Heita Lengjudeildirnar sumarið 2020 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2020 12:20 Eyjamenn spila í Lengjudeildinni í sumar og eru líklegir til að endurheimta sætið sitt meðal þeirra bestu. Vísir/Daníel Þór Íslenskar getraunir og Íslenskur Toppfótbolti hafa samið um markaðsréttindi Lengjunnar vegna 1. deildar karla og kvenna í knattspyrnu fyrir sumarið 2020. Íslensku b-deildirnar heita Lengjudeildirnar sumarið 2020. Deildirnar hafa verið nefndar eftir Inkasso sem hefur verið styrktaraðili 1. deildar karla og kvenna í fótbolta síðustu ár en því samstarfi lauk eftir síðustu leiktíð. Lengjudeild karla á að hefjast föstudaginn 19. júní en daginn áður hefst keppni í Lengjudeild kvenna. „Það er spennandi knattspyrnusumar fram undan og Íslenskar getraunir vilja halda áfram að styðja þétt við bakið á íslenskri knattspyrnu eins og fyrirtækið hefur gert í áraraðir samhliða öðru íþróttalífi í landinu. Við erum gríðarlega ánægð með að fá tækifæri til að vinna enn frekar með knattspyrnufélögum í landinu og munum leggja kapp á að kynna deildina vel fyrir landanum í góðu samstarfi við félögin í deildunum. Deildin í ár inniheldur feykilega öflug félög með góða dreifingu um land allt, það er okkar von að landsmenn sæki vel leiki deildarinnar á flakki sínu um landið í sumar,“ segir Einar Njálsson markaðsstjóri Íslenskra Getrauna, í fréttatilkynningu. „Það ríkir mikil ánægja hjá okkur í ÍTF með nýjan samstarfsaðila fyrir 1.deild karla og kvenna. Það er verið að stíga stór skref í sögu ÍTF með þessum samningi en þetta er í fyrsta skiptið sem samtökin selja nafnarétt að íslenskri knattspyrnu. Við erum gríðarlega spennt fyrir samstarfinu enda finnum við fyrir miklum metnaði hjá Íslenskum getraunum. Knattspyrnusumarið er loksins að byrja og okkur hlakkar öllum gríðarlega til. Það ber að þakka Inkasso kærlega fyrir frábært samstarf síðastliðin ár en þeir lögðu ákveðinn grunn sem við vorum staðráðin í að viðhalda og byggja ofan á. Það er því sannarlega fagnaðarefni að fá inn jafn öflugan aðila og Íslenskar getraunir sem hafa stutt frábærlega við íslenskt íþróttalíf í áratugi,“ segir Haraldur Haraldsson formaður ÍTF. Fótbolti Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Íslenskar getraunir og Íslenskur Toppfótbolti hafa samið um markaðsréttindi Lengjunnar vegna 1. deildar karla og kvenna í knattspyrnu fyrir sumarið 2020. Íslensku b-deildirnar heita Lengjudeildirnar sumarið 2020. Deildirnar hafa verið nefndar eftir Inkasso sem hefur verið styrktaraðili 1. deildar karla og kvenna í fótbolta síðustu ár en því samstarfi lauk eftir síðustu leiktíð. Lengjudeild karla á að hefjast föstudaginn 19. júní en daginn áður hefst keppni í Lengjudeild kvenna. „Það er spennandi knattspyrnusumar fram undan og Íslenskar getraunir vilja halda áfram að styðja þétt við bakið á íslenskri knattspyrnu eins og fyrirtækið hefur gert í áraraðir samhliða öðru íþróttalífi í landinu. Við erum gríðarlega ánægð með að fá tækifæri til að vinna enn frekar með knattspyrnufélögum í landinu og munum leggja kapp á að kynna deildina vel fyrir landanum í góðu samstarfi við félögin í deildunum. Deildin í ár inniheldur feykilega öflug félög með góða dreifingu um land allt, það er okkar von að landsmenn sæki vel leiki deildarinnar á flakki sínu um landið í sumar,“ segir Einar Njálsson markaðsstjóri Íslenskra Getrauna, í fréttatilkynningu. „Það ríkir mikil ánægja hjá okkur í ÍTF með nýjan samstarfsaðila fyrir 1.deild karla og kvenna. Það er verið að stíga stór skref í sögu ÍTF með þessum samningi en þetta er í fyrsta skiptið sem samtökin selja nafnarétt að íslenskri knattspyrnu. Við erum gríðarlega spennt fyrir samstarfinu enda finnum við fyrir miklum metnaði hjá Íslenskum getraunum. Knattspyrnusumarið er loksins að byrja og okkur hlakkar öllum gríðarlega til. Það ber að þakka Inkasso kærlega fyrir frábært samstarf síðastliðin ár en þeir lögðu ákveðinn grunn sem við vorum staðráðin í að viðhalda og byggja ofan á. Það er því sannarlega fagnaðarefni að fá inn jafn öflugan aðila og Íslenskar getraunir sem hafa stutt frábærlega við íslenskt íþróttalíf í áratugi,“ segir Haraldur Haraldsson formaður ÍTF.
Fótbolti Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki