Segir Icelandair vel undirbúið miðað við önnur flugfélög fyrir áföll af þessum toga Atli Ísleifsson skrifar 12. mars 2020 14:02 Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, mætti í sett í aukafréttatíma Stöðvar 2 í hádeginu. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir að ef marka megi fyrri og síðari tilkynningar frá Icelandair, þá sé félagið óvenju vel undirbúið miðað við flugfélög í Evrópu og kannski heimsvísu fyrir áföll af þeim toga sem glíma þarf við núna. „Það gefur manni þó ákveðna von.“ Jón Bjarki var gestur í setti í aukafréttatíma Stöðvar 2 í hádeginu vegna þeirra frétta að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi komið á ferðabanni á ferðum frá Evrópu til Bandaríkjanna. Hann segir ljóst að þessar breyttu aðstæður séu flugfélaginu talsvert þungar í skauti. Tengiflug farþega milli Evrópu og Norður-Ameríku hafi verið stór hluti af þeirra starfsemi. Högg fyrir þjóðarbúið Jón Bjarki segir að þetta komi til með að verða talsvert högg fyrir þjóðarbúið. „Þessar aðgerðir voru náttúrulega algerlega óvæntar. Við getum horft á það þannig að það hafi raungerst í einu vetfangi sú neikvæða óvissa sem var að byggjast upp síðustu daga um hvernig skammtímaáhrifin á ferðaþjónustu yrðu. Við verðum líka að hafa það í huga að það er þá að minnsta kosti að raungerast hluti af óvissunni og minni skammtímaóvissa fyrir hendi.“ Hann segir að bandarískir ferðamenn séu veigamiklir í ferðaþjónustunni hérlendis. „Þeir eru um þriðjungur af ferðamönnum og ferðaþjónustan náttúrulega nokkuð stór í íslensku hagkerfi. Tíu prósent af landsframleiðslunni tengist ferðaþjónustunni þannig að höggið, þegar þetta kemur svona fyrirvaralaust, og er svona algert eða umfangsmikið bann… Auðvitað er óvissa um nákvæmlega hvernig áhrifin verða en þau verða veruleg.“ Að neðan má sjá hádegisfréttatímann í heild sinni. Einn skásti tíminn fyrir áföll sem þessi Jón Bjarki segir ómögulegt að segja hvort að hjólin fari aftur að snúast um leið og ferðabanninu verður aflétt eða hvort að áhrifin verði meira langvarandi. „Ferðaþjónustuaðilar hafa bent á að þegar verða svona tímabundnar truflanir þá hleðst hluti af eftirspurninni upp og fólk gerir þá sín plön með styttri fyrirvara. Af öllum tímum ársins þá er þessi tími einn sá skásti. Mars og fram í maí er tiltölulega rólegur tími í ferðaþjónustunni. Það er búið að draga úr norðurljósaferðum og slíku og háannatíminn ekki byrjaður.“ Ræður úrslitum hvort bókanir nái sér aftur á strik í vor Jón Bjarki sagði ennfremur að það sem muni ráða úrslitum um hversu erfitt högg þetta yrði fyrir hagkerfið er hvort að bókanir nái sér á strik fyrir háannatímann. „Venjulegur bókanatími fyrir sumarferðir vestrænna landa er einmitt mars, apríl og eitthvað fram í maí. Það má þó búast við að einhverjir bíði átekta og vilji halda því opnu að fara í sumarleyfisferðina sína um leið og fer að rofa til. Það skiptir sköpum – eins og við sjáum að minnsta kosti í Kína þar sem faraldurinn er í rénun – ef við sjáum meiri merki um það þá getur það fljótt létt brúnina á evrópskum, og jafnvel bandarískum ferðamönnum. En það má ekki mikið út af bregða. Ef þessi áhrif verða eitthvað vel fram yfir þetta þrjátíu daga bann, þá fer fljótt að syrta í álinn.“ Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Wuhan-veiran Tengdar fréttir Vonar að skilaboð Bandaríkjastjórnar berist ekki víðar Ferðabann Bandaríkjastjórnar er gríðarlegt reiðarslag fyrir íslenska ferðaþjónustu og efnahagslífið allt að mati framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar 12. mars 2020 13:48 Icelandair hyggst ekki leggjast á ríkisspenann Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að félagið teikni nú upp leiðir til að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin vegna ferðabanns Bandaríkjastjórnar. 12. mars 2020 11:33 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir að ef marka megi fyrri og síðari tilkynningar frá Icelandair, þá sé félagið óvenju vel undirbúið miðað við flugfélög í Evrópu og kannski heimsvísu fyrir áföll af þeim toga sem glíma þarf við núna. „Það gefur manni þó ákveðna von.