Stórfyrirtæki hafa fengið hundruð milljóna króna skattaafslætti vegna nýsköpunar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. maí 2020 19:00 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir nýsköpunarráðherra segir mikilvægt að halda hátæknifyrirtækjum á landinu. Vísir/Vilhelm Össur, Alvotech, CCP, Advania, Brim og Marel eru meðal þeirra stórfyrirtækja hér á landi sem hafa fengið tugi til hundruði milljóna króna skattafslætti vegna nýsköpunar hér á landi síðustu ár. Ríkistjórnin hefur ákveðið að hækka skattaafsláttinn . Ráðherra nýsköpunarmála segir mikla samkeppni um fyrirtækin, aðgerðirnar séu til þess fallnar að þau haldist hér. Nýsköpunarverkefni sem hafa fengið staðfestingu frá Rannís eiga rétt á skattafrádrætti vegna nýsköpunar. Skattafrádrátturinn hefur numið um 20% af styrkhæfum kostnaði. Þá er einnig hægt að sækja um opinbera styrki til rannsóknar og þróunarverkefna. Í yfirliti Ríkisskattstjóra um þau fyrirtæki sem hafa fengið hæstu skattaafslætti vegna rannsóknar og þróunarverkefna eru fyrirtæki sem hafa notið afar góðs gengis hér á landi og erlendis síðustu ár. Þannig hefur systurfélag Alvogen eða líftæknilyfjafyrirtækið Alvotech fengið samtals hátt í 300 milljónir króna í skattaafslátt síðustu þrjú ár. Stoðtækjafyrirtækið Össur hefur fengið 240 milljóna króna afslátt á sköttum sínum. CCP og þróunarhluti fyrirtækisins hafa samtals fengið 330 milljónir í afslátt. Útgerðafyrirtækið Brim hefur fengið 86 milljónir. Nox Medical sem framleiðir lækningatæki hefur fengið 200 milljón króna afslátt. Advania 120 milljónir og Marel 60 milljónir. Þá er enn ótalið hvað fyrirtækin hafa á þessum tíma fengið í opinbera styrki. Stjórnvöld hafa kynnt viðamiklar aðgerðir til að efla nýsköpun í landinu og meðal þeirra er að skattaafsláttur stórfyrirtækja í nýsköpun hækkar í 25% og minni aðilar fá 35% skattaafslátt. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra nýsköpunarmála segir brýnt að styðja vel við nýsköpun og stórfyrirtæki sem sinna henni. Við viljum að þau séu hér. Staðreyndin er sú að það er mikil samkeppni um þessa starfsemi um allan heim. Stjórnvöld leggja fram ákveðnar aðgerðir til að halda þeim hjá sér og að starfsemi þeirra byggist upp í því landi,“ segir Þórdís Kolbrún. Efnahagsmál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Nýsköpun Tengdar fréttir Birta lista yfir fyrirtæki sem settu sex eða fleiri á hlutabætur Vinnumálastofnun hefur birt lista yfir þau fyrirtæki sem gerðu samkomulag við starfsfólk um minnkað starfshlutfall og nýttu þar með hina svokölluðu hlutabótaleið. 22. maí 2020 20:12 Össur hagnaðist um milljarð króna á fyrsta fjórðungi Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hefur haft áhrifu á rekstur Össurar og tók sala að dragast saman í mars. Hún er þó strax farin að sýna ummerki bata í Evrópu og í Kína, þar sem sala í apríl var á pari við 2019. 30. apríl 2020 07:54 Össur endurgreiðir Vinnumálastofnun Össur hf. hefur tekið ákvörðun um að endurgreiða Vinnumálastofnun það fé sem runnið hefur til 165 starfsmanna félagsins á meðan þeir voru í hlutastarfi vegna COVID-19 faraldursins og hætta að nota úrræðið hér á landi. 12. maí 2020 16:16 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Sjá meira
Össur, Alvotech, CCP, Advania, Brim og Marel eru meðal þeirra stórfyrirtækja hér á landi sem hafa fengið tugi til hundruði milljóna króna skattafslætti vegna nýsköpunar hér á landi síðustu ár. Ríkistjórnin hefur ákveðið að hækka skattaafsláttinn . Ráðherra nýsköpunarmála segir mikla samkeppni um fyrirtækin, aðgerðirnar séu til þess fallnar að þau haldist hér. Nýsköpunarverkefni sem hafa fengið staðfestingu frá Rannís eiga rétt á skattafrádrætti vegna nýsköpunar. Skattafrádrátturinn hefur numið um 20% af styrkhæfum kostnaði. Þá er einnig hægt að sækja um opinbera styrki til rannsóknar og þróunarverkefna. Í yfirliti Ríkisskattstjóra um þau fyrirtæki sem hafa fengið hæstu skattaafslætti vegna rannsóknar og þróunarverkefna eru fyrirtæki sem hafa notið afar góðs gengis hér á landi og erlendis síðustu ár. Þannig hefur systurfélag Alvogen eða líftæknilyfjafyrirtækið Alvotech fengið samtals hátt í 300 milljónir króna í skattaafslátt síðustu þrjú ár. Stoðtækjafyrirtækið Össur hefur fengið 240 milljóna króna afslátt á sköttum sínum. CCP og þróunarhluti fyrirtækisins hafa samtals fengið 330 milljónir í afslátt. Útgerðafyrirtækið Brim hefur fengið 86 milljónir. Nox Medical sem framleiðir lækningatæki hefur fengið 200 milljón króna afslátt. Advania 120 milljónir og Marel 60 milljónir. Þá er enn ótalið hvað fyrirtækin hafa á þessum tíma fengið í opinbera styrki. Stjórnvöld hafa kynnt viðamiklar aðgerðir til að efla nýsköpun í landinu og meðal þeirra er að skattaafsláttur stórfyrirtækja í nýsköpun hækkar í 25% og minni aðilar fá 35% skattaafslátt. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra nýsköpunarmála segir brýnt að styðja vel við nýsköpun og stórfyrirtæki sem sinna henni. Við viljum að þau séu hér. Staðreyndin er sú að það er mikil samkeppni um þessa starfsemi um allan heim. Stjórnvöld leggja fram ákveðnar aðgerðir til að halda þeim hjá sér og að starfsemi þeirra byggist upp í því landi,“ segir Þórdís Kolbrún.
Efnahagsmál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Nýsköpun Tengdar fréttir Birta lista yfir fyrirtæki sem settu sex eða fleiri á hlutabætur Vinnumálastofnun hefur birt lista yfir þau fyrirtæki sem gerðu samkomulag við starfsfólk um minnkað starfshlutfall og nýttu þar með hina svokölluðu hlutabótaleið. 22. maí 2020 20:12 Össur hagnaðist um milljarð króna á fyrsta fjórðungi Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hefur haft áhrifu á rekstur Össurar og tók sala að dragast saman í mars. Hún er þó strax farin að sýna ummerki bata í Evrópu og í Kína, þar sem sala í apríl var á pari við 2019. 30. apríl 2020 07:54 Össur endurgreiðir Vinnumálastofnun Össur hf. hefur tekið ákvörðun um að endurgreiða Vinnumálastofnun það fé sem runnið hefur til 165 starfsmanna félagsins á meðan þeir voru í hlutastarfi vegna COVID-19 faraldursins og hætta að nota úrræðið hér á landi. 12. maí 2020 16:16 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Sjá meira
Birta lista yfir fyrirtæki sem settu sex eða fleiri á hlutabætur Vinnumálastofnun hefur birt lista yfir þau fyrirtæki sem gerðu samkomulag við starfsfólk um minnkað starfshlutfall og nýttu þar með hina svokölluðu hlutabótaleið. 22. maí 2020 20:12
Össur hagnaðist um milljarð króna á fyrsta fjórðungi Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hefur haft áhrifu á rekstur Össurar og tók sala að dragast saman í mars. Hún er þó strax farin að sýna ummerki bata í Evrópu og í Kína, þar sem sala í apríl var á pari við 2019. 30. apríl 2020 07:54
Össur endurgreiðir Vinnumálastofnun Össur hf. hefur tekið ákvörðun um að endurgreiða Vinnumálastofnun það fé sem runnið hefur til 165 starfsmanna félagsins á meðan þeir voru í hlutastarfi vegna COVID-19 faraldursins og hætta að nota úrræðið hér á landi. 12. maí 2020 16:16