Námugreftarrisinn Rio Tinto hefur beðist afsökunar á að hafa eyðilaggt 46 þúsund ára gamla hella frumbyggja Vestur-Ástralíu.
Hellarnir sem um ræðir kölluðust Juukan Gorge hellarnir og eru í Pilbara héraði Vestur-Ástralíu, þeir eyðulögðust fyrir viku síðan þegar að Rio Tinto, í samráði við yfirvöld vann að stækkun járnnámu fyrirtækisins.
Í hellunum hafa fundist forsögulegar minjar frá frumbyggjum Ástralíu, þar á meðal belti gert úr mannshári sem talið er 4000 ára gamalt.
Yfirmaður járnnámunnar sem um ræðir, Chris Salisbury, sagði fyrirtækið biðjast afsökunar á sorginni sem fyrirtækið hafi valdið.
Ráðherra málefna frumbyggja í Ástralíu, Ken Wyatt, sagði að það væri óskiljanlegt að sprengingin hefði verið leyfð en bætti þó við að eingöngu væri um mistök að ræða. Í þessu máli væri löggjöfin í raun sökudólgur.