UFC stjarna skiptir þjálfurunum sínum út fyrir kærustuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2020 10:00 Mike Perry treystir kærustunni sinni Latory Gonzalez til að hjálpa sér í næstu bardögum. Þessi mynd af þeim skötuhjúum er af Instagram síðu hans. Mynd/Instagram Næsti bardaginn hjá Mike Perry verður talsvert öðruvísi en sá síðasti hjá honum enda verður nýtt fólk í hans horni á búrinu. Mike Perry keppir í veltivigt hjá UFC en hefur tapað fimm af síðustu sjö bardögum sínum. Hann vill reyna að breyta til svo hann komist aftur á sigurbraut. Perry valdi hins vegar óvenjulega leið til að rífa sig upp úr ógöngunum. Mike Perry er nefnilega orðinn mjög pirraður á slæmum ráðleggingum þjálfara sinna í bardögum hans að undanförnu. Það er auðvitað hann sjálfur sem þarf að lifa með þeim í búrinu. Nú er hann kominn með nóg. UFC star to ditch coaches for next fight in favour of girlfriendhttps://t.co/y9JZMbZyd3 pic.twitter.com/W8d7tOa7nh— Mirror Fighting (@MirrorFighting) May 24, 2020 Mike Perry ætlar því að skipta þjálfurunum út en það sem gerir þessa frétt enn athyglisverðari er að hann ætlar ekki að fá sér nýja þjálfara. Hann ætlar að leita af eftirmönnum þeirra á heimili sínu. Hinn 28 ára gamli bardagakappi er á því að hann þurfi bara á einni manneskju að halda í bardögum sínum hér eftir. „Kærustuna mína, bara hana,“ sagði Mike Perry í MMA Junkie á dögunum. „Ef ekki hana bara, þá hana og vinkonu hennar,“ sagði Perry. „Ég ætla ekki að hlusta á neina þjálfara núna. Þjálfarar sem eru að segja hluti sem þeir sjálfir eru síðan ekki að fara inn í búrið til að gera,“ sagði Perry. View this post on Instagram There s nothing I wouldn t do for you @latorygonzalez ! A post shared by Platinum Mike Perry (@platinummikeperry) on May 18, 2020 at 8:37pm PDT „Þeir vilja að þetta sé svona og svona. Ég þarf á manneskju eins og mig sem segir mér hlutina eins og þeir eru,“ sagði Perry. „Ég er tilbúinn í að berjast fyrir lífi mínu. Það mun enginn fá að taka þetta af mér,“ sagði Mike Perry. „Það eina sem ég þarf að halda frá horninu mínu er að ég fái mína vatnsflösku. Það þarf síðan kannski að þurrka af andlitinu eða setja ís á hálsinn þegar ég kemur heitur inn eftir lotuna,“ sagði Perry og þá vill hann bara hafa kærustuna sína í það. „Þetta er líka ekki lengri tími en fimm mínútur og þá þarf ég bara á vatnsflösku að halda. Ég þarf bara vatn og ís. Ég þarf engar ráðleggingar,“ sagði Perry. Perry keppti síðast í desember 2019 og tapaði þá bardaganum á móti Geoff Neal í fyrstu lotu. Í heildina er Perry með 13 sigra og sex töp. MMA Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Næsti bardaginn hjá Mike Perry verður talsvert öðruvísi en sá síðasti hjá honum enda verður nýtt fólk í hans horni á búrinu. Mike Perry keppir í veltivigt hjá UFC en hefur tapað fimm af síðustu sjö bardögum sínum. Hann vill reyna að breyta til svo hann komist aftur á sigurbraut. Perry valdi hins vegar óvenjulega leið til að rífa sig upp úr ógöngunum. Mike Perry er nefnilega orðinn mjög pirraður á slæmum ráðleggingum þjálfara sinna í bardögum hans að undanförnu. Það er auðvitað hann sjálfur sem þarf að lifa með þeim í búrinu. Nú er hann kominn með nóg. UFC star to ditch coaches for next fight in favour of girlfriendhttps://t.co/y9JZMbZyd3 pic.twitter.com/W8d7tOa7nh— Mirror Fighting (@MirrorFighting) May 24, 2020 Mike Perry ætlar því að skipta þjálfurunum út en það sem gerir þessa frétt enn athyglisverðari er að hann ætlar ekki að fá sér nýja þjálfara. Hann ætlar að leita af eftirmönnum þeirra á heimili sínu. Hinn 28 ára gamli bardagakappi er á því að hann þurfi bara á einni manneskju að halda í bardögum sínum hér eftir. „Kærustuna mína, bara hana,“ sagði Mike Perry í MMA Junkie á dögunum. „Ef ekki hana bara, þá hana og vinkonu hennar,“ sagði Perry. „Ég ætla ekki að hlusta á neina þjálfara núna. Þjálfarar sem eru að segja hluti sem þeir sjálfir eru síðan ekki að fara inn í búrið til að gera,“ sagði Perry. View this post on Instagram There s nothing I wouldn t do for you @latorygonzalez ! A post shared by Platinum Mike Perry (@platinummikeperry) on May 18, 2020 at 8:37pm PDT „Þeir vilja að þetta sé svona og svona. Ég þarf á manneskju eins og mig sem segir mér hlutina eins og þeir eru,“ sagði Perry. „Ég er tilbúinn í að berjast fyrir lífi mínu. Það mun enginn fá að taka þetta af mér,“ sagði Mike Perry. „Það eina sem ég þarf að halda frá horninu mínu er að ég fái mína vatnsflösku. Það þarf síðan kannski að þurrka af andlitinu eða setja ís á hálsinn þegar ég kemur heitur inn eftir lotuna,“ sagði Perry og þá vill hann bara hafa kærustuna sína í það. „Þetta er líka ekki lengri tími en fimm mínútur og þá þarf ég bara á vatnsflösku að halda. Ég þarf bara vatn og ís. Ég þarf engar ráðleggingar,“ sagði Perry. Perry keppti síðast í desember 2019 og tapaði þá bardaganum á móti Geoff Neal í fyrstu lotu. Í heildina er Perry með 13 sigra og sex töp.
MMA Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira