Mörg lið líkleg til afreka í Lengjudeild: „Slys ef að Eyjamenn færu ekki upp“ Sindri Sverrisson skrifar 29. maí 2020 19:00 Grindvíkingar ætla sér eflaust að komast beint aftur upp í efstu deild. VÍSIR/BÁRA „Þessi samningur skiptir félögin í deildinni gríðarlega miklu máli, sérstaklega út frá kynningu á deildinni. Að halda henni á lofti í umfjöllun. Þetta er mikil landsbyggðardeild og þetta kemur sér mjög vel fyrir félögin,“ segir Haraldur Haraldsson, formaður Íslensks toppfótbolta, eftir undirritun samninga við Íslenskar getraunir um að 1. deildir karla og kvenna heiti Lengjudeildir í sumar. Íslandsmótið er rétt handan við hornið en það hefur tekið sinn tíma að ganga frá samningum við nýja aðila um að styðja við 1. deild, eftir að Inkasso hætti því. „Við höfum verið að vinna í þessum málum síðan fyrir áramót og vorum í viðræðum við nokkur fyrirtæki. Svo kemur þessi Covid-skellur á okkur og hann breytti aðeins landslaginu, en við höfum átt í þessu samtali við Íslenskar getraunir í tvo mánuði og það endar svona, með farsælum hætti,“ segir Haraldur við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Helmingur liðanna geti gert atlögu að því að fara upp Grindavík er eitt þeirra liða sem leika í Lengjudeild karla í sumar og þar verður Sigurbjörn Hreiðarsson við stjórnvölinn, eftir að hafa síðast verið aðstoðarþjálfari Vals. Grindavík og ÍBV féllu úr Pepsi Max-deildinni í fyrra og ætla sér eflaust bæði upp aftur: „Ég myndi telja að það væru 6-7 lið sem að séu líkleg til að gera atlögu að þessu,“ segir Sigurbjörn. „Vonandi náum við að herja á það að komast upp, en það eru fleiri þarna. Keflavík er mjög sterkt, Þórsararnir eru mjög öflugir, Leiknismenn og Framarar, og svo má ekki gleyma öðrum liðum. Það eru 6-7 lið mjög fín þarna,“ segir Sigurbjörn en hann vill meina að Eyjamenn séu með mannskap sem eigi að fljúga aftur upp í efstu deild: „Það væri slys ef að þeir [Eyjamenn] færu ekki upp. En það er hægt að fabúlera um þetta í fjölmiðlum og fyrir mót, en í dag myndi ég halda að Eyjamenn væru líklegastir. Vinur minn Helgi [Sigurðsson] kann þetta líka, það er mjög stutt síðan hann fór með lið upp úr þessari deild, og hann er náttúrulega refur,“ segir Sigurbjörn, sem tekur að vissu leyti undir að bilið á milli efstu og næstefstu deildar sé að breikka: „Ég held að 5-6 bestu liðin á Íslandi séu bara að fara lengra frá öðrum liðum. En ef ég tæki neðsta hlutann úr Pepsi Max og bestu liðin í 1. deild þá getur maður nú oft bara hent nöfnum í hatt og dregið upp úr.“ Klippa: Sportpakkinn - Næstefstu deildir verða Lengjudeildirnar Íslenski boltinn Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
„Þessi samningur skiptir félögin í deildinni gríðarlega miklu máli, sérstaklega út frá kynningu á deildinni. Að halda henni á lofti í umfjöllun. Þetta er mikil landsbyggðardeild og þetta kemur sér mjög vel fyrir félögin,“ segir Haraldur Haraldsson, formaður Íslensks toppfótbolta, eftir undirritun samninga við Íslenskar getraunir um að 1. deildir karla og kvenna heiti Lengjudeildir í sumar. Íslandsmótið er rétt handan við hornið en það hefur tekið sinn tíma að ganga frá samningum við nýja aðila um að styðja við 1. deild, eftir að Inkasso hætti því. „Við höfum verið að vinna í þessum málum síðan fyrir áramót og vorum í viðræðum við nokkur fyrirtæki. Svo kemur þessi Covid-skellur á okkur og hann breytti aðeins landslaginu, en við höfum átt í þessu samtali við Íslenskar getraunir í tvo mánuði og það endar svona, með farsælum hætti,“ segir Haraldur við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Helmingur liðanna geti gert atlögu að því að fara upp Grindavík er eitt þeirra liða sem leika í Lengjudeild karla í sumar og þar verður Sigurbjörn Hreiðarsson við stjórnvölinn, eftir að hafa síðast verið aðstoðarþjálfari Vals. Grindavík og ÍBV féllu úr Pepsi Max-deildinni í fyrra og ætla sér eflaust bæði upp aftur: „Ég myndi telja að það væru 6-7 lið sem að séu líkleg til að gera atlögu að þessu,“ segir Sigurbjörn. „Vonandi náum við að herja á það að komast upp, en það eru fleiri þarna. Keflavík er mjög sterkt, Þórsararnir eru mjög öflugir, Leiknismenn og Framarar, og svo má ekki gleyma öðrum liðum. Það eru 6-7 lið mjög fín þarna,“ segir Sigurbjörn en hann vill meina að Eyjamenn séu með mannskap sem eigi að fljúga aftur upp í efstu deild: „Það væri slys ef að þeir [Eyjamenn] færu ekki upp. En það er hægt að fabúlera um þetta í fjölmiðlum og fyrir mót, en í dag myndi ég halda að Eyjamenn væru líklegastir. Vinur minn Helgi [Sigurðsson] kann þetta líka, það er mjög stutt síðan hann fór með lið upp úr þessari deild, og hann er náttúrulega refur,“ segir Sigurbjörn, sem tekur að vissu leyti undir að bilið á milli efstu og næstefstu deildar sé að breikka: „Ég held að 5-6 bestu liðin á Íslandi séu bara að fara lengra frá öðrum liðum. En ef ég tæki neðsta hlutann úr Pepsi Max og bestu liðin í 1. deild þá getur maður nú oft bara hent nöfnum í hatt og dregið upp úr.“ Klippa: Sportpakkinn - Næstefstu deildir verða Lengjudeildirnar
Íslenski boltinn Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira