„Fór til Danmerkur og lenti á vegg en sænska deildin er ekkert ósvipuð Olís-deildinni“ Anton Ingi Leifsson skrifar 23. maí 2020 11:30 Daníel Freyr er á leið út á ný. vísir/bára Handboltamarkvörðurinn Daníel Freyr Andrésson er á leið til Svíþjóðar þar sem hann mun leika með sænska liðinu Eskilstuna Guif á næstu leiktíð. Hann segir að samningurinn hafi hentað vel fyrir báða aðila. Daníel Freyr gekk í raðir Vals sumarið 2018 en hann hefur verið öflugur frá því að hann kom heim. Valur sat í toppsætinu er deildin var blásin af í vetur og var komið í 8-liða úrslit Áskorendabikars Evrópu en markvörðurinn er spenntur fyrir útlandsævintýri. „Þetta leggst mjög vel í mig. Ég hef verið þarna áður á þessu svæði svo þetta er pínu eins og að koma aftur til Íslands. Þetta eru engir stórir flutningar og ekki ný deild og ekki nýtt umhverfi svo þetta leggst mjög vel í mig,“ sagði Daníel í Sportinu í dag. „Já og nei. Þetta hentar mjög vel fyrir mig að kærastan mín býr í Stokkhólmi en það er tilviljun að þetta lið kom akkúrat upp. Þetta hentaði gríðarlega vel og þeir vildu markmann sem þyrftu ekki tíma til að aðlagast svo þetta hentaði vel fyrir báða.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Daníel fer í atvinnumennsku en hann hefur áður leikið bæði í sænsku og dönsku deildinni áður en hann kom aftur heim og lék með Val. „Ég fór til Danmerkur og þar lenti maður á smá vegg. Síðan er sænska deildin ekkert svo ósvipuð Olís-deildinni á meðan danska er aðeins sterkari og meiri „physic“ og meiri atvinnumennska. Þegar ég var síðast í Svíþjóð var ég með sænskan markmannsþjálfara og þá komu fullt af nýjum hugmyndum sem var hægt að viðhalda hér. Svo eldist maður og þroskast sem leikmaður og verður betri.“ Viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan en þar segir Daníel meðal annars að hann vilji spila með uppeldisfélaginu, FH, áður en ferlinum lýkur. Klippa: Sportið í dag - Daníel Freyr er á leiðinni til Svíþjóðar Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Olís-deild karla Sænski handboltinn Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Golf Fleiri fréttir Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Sjá meira
Handboltamarkvörðurinn Daníel Freyr Andrésson er á leið til Svíþjóðar þar sem hann mun leika með sænska liðinu Eskilstuna Guif á næstu leiktíð. Hann segir að samningurinn hafi hentað vel fyrir báða aðila. Daníel Freyr gekk í raðir Vals sumarið 2018 en hann hefur verið öflugur frá því að hann kom heim. Valur sat í toppsætinu er deildin var blásin af í vetur og var komið í 8-liða úrslit Áskorendabikars Evrópu en markvörðurinn er spenntur fyrir útlandsævintýri. „Þetta leggst mjög vel í mig. Ég hef verið þarna áður á þessu svæði svo þetta er pínu eins og að koma aftur til Íslands. Þetta eru engir stórir flutningar og ekki ný deild og ekki nýtt umhverfi svo þetta leggst mjög vel í mig,“ sagði Daníel í Sportinu í dag. „Já og nei. Þetta hentar mjög vel fyrir mig að kærastan mín býr í Stokkhólmi en það er tilviljun að þetta lið kom akkúrat upp. Þetta hentaði gríðarlega vel og þeir vildu markmann sem þyrftu ekki tíma til að aðlagast svo þetta hentaði vel fyrir báða.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Daníel fer í atvinnumennsku en hann hefur áður leikið bæði í sænsku og dönsku deildinni áður en hann kom aftur heim og lék með Val. „Ég fór til Danmerkur og þar lenti maður á smá vegg. Síðan er sænska deildin ekkert svo ósvipuð Olís-deildinni á meðan danska er aðeins sterkari og meiri „physic“ og meiri atvinnumennska. Þegar ég var síðast í Svíþjóð var ég með sænskan markmannsþjálfara og þá komu fullt af nýjum hugmyndum sem var hægt að viðhalda hér. Svo eldist maður og þroskast sem leikmaður og verður betri.“ Viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan en þar segir Daníel meðal annars að hann vilji spila með uppeldisfélaginu, FH, áður en ferlinum lýkur. Klippa: Sportið í dag - Daníel Freyr er á leiðinni til Svíþjóðar Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Olís-deild karla Sænski handboltinn Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Golf Fleiri fréttir Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Sjá meira