Fernando Alonso prófar nýjan Toyota Hilux Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 2. júní 2020 07:00 Fernando Alonso og nýr uppfærður Toyota Hilux. Toyota er að undirbúa kynningu á uppfærðu útliti Hilux pallbílsins. Fernando Alonso, tvöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 ók nýja bílnum utan vegar á dögunum. Undir felulitunum sem bíllinn er í má sjá að frískað hefur verið upp á útlitið. Til að mynda eru framljósin orðin grennri og meira í takt við RAV4 og nýjan Yaris. Helsta breytingin er viðbót í vélaframboðið. Ný 2,8 lítra dísel vél sem líklega mun skila meira afli og eyða minna en fjögurra strokka 2,4 lítra vélin sem er í Hilux nú þegar. Þá mun fjöðrunin fá yfirhalningu og segir í tilkynningu frá Toyota að hún muni áfram styðja við „orðspor um heimsklassa þegar kemur að gæðum, endingu og áreiðanleika“. Alonso ók prufubílnum við kynningu á Gazoo Racing liðinu fyrir Dakar rallið í ár. Það er því nokkuð síðan han ók bílnum, sennilega á haustmánuðum 2019. Hér að neðan má sjá myndband af byltu sem Alonso fór í Dakar rallinu í ár. „Hilux er ákveðin táknmynd og ég hef alltaf verið aðdáandi. Það var gott að prófa nýja bílinn í umhverfi sem felur í sér áskoranir og reyna á þolmörk hans. Nýja vélin er góð og fjöðrunin skila sínu. Jafnvel þegar á reynir þá er samt þægilegt að aka bílnum,“ sagði Alonso við tilefnið. Gazoo Racing liðið fyrir Dakar rallið 2020 Gazoo Racing er sífellt að taka meiri og meiri þátt í þróun nýrra gerða af Toyota. Harðkjarna útgáfan af nýja Yaris-num, GR og ný Supra eru fyrstu tvær gerðirnar sem Gazoo Racing kemur að. Nú bætis Hilux-inn við. Það verður spennandi að sjá hvað Gazoo Racing og Toyota þróa saman næst. Formúla Bílar Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent
Toyota er að undirbúa kynningu á uppfærðu útliti Hilux pallbílsins. Fernando Alonso, tvöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 ók nýja bílnum utan vegar á dögunum. Undir felulitunum sem bíllinn er í má sjá að frískað hefur verið upp á útlitið. Til að mynda eru framljósin orðin grennri og meira í takt við RAV4 og nýjan Yaris. Helsta breytingin er viðbót í vélaframboðið. Ný 2,8 lítra dísel vél sem líklega mun skila meira afli og eyða minna en fjögurra strokka 2,4 lítra vélin sem er í Hilux nú þegar. Þá mun fjöðrunin fá yfirhalningu og segir í tilkynningu frá Toyota að hún muni áfram styðja við „orðspor um heimsklassa þegar kemur að gæðum, endingu og áreiðanleika“. Alonso ók prufubílnum við kynningu á Gazoo Racing liðinu fyrir Dakar rallið í ár. Það er því nokkuð síðan han ók bílnum, sennilega á haustmánuðum 2019. Hér að neðan má sjá myndband af byltu sem Alonso fór í Dakar rallinu í ár. „Hilux er ákveðin táknmynd og ég hef alltaf verið aðdáandi. Það var gott að prófa nýja bílinn í umhverfi sem felur í sér áskoranir og reyna á þolmörk hans. Nýja vélin er góð og fjöðrunin skila sínu. Jafnvel þegar á reynir þá er samt þægilegt að aka bílnum,“ sagði Alonso við tilefnið. Gazoo Racing liðið fyrir Dakar rallið 2020 Gazoo Racing er sífellt að taka meiri og meiri þátt í þróun nýrra gerða af Toyota. Harðkjarna útgáfan af nýja Yaris-num, GR og ný Supra eru fyrstu tvær gerðirnar sem Gazoo Racing kemur að. Nú bætis Hilux-inn við. Það verður spennandi að sjá hvað Gazoo Racing og Toyota þróa saman næst.
Formúla Bílar Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent