Óttast að ströng skilyrði fyrir hlutastarfaleið fæli fyrirtæki frá Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. maí 2020 13:25 Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Vísir/vilhelm Stjórnarfrumvarp um framlengingu hlutabótaleiðarinnar var samþykkt á Alþingi í gær með 27 atkvæðum. 22 sátu hjá. Nefndarmaður í velferðarnefnd óttast að hert skilyrði fyrir nýtingu leiðarinnar geti fælt fyrirtæki frá því að nota hana. Fyrirtæki sem nýta leiðina þurfa að uppfylla mun hertri skilyrði en í fyrri lögum um hlutastarfaleiðina og sagði forsætisráðherra í fréttum í gær að frumvarpið kæmi á móts við athugasemdir Ríkisendurskoðunar um framkvæmd á eftirliti og nýtingu úrræðisins. Ekki var einhugur í stjórnarflokkunum um öll þau auknu skilyrði sem fyrirtæki þurfa nú að uppfylla á Alþingi í gær. Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, taldi skilyrðin of ítarleg. „Þessi skilyrði, þau ganga bara of langt,“ sagði Willum. „Segjum það bara eins og það er. Og, þau ganga í raun og veru gegn meginmarkmiðum frumvarpsins. Hver er raunveruleikinn? Raunveruleikinn er nefnilega sá að nú ertu sennilega þvingaður í það, horfandi framan í þessi skilyrði, að segja fólki upp. Punktur.“ Vilhjálmur Árnason, nefndarmaður í velferðarnefnd.Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Árnason nefndarmaður í velferðarnefnd er einnig á því að skilyrðin séu of ítarleg. Vilhjálmur segir að launþegahreyfingin hafi lagt mikla áherslu á strangari skilyrði. „Þá er aðalatriðið að það sé eftirlit með leiðinni og það séu þá einhver viðurlög við því að vera að misnota leiðina,“ segir Vilhjálmur. „En svo eru skilyrðin allt annað atriði. Ég hef bara áhyggjur af því að það muni færri fyrirtæki nýta sér þessa leið og frekar fara í beina uppsögn og þá uppsögn án þess að nýta sér greiðslur í uppsagnarfrestarfrumvarpinu.“ Vilhjálmur óttast að fyrirtæki hafi þegar dregið sig úr leiðinni vegna strangra skilyrða um arðgreiðslur. „Það vakti allavega athygli í gær að Icelandair sagði að hlutabótaleiðin myndi ekki gagnast þeim lengur og fóru aðrar leiðir í því að draga úr launakostnaðinum, varðandi þá sem voru á hlutabótaleiðinni. Svo vitum við náttúrulega að Icelandair er þessa dagana að leita að nýjum hluthöfum og auknu fjármagni inn í félagið. Þá getur verið mjög mikið óhagræði í því að hafa svona skilyrði.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Hlutabótaleiðin Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sjá meira
Stjórnarfrumvarp um framlengingu hlutabótaleiðarinnar var samþykkt á Alþingi í gær með 27 atkvæðum. 22 sátu hjá. Nefndarmaður í velferðarnefnd óttast að hert skilyrði fyrir nýtingu leiðarinnar geti fælt fyrirtæki frá því að nota hana. Fyrirtæki sem nýta leiðina þurfa að uppfylla mun hertri skilyrði en í fyrri lögum um hlutastarfaleiðina og sagði forsætisráðherra í fréttum í gær að frumvarpið kæmi á móts við athugasemdir Ríkisendurskoðunar um framkvæmd á eftirliti og nýtingu úrræðisins. Ekki var einhugur í stjórnarflokkunum um öll þau auknu skilyrði sem fyrirtæki þurfa nú að uppfylla á Alþingi í gær. Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, taldi skilyrðin of ítarleg. „Þessi skilyrði, þau ganga bara of langt,“ sagði Willum. „Segjum það bara eins og það er. Og, þau ganga í raun og veru gegn meginmarkmiðum frumvarpsins. Hver er raunveruleikinn? Raunveruleikinn er nefnilega sá að nú ertu sennilega þvingaður í það, horfandi framan í þessi skilyrði, að segja fólki upp. Punktur.“ Vilhjálmur Árnason, nefndarmaður í velferðarnefnd.Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Árnason nefndarmaður í velferðarnefnd er einnig á því að skilyrðin séu of ítarleg. Vilhjálmur segir að launþegahreyfingin hafi lagt mikla áherslu á strangari skilyrði. „Þá er aðalatriðið að það sé eftirlit með leiðinni og það séu þá einhver viðurlög við því að vera að misnota leiðina,“ segir Vilhjálmur. „En svo eru skilyrðin allt annað atriði. Ég hef bara áhyggjur af því að það muni færri fyrirtæki nýta sér þessa leið og frekar fara í beina uppsögn og þá uppsögn án þess að nýta sér greiðslur í uppsagnarfrestarfrumvarpinu.“ Vilhjálmur óttast að fyrirtæki hafi þegar dregið sig úr leiðinni vegna strangra skilyrða um arðgreiðslur. „Það vakti allavega athygli í gær að Icelandair sagði að hlutabótaleiðin myndi ekki gagnast þeim lengur og fóru aðrar leiðir í því að draga úr launakostnaðinum, varðandi þá sem voru á hlutabótaleiðinni. Svo vitum við náttúrulega að Icelandair er þessa dagana að leita að nýjum hluthöfum og auknu fjármagni inn í félagið. Þá getur verið mjög mikið óhagræði í því að hafa svona skilyrði.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Hlutabótaleiðin Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sjá meira