Segja of snemmt að draga úr félagsforðun í Bretlandi Samúel Karl Ólason skrifar 30. maí 2020 10:10 Íbúar London njóta blíðunnar. EPA/ANDY RAIN Breskir vísindamenn sem ráðleggja yfirvöldum segja of snemmt að létta á félagsforðun í Bretlandi. Þeir segja dreifingu Covid-19 enn of mikla til að rétt sé að slaka á reglum og tilmælum og að undirbúningur varðandi rakningu smita sé ekki nógu langt kominn. Meðlimir ríkisstjórnar Boris Johnson segjast vonast til þess að rakningarkerfi Bretlands muni duga til að stöðva dreifingu nýju kórónuveirunnar. Á mánudaginn verða skólar opnaðir á nýjan leik í Bretlandi og allt að sex manns gert kleift að koma saman. Prófessorinn John Edmunds sagði það hafa verið pólitíska ákvörðun að draga úr félagsforðun og fella niður takmarkanir. Kollegi hans, Jeremy Farrar sagði að rakningarkerfi Bretlands þyrfti að vera í fullri notkun áður en umrædd skref verða tekin. Covid-19 spreading too fast to lift lockdown in England. Agree with John & clear science advice. TTI has to be in place, fully working, capable dealing any surge immediately, locally responsive, rapid results & infection rates have to be lower. And trusted https://t.co/ZmYKs4Go3W— Jeremy Farrar (@JeremyFarrar) May 29, 2020 Aðrir vísindamenn sem sitja í ráðgjafaráðinu Sage, sem ráðleggur yfirvöldum, hafa slegið á svipaða strengi. Í stuttu máli sagt, þá segja vísindamennirnir að smitum sé enn að fjölga í Bretlandi og að ríkið sé illa búið fyrir mikla aukningu. Í frétt BBC segir að smitum sé enn að fjölga mun hraðar en spár gerðu ráð fyrir og þau gögn sem liggi fyrir gefi í skyn að smituðum fjölgi um átta þúsund á dag og það bara í Englandi. Heilt yfir hafa minnst 272. 607 smitast af veirunni í Bretlandi, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum í Bandaríkjunum. Bretland er eitt þeirra landa sem hefur orðið hvað verst úti vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Miðlum ber þó ekki saman um hve margir hafa dáið þar. Johns Hopkins segir til að mynda að minnst 38.243 hafi dáið og er Bretland í öðru sæti á lista háskólans. Á undan Bretlandi eru Bandaríkin þar sem rúmlega hundrað þúsund manns hafa dáið og á eftir er Ítalía þar sem 33.229 hafa dáið. Samkvæmt talningu Reuters fréttaveitunnar hafa þó minnst 48 þúsund Bretar dáið vegna faraldursins. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Breskir vísindamenn sem ráðleggja yfirvöldum segja of snemmt að létta á félagsforðun í Bretlandi. Þeir segja dreifingu Covid-19 enn of mikla til að rétt sé að slaka á reglum og tilmælum og að undirbúningur varðandi rakningu smita sé ekki nógu langt kominn. Meðlimir ríkisstjórnar Boris Johnson segjast vonast til þess að rakningarkerfi Bretlands muni duga til að stöðva dreifingu nýju kórónuveirunnar. Á mánudaginn verða skólar opnaðir á nýjan leik í Bretlandi og allt að sex manns gert kleift að koma saman. Prófessorinn John Edmunds sagði það hafa verið pólitíska ákvörðun að draga úr félagsforðun og fella niður takmarkanir. Kollegi hans, Jeremy Farrar sagði að rakningarkerfi Bretlands þyrfti að vera í fullri notkun áður en umrædd skref verða tekin. Covid-19 spreading too fast to lift lockdown in England. Agree with John & clear science advice. TTI has to be in place, fully working, capable dealing any surge immediately, locally responsive, rapid results & infection rates have to be lower. And trusted https://t.co/ZmYKs4Go3W— Jeremy Farrar (@JeremyFarrar) May 29, 2020 Aðrir vísindamenn sem sitja í ráðgjafaráðinu Sage, sem ráðleggur yfirvöldum, hafa slegið á svipaða strengi. Í stuttu máli sagt, þá segja vísindamennirnir að smitum sé enn að fjölga í Bretlandi og að ríkið sé illa búið fyrir mikla aukningu. Í frétt BBC segir að smitum sé enn að fjölga mun hraðar en spár gerðu ráð fyrir og þau gögn sem liggi fyrir gefi í skyn að smituðum fjölgi um átta þúsund á dag og það bara í Englandi. Heilt yfir hafa minnst 272. 607 smitast af veirunni í Bretlandi, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum í Bandaríkjunum. Bretland er eitt þeirra landa sem hefur orðið hvað verst úti vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Miðlum ber þó ekki saman um hve margir hafa dáið þar. Johns Hopkins segir til að mynda að minnst 38.243 hafi dáið og er Bretland í öðru sæti á lista háskólans. Á undan Bretlandi eru Bandaríkin þar sem rúmlega hundrað þúsund manns hafa dáið og á eftir er Ítalía þar sem 33.229 hafa dáið. Samkvæmt talningu Reuters fréttaveitunnar hafa þó minnst 48 þúsund Bretar dáið vegna faraldursins.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira