Íslendingar áætla að eyða ríflega 70 þúsund krónum í innanlandsferðalög Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. maí 2020 13:24 Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri og Andri Heiðar Kristinsson framkvæmdastjóri Stafræns Íslands telja að ferðagjöf stjórnvalda og hvatningarátak muni hafa afar jákvæð áhrif á ferðamennsku innanlands. Vísir/Egill Stór hluti Íslendinga hyggst ferðast innanlands í sumar og áætlar að verja ríflega sjötíu þúsund krónum í ferðlögin. Næstum sex af hverjum tíu ætlar ekki til útlanda fyrr en eftir sex mánuði. Ferðagjöf, stafrænt gjafabréf stjórnvalda var kynnt í morgun Stafrænu gjafabréfin eru liður í aðgerðum stjórnvalda til að veita efnahagslífinu, einkum ferðaþjónustunni viðspyrnu á tímum kórónuveirufaraldursins. Hver Íslendingur fær um fimm þúsund krónur í sinn hlut. Áætlað er að átakið hefjist í byrjun júní og samhliða fer af stað hvatningarátak um ferðalög innanlands. Verkefnið er á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins í samtarfi við Ferðamálastofu, Samtök ferðaþjónustunnar og Stafræns Íslands. Einstakt tækifæri til að kynnast landinu Andri Heiðar Kristinsson er framkvæmdastjóri Stafræns Íslands. „Þetta er einstakt tækifæri til að ferðast innanlands og ferðagjöfin verður í formi smáforrits í farsíma þannig að allir geta nálgast hana. Það er hægt að fara nokkrar leiðir í að sækja ferðagjöfina. Það verður hægt að fara í App Store í símanum og sækja það þar eða notað rafræn skilríki eða Íslykillinn svokallaða. Það verður hægt að gefa öðrum hana . Það verður hægt að nota hana á staðnum en það verður líka hægt að bóka beint hjá ferðaþjónustufyrirtækjum,“ segor Andri. Hefði viljað sjá áform um meiri útgjöld [Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri telur að átak stjórnvalda muni hafa jákvæð áhrif á ferðaþjónustuna. Ferðagjöfin mun nýtast landsmönnum og ferðaþjónustunni en hún er líka hluti af stærra hvatningarátaki til að fá fólk til að ferðast innanlands í sumar. Nú verður lítið af erlendum ferðamönnum en þeir hafa verið um átta sinnum fleiri en Íslendingar. Það er talsvert mikið að fara út af markaðnum en við erum að gera ráð fyrir að Íslendingar muni ferðast um landið í sumar, ferðaávísunin, hvatningarátakið og það sem fyrirtæki eru að gera mun allt saman vega upp það tap sem fækkun erlendra ferðamanna er,“ segir Skarphéðinn. Á fundinum voru kynntar niðurstöður könnunar á vegum Ferðamálastofu um ferðalög Íslendinga um landið. MMR framkvæmdi könnunina og Þar kom fram að í janúar hugðust 94% Íslendingar ferðast innan- og utanlands. Í könnun sem var gerð í mars sögðust tæplega sex af hverjum tíu ekki ætla að ferðast til útlanda næstu sex mánuði sama hlutfall ætlar í þrjú til sjö ferðir innanlands í sumar. Flestir ætla að heimsækja norður- og suðurland og langflestir ætla að stunda jarðböð eða sund enda er náttúran aðal aðdráttaraflið samkvæmt könnuninni. Að meðaltali áætlar fólk að verja um 72.000 krónum í ferðalögin innanlands í sumar. „Ég hefði viljað sjá áform um meiri útgjöld og hef þá trú að þegar innlend ferðaþjónustufyrirtæki fara að bjóða sína góðu þjónustu þá verði það þannig,“ segir Skarphéðinn. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hægt verði að greiða með allt að 15 gjafabréfum Gjafabréfið sem hvetja á Íslendinga til að ferðast innanlands í sumar er farið að taka á sig mynd. 22. maí 2020 15:35 Ferðagjöfina til Íslendinga verður hægt að nálgast fyrstu vikuna í júní Hver Íslendingur fær um 5300 krónur í sinn hlut. 8. maí 2020 15:40 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Stór hluti Íslendinga hyggst ferðast innanlands í sumar og áætlar að verja ríflega sjötíu þúsund krónum í ferðlögin. Næstum sex af hverjum tíu ætlar ekki til útlanda fyrr en eftir sex mánuði. Ferðagjöf, stafrænt gjafabréf stjórnvalda var kynnt í morgun Stafrænu gjafabréfin eru liður í aðgerðum stjórnvalda til að veita efnahagslífinu, einkum ferðaþjónustunni viðspyrnu á tímum kórónuveirufaraldursins. Hver Íslendingur fær um fimm þúsund krónur í sinn hlut. Áætlað er að átakið hefjist í byrjun júní og samhliða fer af stað hvatningarátak um ferðalög innanlands. Verkefnið er á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins í samtarfi við Ferðamálastofu, Samtök ferðaþjónustunnar og Stafræns Íslands. Einstakt tækifæri til að kynnast landinu Andri Heiðar Kristinsson er framkvæmdastjóri Stafræns Íslands. „Þetta er einstakt tækifæri til að ferðast innanlands og ferðagjöfin verður í formi smáforrits í farsíma þannig að allir geta nálgast hana. Það er hægt að fara nokkrar leiðir í að sækja ferðagjöfina. Það verður hægt að fara í App Store í símanum og sækja það þar eða notað rafræn skilríki eða Íslykillinn svokallaða. Það verður hægt að gefa öðrum hana . Það verður hægt að nota hana á staðnum en það verður líka hægt að bóka beint hjá ferðaþjónustufyrirtækjum,“ segor Andri. Hefði viljað sjá áform um meiri útgjöld [Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri telur að átak stjórnvalda muni hafa jákvæð áhrif á ferðaþjónustuna. Ferðagjöfin mun nýtast landsmönnum og ferðaþjónustunni en hún er líka hluti af stærra hvatningarátaki til að fá fólk til að ferðast innanlands í sumar. Nú verður lítið af erlendum ferðamönnum en þeir hafa verið um átta sinnum fleiri en Íslendingar. Það er talsvert mikið að fara út af markaðnum en við erum að gera ráð fyrir að Íslendingar muni ferðast um landið í sumar, ferðaávísunin, hvatningarátakið og það sem fyrirtæki eru að gera mun allt saman vega upp það tap sem fækkun erlendra ferðamanna er,“ segir Skarphéðinn. Á fundinum voru kynntar niðurstöður könnunar á vegum Ferðamálastofu um ferðalög Íslendinga um landið. MMR framkvæmdi könnunina og Þar kom fram að í janúar hugðust 94% Íslendingar ferðast innan- og utanlands. Í könnun sem var gerð í mars sögðust tæplega sex af hverjum tíu ekki ætla að ferðast til útlanda næstu sex mánuði sama hlutfall ætlar í þrjú til sjö ferðir innanlands í sumar. Flestir ætla að heimsækja norður- og suðurland og langflestir ætla að stunda jarðböð eða sund enda er náttúran aðal aðdráttaraflið samkvæmt könnuninni. Að meðaltali áætlar fólk að verja um 72.000 krónum í ferðalögin innanlands í sumar. „Ég hefði viljað sjá áform um meiri útgjöld og hef þá trú að þegar innlend ferðaþjónustufyrirtæki fara að bjóða sína góðu þjónustu þá verði það þannig,“ segir Skarphéðinn.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hægt verði að greiða með allt að 15 gjafabréfum Gjafabréfið sem hvetja á Íslendinga til að ferðast innanlands í sumar er farið að taka á sig mynd. 22. maí 2020 15:35 Ferðagjöfina til Íslendinga verður hægt að nálgast fyrstu vikuna í júní Hver Íslendingur fær um 5300 krónur í sinn hlut. 8. maí 2020 15:40 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Hægt verði að greiða með allt að 15 gjafabréfum Gjafabréfið sem hvetja á Íslendinga til að ferðast innanlands í sumar er farið að taka á sig mynd. 22. maí 2020 15:35
Ferðagjöfina til Íslendinga verður hægt að nálgast fyrstu vikuna í júní Hver Íslendingur fær um 5300 krónur í sinn hlut. 8. maí 2020 15:40