Fær 600 þúsund til viðbótar eftir dóm Hæstaréttar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. maí 2020 13:16 Síðasta anga Aserta-málsins virðist vera lokið. Vísir/Vilhelm. Hæstiréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Gísla Reynissyni, sem sýknaður var í Aserta-málinu svokallaða 600 þúsund krónur í miskabætur vegna kyrrsetningar eða haldlagnir á reiðufé í tengslum við rannsókn málsins. Bæturnar koma til viðbótar 2,5 milljón króna sem Landsréttur hafði dæmt ríkið til að greiða Gísla. Eftir að Gísli var sýknaður í Aserta-málinu árið 2014 höfðaði hann mál á hendur íslenska ríkinu fyrir að hafa mátt þola handtöku, að lagt hafi verið hald á eigur hans og leitað á heimili og bílum hans, allt að tilefnislausu þar sem hann hafi verið sýknaður í Aserta-málinu, sem snerist um meint stórfelld brot á gjaldeyrislögum. Einnig krafðist hann bóta vegna atvinnutjóns sem hann taldi sig hafa orðið fyrir vegna rannsóknar og meðferðar málsins. Sjá einnig: Sex ára martröð Aserta-manna lokið Þá vildi Gísli meina að hann ætti rétt á bótum vegna ummæla Helga Magnúsar Gunnarssonar, núverandi vararíkissaksóknara og þáverandi yfirmann efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, um málið. Héraðsdómur hafði áður fallist á að Gísli ætti rétt á bótum vegna ummæla Helga en því var hafnað í fyrrgreindum Landsréttardómi, sem dæmdi Gísla 2,5 milljónir króna í skaðabætur vegna rannsóknaraðgerða lögreglu og fyrir tafir við rannsókn málsins. Gísli undi dómi Landsréttar að hluta en óskaði eftir leyfi til að áfrýja til Hæstaréttar vegna annarra þátta málsins. Taldi hann að úrslit málsins kynnu að hafa fordæmisgildi hvað varði mörk leyfilegrar opinberrar umfjöllunar lögreglu og ákæruvalds í sakamálum. Auk þess sem að í málinu reyndi á við hvaða aðstæður megi dæma bætur að álitum, annars vegar fyrir atvinnutjón og hins vegar vegna kyrrsetningar eða haldlagningar reiðufjár.Hæstiréttur féllst á málskotsbeiðnina þar sem dómur í málinu gæti haft fordæmisgildi. Hæstiréttur kvað svo upp dóm sinn í dag. Ekki fallist á að ummæli Helga hafi falið í sér fullyrðing um sekt Í dómi Hæstaréttar kemur fram að rétturinn telji að ummæli Helga Magnúsar í þremur viðtölum hafi ekki falið sér í sér fullyrðingu um sekt Gísla né að þau séu að öðru leyti því marki brennd að skylda ríkisins til greiðslu miskabóta hafi stofnast vegna þeirra.Þá féllst Hæstiréttur ekki á að það að dæma ætti Gísla bætur vegna atvinnutjóns sem hann hafi orðið fyrir, þar sem ekki hafi verið sýnt fram á að lögreglumenn og handhafar ákæruvaldsins hafi valdið honum tjóni með saknæmu eða ólöglegu athæfi við meðferð málsins.Eftir stóð þá krafa Gísla um miskabætur fyrir fjártjón, vegna kyrrsetningar og haldlagningar reiðufjár á bankainnstæðum. Lagt var hald á innstæður á tveimur bankareikningum Gísla. Féllst Hæstiréttur á það að þeir innlánsvextir sem lögðust á hið haldlagða og kyrrsetta fé þann tíma sem um ræðir hafi ekki veitt honum fulla bót, því hafi hann orðið fyrir fjártjóni vegna kyrrsetningarinnar.Voru Gísla dæmar 600 þúsund krónur í miskabætur vegna þess, og bætast þeir fjármunir við þær 2,5 milljónir sem honum hafði áður verið dæmdar.Dóm Hæstaréttar má lesa hér. Dómsmál Tengdar fréttir Hæstiréttur tekur fyrir ummæli í Aserta-málinu Hæstiréttur hefur samþykkt málskotsbeiðni Gísla Reynissonar, einn fjögurra sakborninga í Aserta-málinu, um að skaðabótamál hans gegn ríkinu verði tekið fyrir. 20. nóvember 2019 17:58 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Fleiri fréttir Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Sjá meira
Hæstiréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Gísla Reynissyni, sem sýknaður var í Aserta-málinu svokallaða 600 þúsund krónur í miskabætur vegna kyrrsetningar eða haldlagnir á reiðufé í tengslum við rannsókn málsins. Bæturnar koma til viðbótar 2,5 milljón króna sem Landsréttur hafði dæmt ríkið til að greiða Gísla. Eftir að Gísli var sýknaður í Aserta-málinu árið 2014 höfðaði hann mál á hendur íslenska ríkinu fyrir að hafa mátt þola handtöku, að lagt hafi verið hald á eigur hans og leitað á heimili og bílum hans, allt að tilefnislausu þar sem hann hafi verið sýknaður í Aserta-málinu, sem snerist um meint stórfelld brot á gjaldeyrislögum. Einnig krafðist hann bóta vegna atvinnutjóns sem hann taldi sig hafa orðið fyrir vegna rannsóknar og meðferðar málsins. Sjá einnig: Sex ára martröð Aserta-manna lokið Þá vildi Gísli meina að hann ætti rétt á bótum vegna ummæla Helga Magnúsar Gunnarssonar, núverandi vararíkissaksóknara og þáverandi yfirmann efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, um málið. Héraðsdómur hafði áður fallist á að Gísli ætti rétt á bótum vegna ummæla Helga en því var hafnað í fyrrgreindum Landsréttardómi, sem dæmdi Gísla 2,5 milljónir króna í skaðabætur vegna rannsóknaraðgerða lögreglu og fyrir tafir við rannsókn málsins. Gísli undi dómi Landsréttar að hluta en óskaði eftir leyfi til að áfrýja til Hæstaréttar vegna annarra þátta málsins. Taldi hann að úrslit málsins kynnu að hafa fordæmisgildi hvað varði mörk leyfilegrar opinberrar umfjöllunar lögreglu og ákæruvalds í sakamálum. Auk þess sem að í málinu reyndi á við hvaða aðstæður megi dæma bætur að álitum, annars vegar fyrir atvinnutjón og hins vegar vegna kyrrsetningar eða haldlagningar reiðufjár.Hæstiréttur féllst á málskotsbeiðnina þar sem dómur í málinu gæti haft fordæmisgildi. Hæstiréttur kvað svo upp dóm sinn í dag. Ekki fallist á að ummæli Helga hafi falið í sér fullyrðing um sekt Í dómi Hæstaréttar kemur fram að rétturinn telji að ummæli Helga Magnúsar í þremur viðtölum hafi ekki falið sér í sér fullyrðingu um sekt Gísla né að þau séu að öðru leyti því marki brennd að skylda ríkisins til greiðslu miskabóta hafi stofnast vegna þeirra.Þá féllst Hæstiréttur ekki á að það að dæma ætti Gísla bætur vegna atvinnutjóns sem hann hafi orðið fyrir, þar sem ekki hafi verið sýnt fram á að lögreglumenn og handhafar ákæruvaldsins hafi valdið honum tjóni með saknæmu eða ólöglegu athæfi við meðferð málsins.Eftir stóð þá krafa Gísla um miskabætur fyrir fjártjón, vegna kyrrsetningar og haldlagningar reiðufjár á bankainnstæðum. Lagt var hald á innstæður á tveimur bankareikningum Gísla. Féllst Hæstiréttur á það að þeir innlánsvextir sem lögðust á hið haldlagða og kyrrsetta fé þann tíma sem um ræðir hafi ekki veitt honum fulla bót, því hafi hann orðið fyrir fjártjóni vegna kyrrsetningarinnar.Voru Gísla dæmar 600 þúsund krónur í miskabætur vegna þess, og bætast þeir fjármunir við þær 2,5 milljónir sem honum hafði áður verið dæmdar.Dóm Hæstaréttar má lesa hér.
Dómsmál Tengdar fréttir Hæstiréttur tekur fyrir ummæli í Aserta-málinu Hæstiréttur hefur samþykkt málskotsbeiðni Gísla Reynissonar, einn fjögurra sakborninga í Aserta-málinu, um að skaðabótamál hans gegn ríkinu verði tekið fyrir. 20. nóvember 2019 17:58 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Fleiri fréttir Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Sjá meira
Hæstiréttur tekur fyrir ummæli í Aserta-málinu Hæstiréttur hefur samþykkt málskotsbeiðni Gísla Reynissonar, einn fjögurra sakborninga í Aserta-málinu, um að skaðabótamál hans gegn ríkinu verði tekið fyrir. 20. nóvember 2019 17:58