Lausaganga búfjár verður ekki bönnuð með einu pennastriki Kristján Már Unnarsson skrifar 2. júní 2020 22:50 Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, framan við Bændahöllina við Hagatorg í dag. Stöð 2/Einar Árnason. Yfirlýsing landgræðslustjóra, um að hann vilji banna lausagöngu búfjár á Íslandi, fellur í grýttan jarðveg hjá formanni Bændasamtaka Íslands, sem segir hana óheppilega. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Árni Bragason landgræðslustjóri snerti innstu kviku íslenskrar sveitamenningar þegar hann sagðist í fréttum Stöðvar 2 vilja banna lausagöngu búfjár á Íslandi. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna , segir bændur þó til viðræðu um að skoða hvort banna ætti lausagöngu á einstaka svæðum. „En ég held að við bönnum ekki lausagöngu búfjár á Íslandi bara með einu pennastriki. Því það eru ansi mörg landsvæði sem eru bara háð því að nýta beit sem er bara á vel grónu landi sem er ógirt. Þannig að ég held að við förum ekki að búa til hólf út um allt land,“ segir Gunnar. Hann spyr hvort landgræðslustjóri vilji kasta fyrir róða samstarfsverkefni sem hafið er með bændum um uppgræðslu afrétta og kallast Grólind. „Hver er meiningin með þessari yfirlýsingu? Ég bara átta mig ekki alveg á þessu. Því að þeir hafa, - Landgræðslan hefur ekkert rætt þetta við okkur um hvort við eigum að vinna að þessu í einhverri sátt og samlyndi.“ -Finnst ykkur þetta þá dálítið brött yfirlýsing? „Já, mér finnst þetta nú frekar óheppilegt.“ Landgræðslustjóri sagði ríkið, þar á meðal Vegagerðina, verja hálfum milljarði króna á ári í girðingar. Gunnar bendir hins vegar á að stór hluti vega liggi í gegnum einkalönd bænda. „Ég vona að við endum ekki með allar vegaframkvæmdir á Íslandi á grundvelli Teigsskógs – að það taki tólf ár að finna út úr því hvar vegir megi liggja. Því að ef þetta verður tekið af, að vera ekki með veggirðingar, þá er algerlega ljóst í mínum huga að það verður ekki heimilað að fara í gegnum bújarðir í framtíðinni ef menn ætla ekki að girða vegina af,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landbúnaður Umhverfismál Skógrækt og landgræðsla Tengdar fréttir Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi. Hann bendir á að ríkið verji hálfum milljarði króna á hverju ári í girðingar til að verjast sauðfé og að þetta gæti einnig auðveldað bændum að smala. 31. maí 2020 06:55 Segir mat á sjálfbærni beitilands byggt á veikum faglegum grunni Viðmið sem núna eru notuð til að meta sjálfbæra nýtingu lands til beitar geta ekki talist sterkur faglegur grunnur fyrir það mat, segir Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður Bændasamtaka Íslands og sauðfjárbóndi í Butru í Fljótshlíð. 22. maí 2020 12:28 Segir sauðfjárbændur styrkta með blekkingu og grænþvotti Beingreiðslur til sauðfjárbænda á grundvelli gæðastýringar eru blekking og grænþvottur, að mati Ólafs Arnalds prófessors í umhverfisfræði, sem segir að hluti bænda fái ríkisstyrki til að stunda ofbeit. 18. maí 2020 10:22 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira
Yfirlýsing landgræðslustjóra, um að hann vilji banna lausagöngu búfjár á Íslandi, fellur í grýttan jarðveg hjá formanni Bændasamtaka Íslands, sem segir hana óheppilega. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Árni Bragason landgræðslustjóri snerti innstu kviku íslenskrar sveitamenningar þegar hann sagðist í fréttum Stöðvar 2 vilja banna lausagöngu búfjár á Íslandi. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna , segir bændur þó til viðræðu um að skoða hvort banna ætti lausagöngu á einstaka svæðum. „En ég held að við bönnum ekki lausagöngu búfjár á Íslandi bara með einu pennastriki. Því það eru ansi mörg landsvæði sem eru bara háð því að nýta beit sem er bara á vel grónu landi sem er ógirt. Þannig að ég held að við förum ekki að búa til hólf út um allt land,“ segir Gunnar. Hann spyr hvort landgræðslustjóri vilji kasta fyrir róða samstarfsverkefni sem hafið er með bændum um uppgræðslu afrétta og kallast Grólind. „Hver er meiningin með þessari yfirlýsingu? Ég bara átta mig ekki alveg á þessu. Því að þeir hafa, - Landgræðslan hefur ekkert rætt þetta við okkur um hvort við eigum að vinna að þessu í einhverri sátt og samlyndi.“ -Finnst ykkur þetta þá dálítið brött yfirlýsing? „Já, mér finnst þetta nú frekar óheppilegt.“ Landgræðslustjóri sagði ríkið, þar á meðal Vegagerðina, verja hálfum milljarði króna á ári í girðingar. Gunnar bendir hins vegar á að stór hluti vega liggi í gegnum einkalönd bænda. „Ég vona að við endum ekki með allar vegaframkvæmdir á Íslandi á grundvelli Teigsskógs – að það taki tólf ár að finna út úr því hvar vegir megi liggja. Því að ef þetta verður tekið af, að vera ekki með veggirðingar, þá er algerlega ljóst í mínum huga að það verður ekki heimilað að fara í gegnum bújarðir í framtíðinni ef menn ætla ekki að girða vegina af,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landbúnaður Umhverfismál Skógrækt og landgræðsla Tengdar fréttir Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi. Hann bendir á að ríkið verji hálfum milljarði króna á hverju ári í girðingar til að verjast sauðfé og að þetta gæti einnig auðveldað bændum að smala. 31. maí 2020 06:55 Segir mat á sjálfbærni beitilands byggt á veikum faglegum grunni Viðmið sem núna eru notuð til að meta sjálfbæra nýtingu lands til beitar geta ekki talist sterkur faglegur grunnur fyrir það mat, segir Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður Bændasamtaka Íslands og sauðfjárbóndi í Butru í Fljótshlíð. 22. maí 2020 12:28 Segir sauðfjárbændur styrkta með blekkingu og grænþvotti Beingreiðslur til sauðfjárbænda á grundvelli gæðastýringar eru blekking og grænþvottur, að mati Ólafs Arnalds prófessors í umhverfisfræði, sem segir að hluti bænda fái ríkisstyrki til að stunda ofbeit. 18. maí 2020 10:22 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira
Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi. Hann bendir á að ríkið verji hálfum milljarði króna á hverju ári í girðingar til að verjast sauðfé og að þetta gæti einnig auðveldað bændum að smala. 31. maí 2020 06:55
Segir mat á sjálfbærni beitilands byggt á veikum faglegum grunni Viðmið sem núna eru notuð til að meta sjálfbæra nýtingu lands til beitar geta ekki talist sterkur faglegur grunnur fyrir það mat, segir Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður Bændasamtaka Íslands og sauðfjárbóndi í Butru í Fljótshlíð. 22. maí 2020 12:28
Segir sauðfjárbændur styrkta með blekkingu og grænþvotti Beingreiðslur til sauðfjárbænda á grundvelli gæðastýringar eru blekking og grænþvottur, að mati Ólafs Arnalds prófessors í umhverfisfræði, sem segir að hluti bænda fái ríkisstyrki til að stunda ofbeit. 18. maí 2020 10:22