Arnar hljóp fyrsta maraþonið án undirbúnings og sló 26 ára met - Valdi hlaupin eftir að Martin fékk landsliðssæti Sindri Sverrisson skrifar 26. maí 2020 18:00 Arnar Pétursson var gestur í Sportinu í dag. MYND/STÖÐ 2 SPORT Arnar Pétursson var á kafi í körfubolta þegar hann kom foreldrum sínum og fleirum í opna skjöldu með því að hlaupa maraþon 18 ára gamall, og slá 26 ára gamalt Íslandsmet. Arnar er án vafa fremsti maraþonhlaupari Íslands í dag en hann hefur komið fyrstur í mark í heilu maraþoni í Reykjavíkurmaraþoninu fjögur síðustu ár í röð. Hann vann hlaupið í fyrsta sinn árið 2011 eftir að hafa óvænt keppt árið 2009 og náð frábærum árangri þrátt fyrir engan sérstakan undirbúning: „Ég fer 18 ára og skrái mig í Reykjavíkurmaraþonið. Þetta var þá í fyrsta sinn sem það var ekki landsliðsverkefni hjá yngri landsliðunum í körfubolta, þannig að ég gat mætt. Ég ákvað þetta bara með 2-3 vikna fyrirvara og lét mömmu og pabba vita í einhverju matarboði. Það var eins og að fólk missti bara hnífapörin á diskana við þetta, eins og að ég hefði ákveðið að stökkva úr flugvél með enga fallhlíf,“ sagði Arnar í Sportinu í dag. Foreldrarnir á leið út á Nes þegar Arnar var að koma í mark „Í fyrsta lagi hafði enginn trú á að ég gæti gert þetta og svo fannst fólki þetta bara galið. Eini undirbúningurinn minn var í raun að búa til playlista fyrir hlaupið – ákveða hvaða lög ég vildi hlusta á. Ég ákvað líka að labba á öllum drykkjarstöðvunum, borða banana þar og svona, og ég var að hlaupa með einhverjum hópi sem ég þurfti svo alltaf að spretta til að ná á milli drykkjarstöðva. En þetta endaði með því að ég varð í 2. sæti af Íslendingum, og sló eitthvað 26 ára gamalt Íslandsmet í flokki 20-22 ára, og 18-20 ára, og hljóp vel undir þremur klukkustundum. Þá var ljóst að þetta lægi svolítið vel fyrir manni,“ sagði Arnar sem kom foreldrum sínum svo sannarlega á óvart: „Þau bjuggust ekki við mér í markinu svona snemma. Þau voru á leiðinni út á Seltjarnarnes til að ná að horfa á mig, þegar þau voru látin vita að ég væri að koma í mark. Þau bjuggust ekki við mér á þessum tíma og ekki ég heldur eiginlega. Ég vissi ekki hvort þetta væri gott eða slæmt, ég hljóp bara eins og mér fannst þægilegt að hlaupa. Þegar ég kom í mark fékk ég svo einhvern miða sem á stóð að ég þyrfti að mæta í verðlaunaafhendingu. Það var svo ekki fyrr en tveimur árum seinna sem ég fór í hlaupin af alvöru.“ Martin fékk landsliðssætið og þá var ekki aftur snúið Hlaupin tóku sem sagt við af körfuboltanum og þar spilaði inn í að Martin nokkur Hermannsson var valinn fram yfir Arnar í U20-landsliðið á sínum tíma. „Þegar ég var í fótbolta og körfubolta fór ég aldrei út að hlaupa tíu kílómetra bara af því að mér þætti það einhver snilld. Langt því frá. Ég hljóp alltaf á eftir bolta. Það var svo ekki fyrr en í U20-landsliðinu í körfubolta, að ég ákvað að fara í útskriftarferðina í Versló og missti því af fyrstu tveimur æfingunum, og ég var á endanum „þrettándi maður“ í landsliðshópnum en tólf fóru út. Fyrir mér á þeim tíma þá leit þetta út fyrir að vera barátta á milli mín og Martins Hermannssonar. Hann er þó ´94-módel og þremur árum yngri, en var samt valinn í U20-landsliðið. Mér fannst að ég ætti að vera valinn, en ég held að það hafi verið mjög gott fyrir báða aðila að þetta færi svona. Ég ákvað þá í byrjun sumars að prófa að æfa fyrir Reykjavíkurmaraþonið, eftir að hafa ekkert æft fyrir fyrsta hlaupið, og það endaði þá með því að ég vann hlaupið, fyrstur af bæði útlendingum og Íslendingum. Þá sá maður að þetta væri vettvangur þar sem að allt væri genatískt með mér, öfugt við í körfunni þar sem ég er nú ekki tveir metrar á hæð. Hlaupin lágu fyrir manni,“ sagði Arnar. Klippa: Sportið í dag - Arnar Pétursson um hvernig hann byrjaði í langhlaupum Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Frjálsar íþróttir Reykjavíkurmaraþon Sportið í dag Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sjá meira
Arnar Pétursson var á kafi í körfubolta þegar hann kom foreldrum sínum og fleirum í opna skjöldu með því að hlaupa maraþon 18 ára gamall, og slá 26 ára gamalt Íslandsmet. Arnar er án vafa fremsti maraþonhlaupari Íslands í dag en hann hefur komið fyrstur í mark í heilu maraþoni í Reykjavíkurmaraþoninu fjögur síðustu ár í röð. Hann vann hlaupið í fyrsta sinn árið 2011 eftir að hafa óvænt keppt árið 2009 og náð frábærum árangri þrátt fyrir engan sérstakan undirbúning: „Ég fer 18 ára og skrái mig í Reykjavíkurmaraþonið. Þetta var þá í fyrsta sinn sem það var ekki landsliðsverkefni hjá yngri landsliðunum í körfubolta, þannig að ég gat mætt. Ég ákvað þetta bara með 2-3 vikna fyrirvara og lét mömmu og pabba vita í einhverju matarboði. Það var eins og að fólk missti bara hnífapörin á diskana við þetta, eins og að ég hefði ákveðið að stökkva úr flugvél með enga fallhlíf,“ sagði Arnar í Sportinu í dag. Foreldrarnir á leið út á Nes þegar Arnar var að koma í mark „Í fyrsta lagi hafði enginn trú á að ég gæti gert þetta og svo fannst fólki þetta bara galið. Eini undirbúningurinn minn var í raun að búa til playlista fyrir hlaupið – ákveða hvaða lög ég vildi hlusta á. Ég ákvað líka að labba á öllum drykkjarstöðvunum, borða banana þar og svona, og ég var að hlaupa með einhverjum hópi sem ég þurfti svo alltaf að spretta til að ná á milli drykkjarstöðva. En þetta endaði með því að ég varð í 2. sæti af Íslendingum, og sló eitthvað 26 ára gamalt Íslandsmet í flokki 20-22 ára, og 18-20 ára, og hljóp vel undir þremur klukkustundum. Þá var ljóst að þetta lægi svolítið vel fyrir manni,“ sagði Arnar sem kom foreldrum sínum svo sannarlega á óvart: „Þau bjuggust ekki við mér í markinu svona snemma. Þau voru á leiðinni út á Seltjarnarnes til að ná að horfa á mig, þegar þau voru látin vita að ég væri að koma í mark. Þau bjuggust ekki við mér á þessum tíma og ekki ég heldur eiginlega. Ég vissi ekki hvort þetta væri gott eða slæmt, ég hljóp bara eins og mér fannst þægilegt að hlaupa. Þegar ég kom í mark fékk ég svo einhvern miða sem á stóð að ég þyrfti að mæta í verðlaunaafhendingu. Það var svo ekki fyrr en tveimur árum seinna sem ég fór í hlaupin af alvöru.“ Martin fékk landsliðssætið og þá var ekki aftur snúið Hlaupin tóku sem sagt við af körfuboltanum og þar spilaði inn í að Martin nokkur Hermannsson var valinn fram yfir Arnar í U20-landsliðið á sínum tíma. „Þegar ég var í fótbolta og körfubolta fór ég aldrei út að hlaupa tíu kílómetra bara af því að mér þætti það einhver snilld. Langt því frá. Ég hljóp alltaf á eftir bolta. Það var svo ekki fyrr en í U20-landsliðinu í körfubolta, að ég ákvað að fara í útskriftarferðina í Versló og missti því af fyrstu tveimur æfingunum, og ég var á endanum „þrettándi maður“ í landsliðshópnum en tólf fóru út. Fyrir mér á þeim tíma þá leit þetta út fyrir að vera barátta á milli mín og Martins Hermannssonar. Hann er þó ´94-módel og þremur árum yngri, en var samt valinn í U20-landsliðið. Mér fannst að ég ætti að vera valinn, en ég held að það hafi verið mjög gott fyrir báða aðila að þetta færi svona. Ég ákvað þá í byrjun sumars að prófa að æfa fyrir Reykjavíkurmaraþonið, eftir að hafa ekkert æft fyrir fyrsta hlaupið, og það endaði þá með því að ég vann hlaupið, fyrstur af bæði útlendingum og Íslendingum. Þá sá maður að þetta væri vettvangur þar sem að allt væri genatískt með mér, öfugt við í körfunni þar sem ég er nú ekki tveir metrar á hæð. Hlaupin lágu fyrir manni,“ sagði Arnar. Klippa: Sportið í dag - Arnar Pétursson um hvernig hann byrjaði í langhlaupum Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Frjálsar íþróttir Reykjavíkurmaraþon Sportið í dag Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sjá meira