Cummings segir ekkert athugavert við ferðalög sín á meðan ferðabann var í gildi Andri Eysteinsson skrifar 23. maí 2020 15:29 Breskir fjölmiðlar sátu fyrir Cummings fyrir utan heimili hans í London. Getty/Holly Adams Helsti ráðgjafi forsætisráðherra Bretlands sem gagnrýndur hefur verið fyrir að hafa ferðast um langa vegu til þess að einangra sig eftir að hafa fundið fyrir einkennum kórónuveirunnar, segir hegðun sína ekki hafa verið óeðlilega og hann hafi farið að lögum. Kallað hefur verið eftir afsögn Dominic Cummings fyrir að hafa brotið gegn sóttvarnalögum í lok mars þegar hann keyrði ásamt eiginkonu sinni og barni frá Lundúnum til heimilis foreldra sinna í Durham. 400 kílómetra leið. Þar einangraði hann sig í gestahúsi foreldra sinna og fékk þau til að gæta barnsins. Breskir fjölmiðlar sátu fyrir Cummings fyrir utan heimili hans í Lundúnum í dag, spurður að því hvort hann teldi ferðina ekki líta illa út sagði Cummings. „Hverjum er ekki sama um það. Þetta var spurning um að gera það rétta í stöðunni. Þetta snýst ekki um það sem ykkur [fjölmiðlum] finnst.“ Þá skammaði Cummings blaðamenn fyrir að fylgja ekki tilmælum um fjarlægð milli manna þar sem þau stóðu fyrir framan húsnæði hans. Innan raða Verkamannaflokksins hafa heyrst háværar raddir sem krefjast þess að Cummings segi af sér eða að Boris Johnson, forsætisráðherra, reki hann úr starfi. Í yfirlýsingu Downingstrætis 10 um málið sagði að Cummings hefði haft fullan rétt á því að leita pössunar fyrir fjögurra ára gamlan son sinn. „Vegna gruns um að bæði hann og eiginkona hans væru smituð af kórónuveirunni, var það nauðsynlegt fyrir Dominic Cummings að tryggja að syni hans yrði sinnt,“ sagði í yfirlýsingunni. „Fjölskylda hans hafði beðið fram aðstoð sína svo hann hélt sig nærri henni á meðan þau sinntu honum.“ Greint hefur verið frá því í breskum fjölmiðlum að lögreglan hafi haft afskipti af einhverjum meðlimi Cummings fjölskyldunnar vegna málsins í lok mars, í yfirlýsingu forsætisráðuneytisins er því vísað á bug. „Aldrei ræddi lögreglan við Cummings eða fjölskyldu hans vegna málsins. Hegðun hans var í samræmi við tilmæli um sóttvarnir og telur herra Cummings að hann hafi löglega og siðlega,“ sagði í yfirlýsingunni. Sky greinir þó frá að lögreglan í Durham hafi staðfest að rætt hafi verið við eiganda fasteignar í Durham eftir að Cummings hafði sést á svæðinu, viku eftir að samkomubann var sett á í Bretlandi og öll óþarfa ferðalög harðbönnuð. Bretland Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Helsti ráðgjafi forsætisráðherra Bretlands sem gagnrýndur hefur verið fyrir að hafa ferðast um langa vegu til þess að einangra sig eftir að hafa fundið fyrir einkennum kórónuveirunnar, segir hegðun sína ekki hafa verið óeðlilega og hann hafi farið að lögum. Kallað hefur verið eftir afsögn Dominic Cummings fyrir að hafa brotið gegn sóttvarnalögum í lok mars þegar hann keyrði ásamt eiginkonu sinni og barni frá Lundúnum til heimilis foreldra sinna í Durham. 400 kílómetra leið. Þar einangraði hann sig í gestahúsi foreldra sinna og fékk þau til að gæta barnsins. Breskir fjölmiðlar sátu fyrir Cummings fyrir utan heimili hans í Lundúnum í dag, spurður að því hvort hann teldi ferðina ekki líta illa út sagði Cummings. „Hverjum er ekki sama um það. Þetta var spurning um að gera það rétta í stöðunni. Þetta snýst ekki um það sem ykkur [fjölmiðlum] finnst.“ Þá skammaði Cummings blaðamenn fyrir að fylgja ekki tilmælum um fjarlægð milli manna þar sem þau stóðu fyrir framan húsnæði hans. Innan raða Verkamannaflokksins hafa heyrst háværar raddir sem krefjast þess að Cummings segi af sér eða að Boris Johnson, forsætisráðherra, reki hann úr starfi. Í yfirlýsingu Downingstrætis 10 um málið sagði að Cummings hefði haft fullan rétt á því að leita pössunar fyrir fjögurra ára gamlan son sinn. „Vegna gruns um að bæði hann og eiginkona hans væru smituð af kórónuveirunni, var það nauðsynlegt fyrir Dominic Cummings að tryggja að syni hans yrði sinnt,“ sagði í yfirlýsingunni. „Fjölskylda hans hafði beðið fram aðstoð sína svo hann hélt sig nærri henni á meðan þau sinntu honum.“ Greint hefur verið frá því í breskum fjölmiðlum að lögreglan hafi haft afskipti af einhverjum meðlimi Cummings fjölskyldunnar vegna málsins í lok mars, í yfirlýsingu forsætisráðuneytisins er því vísað á bug. „Aldrei ræddi lögreglan við Cummings eða fjölskyldu hans vegna málsins. Hegðun hans var í samræmi við tilmæli um sóttvarnir og telur herra Cummings að hann hafi löglega og siðlega,“ sagði í yfirlýsingunni. Sky greinir þó frá að lögreglan í Durham hafi staðfest að rætt hafi verið við eiganda fasteignar í Durham eftir að Cummings hafði sést á svæðinu, viku eftir að samkomubann var sett á í Bretlandi og öll óþarfa ferðalög harðbönnuð.
Bretland Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira