnar bendir hins vegar á að stór hluti vega liggi í gegnum einkalönd bænda. „Ég vona að við endum ekki með allar vegaframkvæmdir á Íslandi á grundvelli Teigsskógs – að það taki tólf ár að finna út úr því hvar vegir megi liggja. Því að ef þetta verður tekið af, að vera ekki með veggirðingar, þá er algerlega ljóst í mínum huga að það verður ekki heimilað að fara í gegnum bújarðir í framtíðinni ef menn ætla ekki að girða vegina af,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landbúnaður Umhverfismál Skógrækt og landgræðsla Tengdar fréttir Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi. Hann bendir á að ríkið verji hálfum milljarði króna á hverju ári í girðingar til að verjast sauðfé og að þetta gæti einnig auðveldað bændum að smala. 31. maí 2020 06:55 Segir mat á sjálfbærni beitilands byggt á veikum faglegum grunni Viðmið sem núna eru notuð til að meta sjálfbæra nýtingu lands til beitar geta ekki talist sterkur faglegur grunnur fyrir það mat, segir Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður Bændasamtaka Íslands og sauðfjárbóndi í Butru í Fljótshlíð. 22. maí 2020 12:28 Segir sauðfjárbændur styrkta með blekkingu og grænþvotti Beingreiðslur til sauðfjárbænda á grundvelli gæðastýringar eru blekking og grænþvottur, að mati Ólafs Arnalds prófessors í umhverfisfræði, sem segir að hluti bænda fái ríkisstyrki til að stunda ofbeit. 18. maí 2020 10:22 Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi. Hann bendir á að ríkið verji hálfum milljarði króna á hverju ári í girðingar til að verjast sauðfé og að þetta gæti einnig auðveldað bændum að smala. 31. maí 2020 06:55
Segir mat á sjálfbærni beitilands byggt á veikum faglegum grunni Viðmið sem núna eru notuð til að meta sjálfbæra nýtingu lands til beitar geta ekki talist sterkur faglegur grunnur fyrir það mat, segir Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður Bændasamtaka Íslands og sauðfjárbóndi í Butru í Fljótshlíð. 22. maí 2020 12:28
Segir sauðfjárbændur styrkta með blekkingu og grænþvotti Beingreiðslur til sauðfjárbænda á grundvelli gæðastýringar eru blekking og grænþvottur, að mati Ólafs Arnalds prófessors í umhverfisfræði, sem segir að hluti bænda fái ríkisstyrki til að stunda ofbeit. 18. maí 2020 10:22