Forsætisráðherra segir engan þora á spá um farþegafjölda Heimir Már Pétursson skrifar 27. maí 2020 11:52 Á góðum degi fóru um fjörtíu þúsund manns um Keflavíkurflugvöll áður en kórónuveirufaraldurinn reið yfir. Nú er áætlað að farþegafjöldinn geti farið upp í þrjátíu þúsund manns á mánuði í júní og júlí. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir engan treysta sér til að spá fyrir um flugumferð til Íslands eftir þvi sem líður fram á sumarið. Það sé hins vegar jákvætt að Þýskaland hafi ákveðið að opna fyrir flug til landsins. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra bíður nú tillagna frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni um hvernig staðið skuli að móttöku farþega á Keflavíkurflugvelli eftir að landamærin verða opnuð hinn 15. júní. Starfshópur skilaði ráðherra skýrslu um málið í gær þar sem mælt er með ýmsum ráðstöfunum varðandi upplýsingagjöf til farþega, skilyrði fyrir komu þeirra til landsins, heimildir til lögreglu til að bregðast við fari farþegar ekki eftir tilmælum og svo framvegis. Sóttvarnarlæknir muni skila tillögum sínum til ráðherra um eða fyrir helgi og í framhaldinu birtir ráðherra ákvörðun sína. Forsætisráðherra segir stöðu mála stöðugt vera að breytast. Það sé jákvætt að Þjóðverjar hafi tilkynnt í gær að þþeir ætli að heimila flug til Íslands frá og með 15. júní.Vísir/Vilhelm Stjórnvöld munu greiða kostnað við skimun farþega fyrstu tvær vikurnar eftir að landamærin verða opnuð hinn 15. júní. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir óvissuna í þessum málum enn mikla. „Eins og staðan er núna eru þetta fimm hundruð sýni á dag. Það er gert ráð fyrir að þau afköst geti farið upp í þúsund frá og með miðjum júlí. Það er líka rætt að hugsanlega þurfi að leita til annarra aðila um eitthvert samstarf um þessa skimun,“ segir Katrín. Þar er átt við Íslenska erfðagreiningu sem hefur frá því faraldurinn kom upp skimað tugi þúsunda manna fyrir kórónuveirunni. Forsætisráðherra minnir á að nú séu þrjár vikur þar til opna eigi landamærin og margt geti breyst á þeim tíma. Í gær hafi þær fréttir til að mynda borist að Þjóðverjar ætli að heimila flug til Íslands. „Sem til að mynda eitt og sér breytir þessari mynd. Þannig að það er enginn sem í raun treystir sér til að spá hver flugumferðin nákvæmlega verður til Íslands eftir því sem líður á sumarið,“ segir Katrín Jakobsdóttir. En í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að allt að fjörtíu þúsund manns hafi farið dag hvern um Keflavíkurflugvöll fyrir kórónuveirufaraldurinn. En nú er horft til að um þrjátíu þúsund manns gætu farið um flugvöllinn í hverjum mánuði fram á haustið. Icelandair Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Icelandair stefnir á að hefja flug 15. júní „Við stefnum á að komast á flug upp úr 15. júní og ná sem fyrst að komast í daglega tíðni til okkar helstu áfangastaða til að byrja með og svo auðvitað fylgjumst við eins og allir aðrir með tilkynningum frá okkar nágrannalöndum um hvenær þau opna,“ segir Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair. 25. maí 2020 19:30 Icelandair geti lifað af núverandi ástand til næsta vors Flugáætlun Icelandair frá því um áramót hefur aðeins verið um þrjú prósent af þeirri áætlun sem lá fyrir um fjölda farþega um áramótin. Venjulega fara flugvélar félagsins í 240 ferðir á viku en þær hafa aðeins verið sex á viku undanfarið. 22. maí 2020 19:45 „Ekki fullkomin lausn“ að skima fólk á Keflavíkurflugvelli Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að það sé ljóst að það þurfi töluvert mikið til og mikinn undirbúning ef það á að skima alla farþega á Keflavíkurflugvelli. 26. maí 2020 19:55 Geta í mesta lagi prófað 500 ferðamenn á dag Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans er ekki í stakk búin til að taka sýni úr nema 500 farþegum sem koma til landsins á degi hverjum. 26. maí 2020 14:30 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Forsætisráðherra segir engan treysta sér til að spá fyrir um flugumferð til Íslands eftir þvi sem líður fram á sumarið. Það sé hins vegar jákvætt að Þýskaland hafi ákveðið að opna fyrir flug til landsins. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra bíður nú tillagna frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni um hvernig staðið skuli að móttöku farþega á Keflavíkurflugvelli eftir að landamærin verða opnuð hinn 15. júní. Starfshópur skilaði ráðherra skýrslu um málið í gær þar sem mælt er með ýmsum ráðstöfunum varðandi upplýsingagjöf til farþega, skilyrði fyrir komu þeirra til landsins, heimildir til lögreglu til að bregðast við fari farþegar ekki eftir tilmælum og svo framvegis. Sóttvarnarlæknir muni skila tillögum sínum til ráðherra um eða fyrir helgi og í framhaldinu birtir ráðherra ákvörðun sína. Forsætisráðherra segir stöðu mála stöðugt vera að breytast. Það sé jákvætt að Þjóðverjar hafi tilkynnt í gær að þþeir ætli að heimila flug til Íslands frá og með 15. júní.Vísir/Vilhelm Stjórnvöld munu greiða kostnað við skimun farþega fyrstu tvær vikurnar eftir að landamærin verða opnuð hinn 15. júní. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir óvissuna í þessum málum enn mikla. „Eins og staðan er núna eru þetta fimm hundruð sýni á dag. Það er gert ráð fyrir að þau afköst geti farið upp í þúsund frá og með miðjum júlí. Það er líka rætt að hugsanlega þurfi að leita til annarra aðila um eitthvert samstarf um þessa skimun,“ segir Katrín. Þar er átt við Íslenska erfðagreiningu sem hefur frá því faraldurinn kom upp skimað tugi þúsunda manna fyrir kórónuveirunni. Forsætisráðherra minnir á að nú séu þrjár vikur þar til opna eigi landamærin og margt geti breyst á þeim tíma. Í gær hafi þær fréttir til að mynda borist að Þjóðverjar ætli að heimila flug til Íslands. „Sem til að mynda eitt og sér breytir þessari mynd. Þannig að það er enginn sem í raun treystir sér til að spá hver flugumferðin nákvæmlega verður til Íslands eftir því sem líður á sumarið,“ segir Katrín Jakobsdóttir. En í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að allt að fjörtíu þúsund manns hafi farið dag hvern um Keflavíkurflugvöll fyrir kórónuveirufaraldurinn. En nú er horft til að um þrjátíu þúsund manns gætu farið um flugvöllinn í hverjum mánuði fram á haustið.
Icelandair Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Icelandair stefnir á að hefja flug 15. júní „Við stefnum á að komast á flug upp úr 15. júní og ná sem fyrst að komast í daglega tíðni til okkar helstu áfangastaða til að byrja með og svo auðvitað fylgjumst við eins og allir aðrir með tilkynningum frá okkar nágrannalöndum um hvenær þau opna,“ segir Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair. 25. maí 2020 19:30 Icelandair geti lifað af núverandi ástand til næsta vors Flugáætlun Icelandair frá því um áramót hefur aðeins verið um þrjú prósent af þeirri áætlun sem lá fyrir um fjölda farþega um áramótin. Venjulega fara flugvélar félagsins í 240 ferðir á viku en þær hafa aðeins verið sex á viku undanfarið. 22. maí 2020 19:45 „Ekki fullkomin lausn“ að skima fólk á Keflavíkurflugvelli Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að það sé ljóst að það þurfi töluvert mikið til og mikinn undirbúning ef það á að skima alla farþega á Keflavíkurflugvelli. 26. maí 2020 19:55 Geta í mesta lagi prófað 500 ferðamenn á dag Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans er ekki í stakk búin til að taka sýni úr nema 500 farþegum sem koma til landsins á degi hverjum. 26. maí 2020 14:30 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Icelandair stefnir á að hefja flug 15. júní „Við stefnum á að komast á flug upp úr 15. júní og ná sem fyrst að komast í daglega tíðni til okkar helstu áfangastaða til að byrja með og svo auðvitað fylgjumst við eins og allir aðrir með tilkynningum frá okkar nágrannalöndum um hvenær þau opna,“ segir Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair. 25. maí 2020 19:30
Icelandair geti lifað af núverandi ástand til næsta vors Flugáætlun Icelandair frá því um áramót hefur aðeins verið um þrjú prósent af þeirri áætlun sem lá fyrir um fjölda farþega um áramótin. Venjulega fara flugvélar félagsins í 240 ferðir á viku en þær hafa aðeins verið sex á viku undanfarið. 22. maí 2020 19:45
„Ekki fullkomin lausn“ að skima fólk á Keflavíkurflugvelli Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að það sé ljóst að það þurfi töluvert mikið til og mikinn undirbúning ef það á að skima alla farþega á Keflavíkurflugvelli. 26. maí 2020 19:55
Geta í mesta lagi prófað 500 ferðamenn á dag Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans er ekki í stakk búin til að taka sýni úr nema 500 farþegum sem koma til landsins á degi hverjum. 26. maí 2020 14:30