Mannleg mistök sem við tökum hæfilega létt - „Puma sótti það fast að semja við okkur“ Sindri Sverrisson skrifar 26. maí 2020 19:04 Þessi mynd lak á netið og virðist sýna nýja landsliðstreyju og merki íslensku fótboltalandsliðanna. „Þetta kom okkur á óvart en þetta var fínasta mynd,“ sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, um það þegar nýr samstarfsaðili KSÍ, Puma, birti óvart mynd sem virtist sýna nýja treyju og merki íslensku fótboltalandsliðanna. Guðni sagði í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í Sportpakkanum að ekki væri endilega víst að treyjan sem hann sást halda á á myndinni yrði næsta aðaltreyja Íslands. „Það á eftir að koma í ljós. Þetta var ein af þessum prufutreyjum sem við vorum að vinna með. Þetta kemur auðvitað allt í ljós þegar að við kynnum treyjuna formlega um mánaðamótin júní/júlí,“ sagði Guðni. Merkið sem sást á treyjunni er þó væntanlega nýja merkið sem verður á landsliðstreyjum Íslands, eða hvað? „Það má alveg búast við því. Ég held að það sé alveg ágætlega ályktað að svo gæti verið. Við höfum auðvitað líka verið í hönnunarvinnu með merkið, með Brandenburg, og unnið með Puma og hönnuðum að því að bæði hanna treyju og merki, og þetta var svona einn afraksturinn af því. Við erum með nokkrar treyjur í gangi og það verður spennandi að sjá endanlegu útgáfuna,“ sagði Guðni, sem vildi ekki gera mikið úr þeim mistökum Puma að sýna treyjuna og merkið, sem ætlun KSÍ var og er enn að kynna í næsta mánuði: „Ég held að þetta séu bara mannleg mistök. Þetta birtist og við höfum farið yfir málið með Puma, og við tökum þessu hæfilega létt. Við erum að eiga við ýmislegt í samfélaginu, bæði hér og úti um allan heim. Auðvitað var þetta ekki eins og til var ætlast en svona fór þetta og við verðum bara að vinna úr þeirri stöðu. Það stóð alltaf til að kynna þetta þegar að okkar samningi við Errea lyki í lok júní, svo það er ekki mikið breytt. Kannski er dulúðin aðeins farin eða þá að þetta skapar vangaveltur og enn meiri spennu,“ sagði Guðni. KSÍ hefur notað treyjur frá Errea síðustu átján ár en nú lýkur því samstarfi. „Við erum mjög ánægð með þennan samning. Puma sótti það fast að semja við okkur og þetta er eitt af stærstu íþróttavörumerkjum í heimi,“ sagði Guðni. Klippa: Sportpakkinn - Guðni Bergs KSÍ Fótbolti Tengdar fréttir KSÍ staðfestir að nýja merkið sýni landvættina fjóra ásamt fánakrossi Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ, segir að Puma hafi komið KSÍ í opna skjöldu með því að birta nýja KSÍ merkið á vef sínum í dag. 26. maí 2020 13:31 Er þetta nýr búningur íslenska landsliðsins? Puma tók forskot á sæluna og birti nýjan búning íslensku fótboltalandsliðana 26. maí 2020 09:42 KSÍ gerir sex ára samning við PUMA og kynnir nýtt landsliðsmerki í lok júní KSÍ hefur gengið frá sex ára samningi við íþróttavöruframleiðandann Puma en KSÍ tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum sínum í morgun. Þetta hafði legið í loftinu í einhvern tíma en núverandi samningur við Errea var að renna út. 26. maí 2020 07:30 Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Sjá meira
„Þetta kom okkur á óvart en þetta var fínasta mynd,“ sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, um það þegar nýr samstarfsaðili KSÍ, Puma, birti óvart mynd sem virtist sýna nýja treyju og merki íslensku fótboltalandsliðanna. Guðni sagði í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í Sportpakkanum að ekki væri endilega víst að treyjan sem hann sást halda á á myndinni yrði næsta aðaltreyja Íslands. „Það á eftir að koma í ljós. Þetta var ein af þessum prufutreyjum sem við vorum að vinna með. Þetta kemur auðvitað allt í ljós þegar að við kynnum treyjuna formlega um mánaðamótin júní/júlí,“ sagði Guðni. Merkið sem sást á treyjunni er þó væntanlega nýja merkið sem verður á landsliðstreyjum Íslands, eða hvað? „Það má alveg búast við því. Ég held að það sé alveg ágætlega ályktað að svo gæti verið. Við höfum auðvitað líka verið í hönnunarvinnu með merkið, með Brandenburg, og unnið með Puma og hönnuðum að því að bæði hanna treyju og merki, og þetta var svona einn afraksturinn af því. Við erum með nokkrar treyjur í gangi og það verður spennandi að sjá endanlegu útgáfuna,“ sagði Guðni, sem vildi ekki gera mikið úr þeim mistökum Puma að sýna treyjuna og merkið, sem ætlun KSÍ var og er enn að kynna í næsta mánuði: „Ég held að þetta séu bara mannleg mistök. Þetta birtist og við höfum farið yfir málið með Puma, og við tökum þessu hæfilega létt. Við erum að eiga við ýmislegt í samfélaginu, bæði hér og úti um allan heim. Auðvitað var þetta ekki eins og til var ætlast en svona fór þetta og við verðum bara að vinna úr þeirri stöðu. Það stóð alltaf til að kynna þetta þegar að okkar samningi við Errea lyki í lok júní, svo það er ekki mikið breytt. Kannski er dulúðin aðeins farin eða þá að þetta skapar vangaveltur og enn meiri spennu,“ sagði Guðni. KSÍ hefur notað treyjur frá Errea síðustu átján ár en nú lýkur því samstarfi. „Við erum mjög ánægð með þennan samning. Puma sótti það fast að semja við okkur og þetta er eitt af stærstu íþróttavörumerkjum í heimi,“ sagði Guðni. Klippa: Sportpakkinn - Guðni Bergs
KSÍ Fótbolti Tengdar fréttir KSÍ staðfestir að nýja merkið sýni landvættina fjóra ásamt fánakrossi Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ, segir að Puma hafi komið KSÍ í opna skjöldu með því að birta nýja KSÍ merkið á vef sínum í dag. 26. maí 2020 13:31 Er þetta nýr búningur íslenska landsliðsins? Puma tók forskot á sæluna og birti nýjan búning íslensku fótboltalandsliðana 26. maí 2020 09:42 KSÍ gerir sex ára samning við PUMA og kynnir nýtt landsliðsmerki í lok júní KSÍ hefur gengið frá sex ára samningi við íþróttavöruframleiðandann Puma en KSÍ tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum sínum í morgun. Þetta hafði legið í loftinu í einhvern tíma en núverandi samningur við Errea var að renna út. 26. maí 2020 07:30 Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Sjá meira
KSÍ staðfestir að nýja merkið sýni landvættina fjóra ásamt fánakrossi Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ, segir að Puma hafi komið KSÍ í opna skjöldu með því að birta nýja KSÍ merkið á vef sínum í dag. 26. maí 2020 13:31
Er þetta nýr búningur íslenska landsliðsins? Puma tók forskot á sæluna og birti nýjan búning íslensku fótboltalandsliðana 26. maí 2020 09:42
KSÍ gerir sex ára samning við PUMA og kynnir nýtt landsliðsmerki í lok júní KSÍ hefur gengið frá sex ára samningi við íþróttavöruframleiðandann Puma en KSÍ tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum sínum í morgun. Þetta hafði legið í loftinu í einhvern tíma en núverandi samningur við Errea var að renna út. 26. maí 2020 07:30