“ Jón Bjarki var gestur í setti í aukafréttatíma Stöðvar 2 í hádeginu vegna þeirra frétta að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi komið á ferðabanni á ferðum frá Evrópu til Bandaríkjanna. Hann segir ljóst að þessar breyttu aðstæður séu flugfélaginu talsvert þungar í skauti. Tengiflug farþega milli Evrópu og Norður-Ameríku hafi verið stór hluti af þeirra starfsemi. Högg fyrir þjóðarbúið Jón Bjarki segir að þetta komi til með að verða talsvert högg fyrir þjóðarbúið. „Þessar aðgerðir voru náttúrulega algerlega óvæntar. Við getum horft á það þannig að það hafi raungerst í einu vetfangi sú neikvæða óvissa sem var að byggjast upp síðustu daga um hvernig skammtímaáhrifin á ferðaþjónustu yrðu. Við verðum líka að hafa það í huga að það er þá að minnsta kosti að raungerast hluti af óvissunni og minni skammtímaóvissa fyrir hendi.“ Hann segir að bandarískir ferðamenn séu veigamiklir í ferðaþjónustunni hérlendis. „Þeir eru um þriðjungur af ferðamönnum og ferðaþjónustan náttúrulega nokkuð stór í íslensku hagkerfi. Tíu prósent af landsframleiðslunni tengist ferðaþjónustunni þannig að höggið, þegar þetta kemur svona fyrirvaralaust, og er svona algert eða umfangsmikið bann… Auðvitað er óvissa um nákvæmlega hvernig áhrifin verða en þau verða veruleg.“ Að neðan má sjá hádegisfréttatímann í heild sinni. Einn skásti tíminn fyrir áföll sem þessi Jón Bjarki segir ómögulegt að segja hvort að hjólin fari aftur að snúast um leið og ferðabanninu verður aflétt eða hvort að áhrifin verði meira langvarandi. „Ferðaþjónustuaðilar hafa bent á að þegar verða svona tímabundnar truflanir þá hleðst hluti af eftirspurninni upp og fólk gerir þá sín plön með styttri fyrirvara. Af öllum tímum ársins þá er þessi tími einn sá skásti. Mars og fram í maí er tiltölulega rólegur tími í ferðaþjónustunni. Það er búið að draga úr norðurljósaferðum og slíku og háannatíminn ekki byrjaður.“ Ræður úrslitum hvort bókanir nái sér aftur á strik í vor Jón Bjarki sagði ennfremur að það sem muni ráða úrslitum um hversu erfitt högg þetta yrði fyrir hagkerfið er hvort að bókanir nái sér á strik fyrir háannatímann. „Venjulegur bókanatími fyrir sumarferðir vestrænna landa er einmitt mars, apríl og eitthvað fram í maí. Það má þó búast við að einhverjir bíði átekta og vilji halda því opnu að fara í sumarleyfisferðina sína um leið og fer að rofa til. Það skiptir sköpum – eins og við sjáum að minnsta kosti í Kína þar sem faraldurinn er í rénun – ef við sjáum meiri merki um það þá getur það fljótt létt brúnina á evrópskum, og jafnvel bandarískum ferðamönnum. En það má ekki mikið út af bregða. Ef þessi áhrif verða eitthvað vel fram yfir þetta þrjátíu daga bann, þá fer fljótt að syrta í álinn.“
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Wuhan-veiran Tengdar fréttir Vonar að skilaboð Bandaríkjastjórnar berist ekki víðar Ferðabann Bandaríkjastjórnar er gríðarlegt reiðarslag fyrir íslenska ferðaþjónustu og efnahagslífið allt að mati framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar 12. mars 2020 13:48 Icelandair hyggst ekki leggjast á ríkisspenann Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að félagið teikni nú upp leiðir til að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin vegna ferðabanns Bandaríkjastjórnar. 12. mars 2020 11:33 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Vonar að skilaboð Bandaríkjastjórnar berist ekki víðar Ferðabann Bandaríkjastjórnar er gríðarlegt reiðarslag fyrir íslenska ferðaþjónustu og efnahagslífið allt að mati framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar 12. mars 2020 13:48
Icelandair hyggst ekki leggjast á ríkisspenann Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að félagið teikni nú upp leiðir til að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin vegna ferðabanns Bandaríkjastjórnar. 12. mars 2020 11:33