Forstjóri Vinnumálastofnunar: „Þetta er algerlega óþekkt ástand“ Atli Ísleifsson skrifar 12. mars 2020 12:05 Unnur Sverrisdóttir var starfandi hjá Vinnumálastofnun í hruninu og segir að jafnvel þá hafi ástandið verið allt öðruvísi. Vísir/Sigurjón Unnur Sverrisdóttir, starfandi forstjóri Vinnumálastofnunar, segir landsmenn standa frammi fyrir óþekktu ástandi vegna áhrifa útbreiðslu kórónuveirunnar. „Við höfum aldrei verið í þessu áður, ekki svona eins og þetta er.“ Unnur segir að enn sem komið er hafi engin tilkynning borist stofnuninni um hópuppsagnir. Hún bendir þó á að enn sé ekki langur tími liðinn af marsmánuði. Hún segist vona til að aðgerðir yfirvalda sem séu í bígerð og fela í sér að ef atvinnurekendur minnka starfshlutfall starfsfólks í stað þess að segja þeim upp, og starfsfólk fái þá fulla greiðslu á móti launum, muni hafa jákvæð áhrif og milda höggið á atvinnulífið. „Það er í bígerð að koma slíku á tímabundið, svona björgunarreglur til að fá atvinnurekendur til að hugsa sig um áður en þeir segja upp fólki og þeir geti komist upp með að minnka starfshlutfall. Ég er að vona að þetta muni draga úr þessum áhrifum,“ segir Unnur. Kórónuveirufaraldurinn mun bíta ferðaþjónustuna hart, líkt og aðra geira innan atvinnulífsins.Vísir/Vilhelm Yfirgengilega óvænt Unnur var starfandi hjá Vinnumálastofnun í Hruninu og segir að jafnvel þá hafi ástandið verið allt öðruvísi. „Núna kemur þetta meira utan frá. Þetta er svo yfirgengilega óvænt. Allar þessar afbókanir og ferðaþjónustan er svo viðkvæm fyrir svona, þessari veiru. Þetta er utanaðkomandi ógn sem er líka að skekja alla Evrópu, Bandaríkin og fleiri staði. Þetta eru aðrar aðstæður og meiri óvissa.“ Hún kveðst þó ætla að trúa því að þetta verði djúp lægð sem sem við munu koma okkur fljótt upp úr aftur. „Ég ætla að trúa því þangað til að annað kemur í ljós.“ Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Yfir 100 manns nú greinst með kórónuveiruna á Íslandi Frá því í gærkvöldi hafa fimmtán tilfelli af veirunni sem veldur COVID-19 sjúkdóminum verið greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. 12. mars 2020 11:34 Framkvæmdastjóri Gray Line segir uppsagnir ekki vera fyrsta kost Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri Gray Line, segist hafa miklar áhyggjur af ástandinu í ferðaþjónustunni sem skapast hefur vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og þeirra aðgerða sem hefur þurft að grípa til. 12. mars 2020 10:35 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Unnur Sverrisdóttir, starfandi forstjóri Vinnumálastofnunar, segir landsmenn standa frammi fyrir óþekktu ástandi vegna áhrifa útbreiðslu kórónuveirunnar. „Við höfum aldrei verið í þessu áður, ekki svona eins og þetta er.“ Unnur segir að enn sem komið er hafi engin tilkynning borist stofnuninni um hópuppsagnir. Hún bendir þó á að enn sé ekki langur tími liðinn af marsmánuði. Hún segist vona til að aðgerðir yfirvalda sem séu í bígerð og fela í sér að ef atvinnurekendur minnka starfshlutfall starfsfólks í stað þess að segja þeim upp, og starfsfólk fái þá fulla greiðslu á móti launum, muni hafa jákvæð áhrif og milda höggið á atvinnulífið. „Það er í bígerð að koma slíku á tímabundið, svona björgunarreglur til að fá atvinnurekendur til að hugsa sig um áður en þeir segja upp fólki og þeir geti komist upp með að minnka starfshlutfall. Ég er að vona að þetta muni draga úr þessum áhrifum,“ segir Unnur. Kórónuveirufaraldurinn mun bíta ferðaþjónustuna hart, líkt og aðra geira innan atvinnulífsins.Vísir/Vilhelm Yfirgengilega óvænt Unnur var starfandi hjá Vinnumálastofnun í Hruninu og segir að jafnvel þá hafi ástandið verið allt öðruvísi. „Núna kemur þetta meira utan frá. Þetta er svo yfirgengilega óvænt. Allar þessar afbókanir og ferðaþjónustan er svo viðkvæm fyrir svona, þessari veiru. Þetta er utanaðkomandi ógn sem er líka að skekja alla Evrópu, Bandaríkin og fleiri staði. Þetta eru aðrar aðstæður og meiri óvissa.“ Hún kveðst þó ætla að trúa því að þetta verði djúp lægð sem sem við munu koma okkur fljótt upp úr aftur. „Ég ætla að trúa því þangað til að annað kemur í ljós.“
Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Yfir 100 manns nú greinst með kórónuveiruna á Íslandi Frá því í gærkvöldi hafa fimmtán tilfelli af veirunni sem veldur COVID-19 sjúkdóminum verið greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. 12. mars 2020 11:34 Framkvæmdastjóri Gray Line segir uppsagnir ekki vera fyrsta kost Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri Gray Line, segist hafa miklar áhyggjur af ástandinu í ferðaþjónustunni sem skapast hefur vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og þeirra aðgerða sem hefur þurft að grípa til. 12. mars 2020 10:35 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Yfir 100 manns nú greinst með kórónuveiruna á Íslandi Frá því í gærkvöldi hafa fimmtán tilfelli af veirunni sem veldur COVID-19 sjúkdóminum verið greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. 12. mars 2020 11:34
Framkvæmdastjóri Gray Line segir uppsagnir ekki vera fyrsta kost Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri Gray Line, segist hafa miklar áhyggjur af ástandinu í ferðaþjónustunni sem skapast hefur vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og þeirra aðgerða sem hefur þurft að grípa til. 12. mars 2020 10:35