Barátta foreldra grunnskólabarna Þuríður Sóley Sigurðardóttir skrifar 2. júní 2020 11:00 Á barnið þitt í erfiðleikum í skólanum? Er því strítt? Á það ekki vini? Er það kannski með ADHD og bíður árum saman eftir greiningu? Sitjið þið klukkutímum saman yfir heimalærdómi sem skólinn segir að sé auðveldur og haldið sé í lágmarki þar til barnið grætur af vanmætti og þolinmæðin þín þarf að ná hæðum sem þú vissir ekki að væri til? Veldur skólinn togstreitu milli þín og barnsins eða jafnvel ykkar foreldranna? Ef svarið við einhverjum af þessum spurningum er já þá ertu þú ekki ein/n. Fjöldi foreldra glímir við sömu vandamálin og stendur frammi fyrir sama kerfisveggnum. Hvernig kemur það til að það fellur alltaf í hlut foreldranna að vakta námsörðugleika barnsins og berjast síðan við skólann um að það fái aðstoð? Það hafa ekki allir foreldrar þekkingu eða tíma til að standa í slíku og þetta kerfi mismunar börnum á óafturkræfan hátt. Á meðan furðar sumt fullorðið fólk sig á því hvers vegna kvíði og þunglyndi meðal barna og ungmenna eykst þegar kröfurnar og truflanirnar sem þau búa við í nútímasamfélagi eru gífurlegar. Sem dæmi um þetta óréttlæti í kerfinu má nefna að börn með ADHD dragast aftur úr í þroska og námi ef miðað er við jafnaldra þeirra. Þau upplifa sig heimsk og að þau geti ekki lært. Á endanum gefast þau upp. Á meðan þessu stendur líður foreldrunum eins og þau séu ítrekað að berjast á móti straumnum og horfa öfundaraugum til foreldra sem segja námið ekki þungt og heimavinnuna ekki mikla. Barn með ADHD getur þurft margar klukkustundir til að vinna verkefni á meðan hin í bekknum klára það á hálftíma. Stefnan í grunnskólum í dag er sú að börnin vinni vinnu sína í skólanum og ef þeim tekst ekki að klára þá breytist skólaverkefnið í heimaverkefni. ADHD barnið er því nánast alltaf með heimavinnu því það er borin von fyrir það að klára vinnuna í skólanum. Þetta tekur af því frítíma og gæðastundir með foreldrum verða færri með hverju ári þegar grunnskólinn þyngist. Úrræðið sem stendur foreldrum til boða er að fara í gegnum greiningarferli síns sveitafélags í gegnum skólann sem tekur mislangan tíma eftir stöðu og búsetu barnsins. Efnameiri foreldrar geta farið einkaleiðina og borgað tugi þúsunda fyrir og slíkt eykur ójöfnuðinn sem kerfið stuðlar að, en algengt er að barnið bíði í tvö ár eftir því að greiningarferlið hefjist. Tvö ár eru langur tími í lífi barns og það er margt sem breytist á þeim tíma en í sumum tilfellum bíða þau þess aldrei bætur. Þau geta verið komin það langt aftur úr að þau ná ekki að vinna upp og ná jafnöldrum sínum í námi. Sjálfsmyndin getur verið orðin það brotin eða löskuð að trúin kemur jafnvel aldrei aftur eða í sumum tilvikum ekki fyrr en löngu seinna á fullorðinsárum þegar einstaklingurinn snýr aftur í skóla og uppgötvar hæfileika og gáfur sem hann óraði ekki fyrir á æskuárunum. Í þessum hóp af krökkum leynast börn með ADHD sem skólinn horfir framhjá, þau sitja í tímum og trufla engan nema sig sjálf. Í alltof stórum bekkjum þar sem kennarinn þarf að sinna 20-30 börnum geta þau orðið ósýnileg og komast upp með að sitja afskiptalaus og teikna eða dagdreyma svo lengi sem þau krefjast ekki athygli eða trufla hina. Það getur leitt af sér að það dregst um mörg ár að taka eftir og vekja athygli foreldra á vandamálinu; eða það uppgötvast ekki fyrr en á fullorðinsárum; eða foreldrar þurfa að leggjast í rannsóknarvinnu og sannfæra skólann um að barnið þarf hjálp. Þessu er öfugt farið þegar barnið er með hegðunarvaldamál, truflar bæði sig og hina krakkana og einokar athygli kennarans. Í þeim tilvikum hefur skólinn samband við foreldra og nánast grátbiður þá um að koma barninu í ferli og að koma því á lyf — allt til að drepa niður alla hreyfiþörf og „óþekkt“ sem barnið býr yfir eins og stundum er haldið fram en „erfiða“ barnið getur loksins einbeitt sér, eignast vini og líður oft miklu betur. Þessi börn eru síðan sett í forgang á meðan „þægu“ og „prúðu“ ADHD börnin rækta vandamálin afskiptalaust í langan tíma og fellur það síðan í hlut foreldranna að taka tryggja þeirra máli farveg í kerfinu, svo þau verði ekki líka ósýnileg þar. Að foreldrar þurfi að berjast við skólann og kerfið til að tryggja börnunum hjálp er tugga, eins gömul og skólakerfið okkar í þeirri mynd sem það er í núna. Bekkirnir eru alltof stórir, kerfið er ógegnsætt og biðtími langur. Hver man ekki eftir þessum tíu árum þar sem sköpunarkrafturinn var hægt og rólega murkaður úr okkur á meðan okkur var kennt að sitja kyrr? Þar sem öllum var troðið undir sama hatt, óháð getu, hæfileikum, þroskastigi, heimilisaðstæðum og öllum þeim breytum sem fylgja því að vera manneskja. Staðan er einföld. Það þarf aukið fjármagn til að tryggja kennurum og skólum úrræðin sem þarf til að ráðast í fyrirbyggjandi aðgerðir gegn námsörðugleikum barna svo þau vandamál fái ekki að grassera og stækka. Bekkirnir þurfa að vera minni og foreldrar þurfa að hafa greiðan aðgang að fræðslu um kerfið svo hvert heimili þurfi ekki alltaf að finna upp hjólið varðandi hvernig hjálpa skuli hverju barni fyrir sig. En þótt lausnin sé einföld fellur það í hlut stjórnvalda og bæjarstjórna að gera eitthvað til að leysa vandamálið sem starir á þau ár hvert og þau kjósa að hundsa. Börnin okkar eiga betra skilið og það er í þágu samfélagsins að veita þeim það. Höfundur er MA-nemi í ritlist og stjúpforeldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Á barnið þitt í erfiðleikum í skólanum? Er því strítt? Á það ekki vini? Er það kannski með ADHD og bíður árum saman eftir greiningu? Sitjið þið klukkutímum saman yfir heimalærdómi sem skólinn segir að sé auðveldur og haldið sé í lágmarki þar til barnið grætur af vanmætti og þolinmæðin þín þarf að ná hæðum sem þú vissir ekki að væri til? Veldur skólinn togstreitu milli þín og barnsins eða jafnvel ykkar foreldranna? Ef svarið við einhverjum af þessum spurningum er já þá ertu þú ekki ein/n. Fjöldi foreldra glímir við sömu vandamálin og stendur frammi fyrir sama kerfisveggnum. Hvernig kemur það til að það fellur alltaf í hlut foreldranna að vakta námsörðugleika barnsins og berjast síðan við skólann um að það fái aðstoð? Það hafa ekki allir foreldrar þekkingu eða tíma til að standa í slíku og þetta kerfi mismunar börnum á óafturkræfan hátt. Á meðan furðar sumt fullorðið fólk sig á því hvers vegna kvíði og þunglyndi meðal barna og ungmenna eykst þegar kröfurnar og truflanirnar sem þau búa við í nútímasamfélagi eru gífurlegar. Sem dæmi um þetta óréttlæti í kerfinu má nefna að börn með ADHD dragast aftur úr í þroska og námi ef miðað er við jafnaldra þeirra. Þau upplifa sig heimsk og að þau geti ekki lært. Á endanum gefast þau upp. Á meðan þessu stendur líður foreldrunum eins og þau séu ítrekað að berjast á móti straumnum og horfa öfundaraugum til foreldra sem segja námið ekki þungt og heimavinnuna ekki mikla. Barn með ADHD getur þurft margar klukkustundir til að vinna verkefni á meðan hin í bekknum klára það á hálftíma. Stefnan í grunnskólum í dag er sú að börnin vinni vinnu sína í skólanum og ef þeim tekst ekki að klára þá breytist skólaverkefnið í heimaverkefni. ADHD barnið er því nánast alltaf með heimavinnu því það er borin von fyrir það að klára vinnuna í skólanum. Þetta tekur af því frítíma og gæðastundir með foreldrum verða færri með hverju ári þegar grunnskólinn þyngist. Úrræðið sem stendur foreldrum til boða er að fara í gegnum greiningarferli síns sveitafélags í gegnum skólann sem tekur mislangan tíma eftir stöðu og búsetu barnsins. Efnameiri foreldrar geta farið einkaleiðina og borgað tugi þúsunda fyrir og slíkt eykur ójöfnuðinn sem kerfið stuðlar að, en algengt er að barnið bíði í tvö ár eftir því að greiningarferlið hefjist. Tvö ár eru langur tími í lífi barns og það er margt sem breytist á þeim tíma en í sumum tilfellum bíða þau þess aldrei bætur. Þau geta verið komin það langt aftur úr að þau ná ekki að vinna upp og ná jafnöldrum sínum í námi. Sjálfsmyndin getur verið orðin það brotin eða löskuð að trúin kemur jafnvel aldrei aftur eða í sumum tilvikum ekki fyrr en löngu seinna á fullorðinsárum þegar einstaklingurinn snýr aftur í skóla og uppgötvar hæfileika og gáfur sem hann óraði ekki fyrir á æskuárunum. Í þessum hóp af krökkum leynast börn með ADHD sem skólinn horfir framhjá, þau sitja í tímum og trufla engan nema sig sjálf. Í alltof stórum bekkjum þar sem kennarinn þarf að sinna 20-30 börnum geta þau orðið ósýnileg og komast upp með að sitja afskiptalaus og teikna eða dagdreyma svo lengi sem þau krefjast ekki athygli eða trufla hina. Það getur leitt af sér að það dregst um mörg ár að taka eftir og vekja athygli foreldra á vandamálinu; eða það uppgötvast ekki fyrr en á fullorðinsárum; eða foreldrar þurfa að leggjast í rannsóknarvinnu og sannfæra skólann um að barnið þarf hjálp. Þessu er öfugt farið þegar barnið er með hegðunarvaldamál, truflar bæði sig og hina krakkana og einokar athygli kennarans. Í þeim tilvikum hefur skólinn samband við foreldra og nánast grátbiður þá um að koma barninu í ferli og að koma því á lyf — allt til að drepa niður alla hreyfiþörf og „óþekkt“ sem barnið býr yfir eins og stundum er haldið fram en „erfiða“ barnið getur loksins einbeitt sér, eignast vini og líður oft miklu betur. Þessi börn eru síðan sett í forgang á meðan „þægu“ og „prúðu“ ADHD börnin rækta vandamálin afskiptalaust í langan tíma og fellur það síðan í hlut foreldranna að taka tryggja þeirra máli farveg í kerfinu, svo þau verði ekki líka ósýnileg þar. Að foreldrar þurfi að berjast við skólann og kerfið til að tryggja börnunum hjálp er tugga, eins gömul og skólakerfið okkar í þeirri mynd sem það er í núna. Bekkirnir eru alltof stórir, kerfið er ógegnsætt og biðtími langur. Hver man ekki eftir þessum tíu árum þar sem sköpunarkrafturinn var hægt og rólega murkaður úr okkur á meðan okkur var kennt að sitja kyrr? Þar sem öllum var troðið undir sama hatt, óháð getu, hæfileikum, þroskastigi, heimilisaðstæðum og öllum þeim breytum sem fylgja því að vera manneskja. Staðan er einföld. Það þarf aukið fjármagn til að tryggja kennurum og skólum úrræðin sem þarf til að ráðast í fyrirbyggjandi aðgerðir gegn námsörðugleikum barna svo þau vandamál fái ekki að grassera og stækka. Bekkirnir þurfa að vera minni og foreldrar þurfa að hafa greiðan aðgang að fræðslu um kerfið svo hvert heimili þurfi ekki alltaf að finna upp hjólið varðandi hvernig hjálpa skuli hverju barni fyrir sig. En þótt lausnin sé einföld fellur það í hlut stjórnvalda og bæjarstjórna að gera eitthvað til að leysa vandamálið sem starir á þau ár hvert og þau kjósa að hundsa. Börnin okkar eiga betra skilið og það er í þágu samfélagsins að veita þeim það. Höfundur er MA-nemi í ritlist og stjúpforeldri.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun