„Hlægilegt“ að tala um of há laun í kvennaboltanum Sindri Sverrisson skrifar 29. maí 2020 07:00 Helena Ólafsdóttir hefur stýrt Pepsi Max-mörkum kvenna síðan 2016. vísir/anton Helena Ólafsdóttir, knattspyrnuþjálfari og stjórnandi Pepsi Max-marka kvenna, segir laun kvenna í fótbolta ekki komast nálægt því sem að karlarnir fái og að hlægilegt sé að heyra talað um að knattspyrnukona á Íslandi fái „of há laun“. Helena var spurð út í umræðu um launamál knattspyrnukvenna í Sportinu í dag. Segja má að sú umræða hafi farið af stað með fullyrðingum Mikaels Nikulássonar í hlaðvarpsþættinum Dr. Football um að Anna Björk Kristjánsdóttir fengi hærri laun hjá sínu nýja félagi Selfoss en flestir leikmenn í efstu deild karla. „Ég fagna því að stelpur fái laun og að einhver sjái sér hag í að borga kvenmanni eða karlmanni laun fyrir það sem þau eru að gera. Það má ekki gleymast í umræðunni að við konur eyðum alveg jafnmiklum tíma í íþróttina eins og aðrir, hvort sem það er þjálfari eða leikmaður. Þetta er bara frábær þróun, sem ég hefði viljað sjá mikið fyrr,“ sagði Helena, og bætti við: „Auðvitað á að auðvelda leikmönnum í bestu liðunum það að geta æft eins og atvinnumenn. Það hlýtur að gera deildina okkar betri og leikmenn vilja þá vera hérna. En eins og þetta hefur verið í gegnum tíðina þá eru leikmenn að vinna eða í námi.“ En Helena gaf lítið fyrir orð fyrrnefnds Mikaels þess efnis að Anna Björk fengi hærri laun en knattspyrnukona á Íslandi ætti að fá. „Þetta eru aldrei of há laun. Mér fannst það hlægileg umræða. Ég veit líka alveg hvað há laun eru karla megin, bæði hjá þjálfurum og leikmönnum, og við erum ekki nálægt því.“ Klippa: Sportið í dag - Helena um launaumræðu í kvennaboltanum Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild kvenna Sportið í dag Kjaramál Tengdar fréttir Mikael svarar fyrir sig: Ég er ekki að gera lítið úr konunum þó að þær vilji meina það Mikael Nikulásson nýtti Dr. Football þáttinn í dag til að ræða það hversu ósáttar íslenskar landsliðskonur í knattspyrnu og fleiri voru með ummæli hans á dögunum. 22. maí 2020 12:53 Eiður Smári skaut fast á sparkspeking Dr. Football en eyddi svo færslunni Eiður Smári Guðjohnsen gagnrýndi ummæli sparkspekings Dr. Football sem hann lét falla á dögunum um íslenska landsliðskonu í knattspyrnu. Eiður ákvað síðan að taka færslu sína út. 22. maí 2020 09:30 Landsliðskonur ósáttar vegna ummæla um laun Önnu Bjarkar Landsliðskonum í knattspyrnu og fleirum er verulega brugðið vegna ummæla sem féllu í hlaðvarpsþætti á mánudaginn. Þar kom fram sú skoðun að Anna Björk Kristjánsdóttir, sem samdi við Selfoss um helgina, væri á hærri launum en konur ættu skilið að fá. 20. maí 2020 11:50 Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Hættur hjá BBC eftir 26 ára feril: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Fleiri fréttir Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sjá meira
Helena Ólafsdóttir, knattspyrnuþjálfari og stjórnandi Pepsi Max-marka kvenna, segir laun kvenna í fótbolta ekki komast nálægt því sem að karlarnir fái og að hlægilegt sé að heyra talað um að knattspyrnukona á Íslandi fái „of há laun“. Helena var spurð út í umræðu um launamál knattspyrnukvenna í Sportinu í dag. Segja má að sú umræða hafi farið af stað með fullyrðingum Mikaels Nikulássonar í hlaðvarpsþættinum Dr. Football um að Anna Björk Kristjánsdóttir fengi hærri laun hjá sínu nýja félagi Selfoss en flestir leikmenn í efstu deild karla. „Ég fagna því að stelpur fái laun og að einhver sjái sér hag í að borga kvenmanni eða karlmanni laun fyrir það sem þau eru að gera. Það má ekki gleymast í umræðunni að við konur eyðum alveg jafnmiklum tíma í íþróttina eins og aðrir, hvort sem það er þjálfari eða leikmaður. Þetta er bara frábær þróun, sem ég hefði viljað sjá mikið fyrr,“ sagði Helena, og bætti við: „Auðvitað á að auðvelda leikmönnum í bestu liðunum það að geta æft eins og atvinnumenn. Það hlýtur að gera deildina okkar betri og leikmenn vilja þá vera hérna. En eins og þetta hefur verið í gegnum tíðina þá eru leikmenn að vinna eða í námi.“ En Helena gaf lítið fyrir orð fyrrnefnds Mikaels þess efnis að Anna Björk fengi hærri laun en knattspyrnukona á Íslandi ætti að fá. „Þetta eru aldrei of há laun. Mér fannst það hlægileg umræða. Ég veit líka alveg hvað há laun eru karla megin, bæði hjá þjálfurum og leikmönnum, og við erum ekki nálægt því.“ Klippa: Sportið í dag - Helena um launaumræðu í kvennaboltanum Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild kvenna Sportið í dag Kjaramál Tengdar fréttir Mikael svarar fyrir sig: Ég er ekki að gera lítið úr konunum þó að þær vilji meina það Mikael Nikulásson nýtti Dr. Football þáttinn í dag til að ræða það hversu ósáttar íslenskar landsliðskonur í knattspyrnu og fleiri voru með ummæli hans á dögunum. 22. maí 2020 12:53 Eiður Smári skaut fast á sparkspeking Dr. Football en eyddi svo færslunni Eiður Smári Guðjohnsen gagnrýndi ummæli sparkspekings Dr. Football sem hann lét falla á dögunum um íslenska landsliðskonu í knattspyrnu. Eiður ákvað síðan að taka færslu sína út. 22. maí 2020 09:30 Landsliðskonur ósáttar vegna ummæla um laun Önnu Bjarkar Landsliðskonum í knattspyrnu og fleirum er verulega brugðið vegna ummæla sem féllu í hlaðvarpsþætti á mánudaginn. Þar kom fram sú skoðun að Anna Björk Kristjánsdóttir, sem samdi við Selfoss um helgina, væri á hærri launum en konur ættu skilið að fá. 20. maí 2020 11:50 Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Hættur hjá BBC eftir 26 ára feril: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Fleiri fréttir Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sjá meira
Mikael svarar fyrir sig: Ég er ekki að gera lítið úr konunum þó að þær vilji meina það Mikael Nikulásson nýtti Dr. Football þáttinn í dag til að ræða það hversu ósáttar íslenskar landsliðskonur í knattspyrnu og fleiri voru með ummæli hans á dögunum. 22. maí 2020 12:53
Eiður Smári skaut fast á sparkspeking Dr. Football en eyddi svo færslunni Eiður Smári Guðjohnsen gagnrýndi ummæli sparkspekings Dr. Football sem hann lét falla á dögunum um íslenska landsliðskonu í knattspyrnu. Eiður ákvað síðan að taka færslu sína út. 22. maí 2020 09:30
Landsliðskonur ósáttar vegna ummæla um laun Önnu Bjarkar Landsliðskonum í knattspyrnu og fleirum er verulega brugðið vegna ummæla sem féllu í hlaðvarpsþætti á mánudaginn. Þar kom fram sú skoðun að Anna Björk Kristjánsdóttir, sem samdi við Selfoss um helgina, væri á hærri launum en konur ættu skilið að fá. 20. maí 2020 11:50
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn