Datt aftur og aftur úr hóp daginn fyrir leik af því að hann var ekki enskur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2020 11:30 Patrik Sigurður Gunnarsson sést hér í marki Brentford í leik á undirbúningstímabilinu. Getty/Ker Robertson Íslenski unglingalandsliðsmarkvörðurinn Patrik Sigurður Gunnarsson var ekki oft í hóp hjá Brentford í ensku b-deildinni í vetur en hann sagði ástæðuna fyrir því í viðtali við vefsíðuna fótbolti.net. Það hefur nefnilega margoft komið niður á Patriki að vera ekki með enskt vegabréf. Hann ætti að vera varamarkvörður liðsins en vegbréf þriðja markvarðarins hjálpar honum oft inn í hópinn. Patrik lærði helling hjá Southend - Ekki í hópnum vegna fárra Englendinga https://t.co/yAAbob9QkH— Fótbolti.net (@Fotboltinet) May 24, 2020 „Ég var færður upp í aðalliðið og gerði nýjan samning í kjölfarið. Hef já, verið mestmegnis þriðji markmaður, en ákveðin regla hefur komið í veg fyrir að ég væri oftar á bekknum," sagði Patrik Sigurður Gunnarsson við Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke á vefsíðunni fótbolti.net og útskýrði síðan það enn frekar: „Við höfum sem sagt verið í miklu veseni með enska leikmenn, það verða að vera sjö í hóp og við rétt náðum því með því að hafa Englending sem varamarkmann. Það kom oftar en tíu sinnum fyrir á fyrri hluta tímabilsins að ég var valinn í hóp en skipt var um varamarkmann degi fyrir leik vegna skorts á enskum leikmönnum. Það jákvæða við það er að maður lærir mikið á því andlega og tekur það með sér í reynslubankann," sagði Patrik. Patrik Gunnarsson (2000) has signed new 4 year contract with Brentford. Congrats #TeamTotalFootball pic.twitter.com/Ai4PYS7XQg— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) June 25, 2019 Á endanum fór Patrik á láni til C-deildarliðsins Southend í febrúar og var hjá félaginu þar til að kórónuveiran stoppaði allan fótbolta í Englandi. „Aðalmarkmaðurinn hjá þeim meiðist illa eftir að glugginn er lokaður og liðið þurfti að fá markmann á neyðarláni. Hemmi (Hermann Hreiðarsson) spilaði auðvitað stóran part í þessu og er ég honum virkilega þakklátur fyrir að gefa mér traust," sagði Patrik. Hann horfir jákvætt á þessa reynslu sína hjá Southend. „Heilt yfir gekk mér nokkuð vel, ég náði ekki að taka þátt i mörgum æfingum með liðinu og einungis þremur leikjum. Ég lít á þessa reynslu sem gríðarlega mikilvæga reynslu, að vera aðeins 19 ára að spila í þriðju efstu deild Englands er gríðarlega sterkt, sérstaklega fyrir markmann. Þessi reynsla mun hjálpa mér mikið í framtíðinni," sagði Patrik við blaðamann vefsíðunnar fótbolti.net. #BrentfordFC Goalkeeper Patrik Gunnarsson tells us he was 'doing his job' saving two penalties in the shootout win over Hanwell Town on SaturdayMore from Patrik here pic.twitter.com/7j1Liqo3qr— Brentford FC (Stay at ) (@BrentfordFC) October 27, 2019 Enski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira
Íslenski unglingalandsliðsmarkvörðurinn Patrik Sigurður Gunnarsson var ekki oft í hóp hjá Brentford í ensku b-deildinni í vetur en hann sagði ástæðuna fyrir því í viðtali við vefsíðuna fótbolti.net. Það hefur nefnilega margoft komið niður á Patriki að vera ekki með enskt vegabréf. Hann ætti að vera varamarkvörður liðsins en vegbréf þriðja markvarðarins hjálpar honum oft inn í hópinn. Patrik lærði helling hjá Southend - Ekki í hópnum vegna fárra Englendinga https://t.co/yAAbob9QkH— Fótbolti.net (@Fotboltinet) May 24, 2020 „Ég var færður upp í aðalliðið og gerði nýjan samning í kjölfarið. Hef já, verið mestmegnis þriðji markmaður, en ákveðin regla hefur komið í veg fyrir að ég væri oftar á bekknum," sagði Patrik Sigurður Gunnarsson við Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke á vefsíðunni fótbolti.net og útskýrði síðan það enn frekar: „Við höfum sem sagt verið í miklu veseni með enska leikmenn, það verða að vera sjö í hóp og við rétt náðum því með því að hafa Englending sem varamarkmann. Það kom oftar en tíu sinnum fyrir á fyrri hluta tímabilsins að ég var valinn í hóp en skipt var um varamarkmann degi fyrir leik vegna skorts á enskum leikmönnum. Það jákvæða við það er að maður lærir mikið á því andlega og tekur það með sér í reynslubankann," sagði Patrik. Patrik Gunnarsson (2000) has signed new 4 year contract with Brentford. Congrats #TeamTotalFootball pic.twitter.com/Ai4PYS7XQg— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) June 25, 2019 Á endanum fór Patrik á láni til C-deildarliðsins Southend í febrúar og var hjá félaginu þar til að kórónuveiran stoppaði allan fótbolta í Englandi. „Aðalmarkmaðurinn hjá þeim meiðist illa eftir að glugginn er lokaður og liðið þurfti að fá markmann á neyðarláni. Hemmi (Hermann Hreiðarsson) spilaði auðvitað stóran part í þessu og er ég honum virkilega þakklátur fyrir að gefa mér traust," sagði Patrik. Hann horfir jákvætt á þessa reynslu sína hjá Southend. „Heilt yfir gekk mér nokkuð vel, ég náði ekki að taka þátt i mörgum æfingum með liðinu og einungis þremur leikjum. Ég lít á þessa reynslu sem gríðarlega mikilvæga reynslu, að vera aðeins 19 ára að spila í þriðju efstu deild Englands er gríðarlega sterkt, sérstaklega fyrir markmann. Þessi reynsla mun hjálpa mér mikið í framtíðinni," sagði Patrik við blaðamann vefsíðunnar fótbolti.net. #BrentfordFC Goalkeeper Patrik Gunnarsson tells us he was 'doing his job' saving two penalties in the shootout win over Hanwell Town on SaturdayMore from Patrik here pic.twitter.com/7j1Liqo3qr— Brentford FC (Stay at ) (@BrentfordFC) October 27, 2019
Enski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira