Samningum rift við barnshafandi leikmenn: „Íþróttakonur eru ótrúlega lítið verndaðar“ Sindri Sverrisson skrifar 26. maí 2020 21:00 Sif Atladóttir var orðin mamma þegar hún gegndi lykilhlutverki í vörn Íslands á EM 2017. Hér smellir hún kossi á dóttur sína eftir leik á mótinu. VÍSIR/GETTY Sif Atladóttir, landsliðskona í fótbolta og leikmaður Kristianstad, er komin í stjórn sænsku leikmannasamtakanna. Hún er ólétt að sínu öðru barni og vill meðal annars stuðla að bættri stöðu knattspyrnukvenna sem eignast börn. Sif benti á það í viðtali við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag að knattspyrnukonur byggju við mikið óöryggi varðandi það hvort þær gætu haldið áfram hjá sínu félagi eftir fæðingarorlof, og að ljótar sögur væru til af riftun samninga vegna óléttu. „Við sem íþróttakonur erum ótrúlega lítið verndaðar með reglum. Ég er búin að heyra ótrúlega leiðinlegar sögur þar sem að konur segja frá því að þær séu orðnar óléttar og þá er samningum bara rift; „skilaðu þessu og þessu, takk og bless!“ Fyrir mér er þetta ótrúlega sorglegt því að það á ekki að vera neinn endir á neinu að búa til fjölskyldu. Stuðningurinn frá íþróttaheiminum er hins vegar takmarkaður því það veit enginn hver á að taka hvað ábyrgð eða hvaða reglugerðir eiga að grípa inn í. Þetta er viðkvæmt málefni en ef að við horfum bara á það þegar konur voru að fara fyrst út á atvinnumarkaðinn þá komu allar þessar spurningar upp, en við erum svolítið á byrjunarreitnum enn í íþróttaheiminum,“ sagði Sif. Eiga allir að geta snúið til baka eftir að hafa eignast fjölskyldu Guðbjörg Gunnarsdóttir, landsliðsmarkvörður, eignaðist tvíbura í janúar. Hún er leikmaður Djurgården í Svíþjóð og sagði við fótboltavefsíðuna Fotboll Sthlm að hún hefði óttast að fá ekki tækifæri aftur hjá sínu félagi eftir barneignir. „Ég talaði við Guggu í gær og við ræddum þessi mál aðeins. Það skiptir máli hvað þú ert búinn að gera og leggja inn á bankann til þess að sjá hvort að maður sé nógu aðlaðandi til að fá mann til baka. Það skiptir því máli fyrir þann sem er að ráða mann hvað maður er búinn að gera til að sjá hvort það sé þess virði að fá mann til baka. Það er því ákveðin „sortering“ í burtu, sem mér finnst náttúrulega fáránleg. Það eiga allir að geta átt möguleika á að eignast fjölskyldu og koma til baka. Íþróttirnar ganga svolítið út á fjölskyldur, að fá fjölskylduna á völlinn, en þegar maður kíkir á efsta stigið þá erum við ekki margar kvennamegin sem eignumst fjölskyldu og komum til baka,“ sagði Sif en nánar er rætt við hana í innslaginu hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Sif Atla um baráttuna fyrir réttindum fótboltakvenna Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sænski boltinn Fótbolti Íslendingar erlendis Svíþjóð Sportið í dag Tengdar fréttir Segir að fótboltakonur ræði aldrei barneignir í klefanum Íslensku landsliðskonurnar Sif Atladóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir hafa báðar vakið athygli á stöðu þungaðra knattspyrnukvenna í viðtölum við sænska fjölmiðla. 26. maí 2020 11:00 Óléttar knattspyrnukonur í Svíþjóð eru nú með íslenska baráttukonu í sínu horni Sif Atladóttir lætur verkin tala í baráttunni fyrir réttindum þungaðra knattspyrnukvenna því hún er komin í stjórn sænsku leikmannasamtakanna. 26. maí 2020 09:00 Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Fótbolti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ Sjá meira
Sif Atladóttir, landsliðskona í fótbolta og leikmaður Kristianstad, er komin í stjórn sænsku leikmannasamtakanna. Hún er ólétt að sínu öðru barni og vill meðal annars stuðla að bættri stöðu knattspyrnukvenna sem eignast börn. Sif benti á það í viðtali við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag að knattspyrnukonur byggju við mikið óöryggi varðandi það hvort þær gætu haldið áfram hjá sínu félagi eftir fæðingarorlof, og að ljótar sögur væru til af riftun samninga vegna óléttu. „Við sem íþróttakonur erum ótrúlega lítið verndaðar með reglum. Ég er búin að heyra ótrúlega leiðinlegar sögur þar sem að konur segja frá því að þær séu orðnar óléttar og þá er samningum bara rift; „skilaðu þessu og þessu, takk og bless!“ Fyrir mér er þetta ótrúlega sorglegt því að það á ekki að vera neinn endir á neinu að búa til fjölskyldu. Stuðningurinn frá íþróttaheiminum er hins vegar takmarkaður því það veit enginn hver á að taka hvað ábyrgð eða hvaða reglugerðir eiga að grípa inn í. Þetta er viðkvæmt málefni en ef að við horfum bara á það þegar konur voru að fara fyrst út á atvinnumarkaðinn þá komu allar þessar spurningar upp, en við erum svolítið á byrjunarreitnum enn í íþróttaheiminum,“ sagði Sif. Eiga allir að geta snúið til baka eftir að hafa eignast fjölskyldu Guðbjörg Gunnarsdóttir, landsliðsmarkvörður, eignaðist tvíbura í janúar. Hún er leikmaður Djurgården í Svíþjóð og sagði við fótboltavefsíðuna Fotboll Sthlm að hún hefði óttast að fá ekki tækifæri aftur hjá sínu félagi eftir barneignir. „Ég talaði við Guggu í gær og við ræddum þessi mál aðeins. Það skiptir máli hvað þú ert búinn að gera og leggja inn á bankann til þess að sjá hvort að maður sé nógu aðlaðandi til að fá mann til baka. Það skiptir því máli fyrir þann sem er að ráða mann hvað maður er búinn að gera til að sjá hvort það sé þess virði að fá mann til baka. Það er því ákveðin „sortering“ í burtu, sem mér finnst náttúrulega fáránleg. Það eiga allir að geta átt möguleika á að eignast fjölskyldu og koma til baka. Íþróttirnar ganga svolítið út á fjölskyldur, að fá fjölskylduna á völlinn, en þegar maður kíkir á efsta stigið þá erum við ekki margar kvennamegin sem eignumst fjölskyldu og komum til baka,“ sagði Sif en nánar er rætt við hana í innslaginu hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Sif Atla um baráttuna fyrir réttindum fótboltakvenna Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sænski boltinn Fótbolti Íslendingar erlendis Svíþjóð Sportið í dag Tengdar fréttir Segir að fótboltakonur ræði aldrei barneignir í klefanum Íslensku landsliðskonurnar Sif Atladóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir hafa báðar vakið athygli á stöðu þungaðra knattspyrnukvenna í viðtölum við sænska fjölmiðla. 26. maí 2020 11:00 Óléttar knattspyrnukonur í Svíþjóð eru nú með íslenska baráttukonu í sínu horni Sif Atladóttir lætur verkin tala í baráttunni fyrir réttindum þungaðra knattspyrnukvenna því hún er komin í stjórn sænsku leikmannasamtakanna. 26. maí 2020 09:00 Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Fótbolti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ Sjá meira
Segir að fótboltakonur ræði aldrei barneignir í klefanum Íslensku landsliðskonurnar Sif Atladóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir hafa báðar vakið athygli á stöðu þungaðra knattspyrnukvenna í viðtölum við sænska fjölmiðla. 26. maí 2020 11:00
Óléttar knattspyrnukonur í Svíþjóð eru nú með íslenska baráttukonu í sínu horni Sif Atladóttir lætur verkin tala í baráttunni fyrir réttindum þungaðra knattspyrnukvenna því hún er komin í stjórn sænsku leikmannasamtakanna. 26. maí 2020 09:00