Sjálfstæðisflokkurinn og útlendingalög Arnar Kjartansson skrifar 25. maí 2020 19:00 Nú nýlega reyndi Sjálfstæðisflokkurinn að lauma inn siðlausum og grafalvarlegum lagabreytingum á útlendingalögum. Eðlilegt er að hver og einn fái málsmeðferð þar sem tekið er til athugunar hættu frá heimalandi, veikindi, fjölskyldu og barna. Þar eru sjálfstæðismenn ekki sammála, þeir vilja fremur senda fólk beint úr landi án þess að það hljóti eðlilegrar málsmeðferðar en í því felst lagabreyting dómsmálaráðherra. Sjálfstæðismenn vilja meina að þetta sé eingungis til þess gert að bæta skilvirkni í málum hælisleytenda, en það er óumflýjanlegt að sjá hve mikil mannvonska felst í að taka ekki til athugunar ógn við líf og frelsi fólks. Þeir vilja frekar horfa á þetta fólk sem númer á blaði í stað þess að veita þeim mannsæmandi málsmeðferð. Þetta er því ekki gert til þess að auka skilvirkni, heldur eru þetta hreint og beint ómánnúðleg lög. Ekki verður lengur tekið tillit til þess að fólk sé í hættu við að snúa aftur til heimalandsins, ekki verður tekið tillit til alvarlegra veikinda sem geta skaðað fólk varanlega við að flytja það úr landi og ekki verður tekið tillit til þess að þetta fólk eigi fjölskyldu hér á landi. Því spyr ég dómsmálaráðherra; Ef þú værir í stöðu hælisleytenda, myndir þú taka slíka meðferð í sátt? Ég ætla að gefa mér að þú myndir ekki sætta þig við slíka meðferð. Stundum er nefninlega gott að setja sig í spor þeirra sem um ræðir en hver sem gerir það sér að þessi lög eru grimm og óréttlát og ekki í samræmi við íslensk gildi. Komum fram við fólk eins og fólk, ekki dýr eða númer á blaði. Stöndum með þeim sem minna mega sín og sýnum í verki að við hlúum að þeim sem sem óska þess að búa á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Tengdar fréttir „Þó tókst núverandi dómsmálaráðherra að bæta enn í óskapnaðinn“ Hart var tekist á um frumvarp til breytinga á lögum um útlendinga á þinginu í kvöld. 11. maí 2020 23:36 Þingforseti freistar þess að ljúka umræðum um umdeilt útlendingafrumvarp Mikið var um atkvæðagreiðslur á Alþingi í dag. En síðdegis hófust umræður um frumvarp með nýjustu efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar. Þingforseti freistar þess að ljúka umræðum um umdeilt útlendingafrumvarp 6. maí 2020 19:00 Frumvarp um útlendinga umdeilt innan ríkisstjórnarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mælti fyrir frumvarpi um breytingar á nýlegum útlendingalögum á Alþingi í gær. Þingflokkur vinstri grænna setur fyrirvara við frumvarpið og styður ekki aukna sjálfvirkni í afgreiðslu mála. 6. maí 2020 12:00 Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Nú nýlega reyndi Sjálfstæðisflokkurinn að lauma inn siðlausum og grafalvarlegum lagabreytingum á útlendingalögum. Eðlilegt er að hver og einn fái málsmeðferð þar sem tekið er til athugunar hættu frá heimalandi, veikindi, fjölskyldu og barna. Þar eru sjálfstæðismenn ekki sammála, þeir vilja fremur senda fólk beint úr landi án þess að það hljóti eðlilegrar málsmeðferðar en í því felst lagabreyting dómsmálaráðherra. Sjálfstæðismenn vilja meina að þetta sé eingungis til þess gert að bæta skilvirkni í málum hælisleytenda, en það er óumflýjanlegt að sjá hve mikil mannvonska felst í að taka ekki til athugunar ógn við líf og frelsi fólks. Þeir vilja frekar horfa á þetta fólk sem númer á blaði í stað þess að veita þeim mannsæmandi málsmeðferð. Þetta er því ekki gert til þess að auka skilvirkni, heldur eru þetta hreint og beint ómánnúðleg lög. Ekki verður lengur tekið tillit til þess að fólk sé í hættu við að snúa aftur til heimalandsins, ekki verður tekið tillit til alvarlegra veikinda sem geta skaðað fólk varanlega við að flytja það úr landi og ekki verður tekið tillit til þess að þetta fólk eigi fjölskyldu hér á landi. Því spyr ég dómsmálaráðherra; Ef þú værir í stöðu hælisleytenda, myndir þú taka slíka meðferð í sátt? Ég ætla að gefa mér að þú myndir ekki sætta þig við slíka meðferð. Stundum er nefninlega gott að setja sig í spor þeirra sem um ræðir en hver sem gerir það sér að þessi lög eru grimm og óréttlát og ekki í samræmi við íslensk gildi. Komum fram við fólk eins og fólk, ekki dýr eða númer á blaði. Stöndum með þeim sem minna mega sín og sýnum í verki að við hlúum að þeim sem sem óska þess að búa á Íslandi.
„Þó tókst núverandi dómsmálaráðherra að bæta enn í óskapnaðinn“ Hart var tekist á um frumvarp til breytinga á lögum um útlendinga á þinginu í kvöld. 11. maí 2020 23:36
Þingforseti freistar þess að ljúka umræðum um umdeilt útlendingafrumvarp Mikið var um atkvæðagreiðslur á Alþingi í dag. En síðdegis hófust umræður um frumvarp með nýjustu efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar. Þingforseti freistar þess að ljúka umræðum um umdeilt útlendingafrumvarp 6. maí 2020 19:00
Frumvarp um útlendinga umdeilt innan ríkisstjórnarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mælti fyrir frumvarpi um breytingar á nýlegum útlendingalögum á Alþingi í gær. Þingflokkur vinstri grænna setur fyrirvara við frumvarpið og styður ekki aukna sjálfvirkni í afgreiðslu mála. 6. maí 2020 12:00
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar