Norræna siglir farþegalaus til Íslands Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. mars 2020 06:26 Hér má sjá Norrænu sigla frá Þórshöfn í Færeyjum á leið sinni til Seyðisfjarðar. Getty/ullstein bild Farþegaferjan MS Norræna siglir ekki með farþega frá Færeyjum til Seyðisfjarðar næstu tvær vikurnar eins og til hafði staðið. Vöruflutningar halda þó áfram. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Smyril Line, sem rekur ferjuna. Þó svo að engin ástæða sé tilgreind fyrir ákvörðuninni má ætla að útbreiðsla kórónuveirunnar leiki þar lykilhlutverk, en tilkynningin flokkast undir „upplýsingar um Covid-19“ á vefsíðu Norrænu. Áður hefur verið gripið til almennra ráðstafana í ferjunni; búið er að fjölga handþvottastöðvum, þrif aukin og farþegum sem sýna einkenni kórónuveirusmits hefur verið meinaður aðgangur. Nú hefur hins vegar verið tekin ákvörðun um að breyta ferðafyrirkomulaginu. Norræna sigldi frá Færeyjum til Danmerkur í gær og mun sigla aftur til baka á morgun. Ferjan siglir síðan áfram til Íslands - farþegalaus. „Hverjum þeim sem hóf ekki ferðalag sitt eða er ekki á heimleið verður bannað að ferðast með MS Norrænu,“ segir auk þess í tilkynningunni og bætt við að ölllum þeim sem „þurfa ekki að ferðast“ verði ekki hleypt inn í ferjuna. Smyril Line segist jafnframt ætla að styðjast við þetta fyrirkomulag til 28. mars næstkomandi, nema annað verði sérstaklega tekið fram. Uppfært kl. 7:10 Samkvæmt upplýsingum frá Lindu Gunnlaugsdóttur, framkvæmdastjóra Smyril Line á Íslandi, mun Norræna halda vöruflutningum sínum til Íslands áfram. Ferjan mun hins vegar ekki sigla með farþega frá Færeyjum til Seyðisfjarðar næstu tvær vikurnar. Fréttin hefur verið uppfærð með þessum upplýsingum. Samgöngur Færeyjar Danmörk Norræna Ferðamennska á Íslandi Seyðisfjörður Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Farþegaferjan MS Norræna siglir ekki með farþega frá Færeyjum til Seyðisfjarðar næstu tvær vikurnar eins og til hafði staðið. Vöruflutningar halda þó áfram. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Smyril Line, sem rekur ferjuna. Þó svo að engin ástæða sé tilgreind fyrir ákvörðuninni má ætla að útbreiðsla kórónuveirunnar leiki þar lykilhlutverk, en tilkynningin flokkast undir „upplýsingar um Covid-19“ á vefsíðu Norrænu. Áður hefur verið gripið til almennra ráðstafana í ferjunni; búið er að fjölga handþvottastöðvum, þrif aukin og farþegum sem sýna einkenni kórónuveirusmits hefur verið meinaður aðgangur. Nú hefur hins vegar verið tekin ákvörðun um að breyta ferðafyrirkomulaginu. Norræna sigldi frá Færeyjum til Danmerkur í gær og mun sigla aftur til baka á morgun. Ferjan siglir síðan áfram til Íslands - farþegalaus. „Hverjum þeim sem hóf ekki ferðalag sitt eða er ekki á heimleið verður bannað að ferðast með MS Norrænu,“ segir auk þess í tilkynningunni og bætt við að ölllum þeim sem „þurfa ekki að ferðast“ verði ekki hleypt inn í ferjuna. Smyril Line segist jafnframt ætla að styðjast við þetta fyrirkomulag til 28. mars næstkomandi, nema annað verði sérstaklega tekið fram. Uppfært kl. 7:10 Samkvæmt upplýsingum frá Lindu Gunnlaugsdóttur, framkvæmdastjóra Smyril Line á Íslandi, mun Norræna halda vöruflutningum sínum til Íslands áfram. Ferjan mun hins vegar ekki sigla með farþega frá Færeyjum til Seyðisfjarðar næstu tvær vikurnar. Fréttin hefur verið uppfærð með þessum upplýsingum.
Samgöngur Færeyjar Danmörk Norræna Ferðamennska á Íslandi Seyðisfjörður Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira