„Forgangsmál að láta þennan tíma líða og að skaðinn verði sem minnstur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. mars 2020 10:57 Skarphéðinn Berg Steinarsson, ferðamálastjóri. Vísir/Birgir Skarphéðinn Berg Steinarsson, ferðamálastjóri, segir að ferðabann til Evrópu sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, setti á í nótt og gildir næstu fjórar vikur sé högg fyrir ferðaþjónustuna í landinu. Hins vegar sé þetta aðgerð sem sé ekki til mjög langs tíma þannig að menn verði að gera ráð fyrir því að þetta jafni sig nú á árinu. „Fókusinn verður að vera á því að við munum nú ná okkur upp úr þessu í vor og það er það sem skiptir mestu máli. Auðvitað stoppa komur bandarískra ferðamanna næstu fjórar vikurnar en þetta er sá tími ársins sem ferðalög hafa verið frekar umfangslítil almennt þannig að það er kannski einhver huggun í því,“ segir Skarphéðinn í samtali við Vísi. Hann segir apríl klárlega vera fremur slakan mánuð almennt þegar kemur að ferðaþjónustunni. „Auðvitað er þetta högg og auðvitað er þetta vont fyrir ferðaþjónustuna en það verður að líta á það í því samhengi að þetta er ekki háönn,“ segir hann. Hann segir enga spurningu um það að þessar aðgerðir bandarískra yfirvalda séu alvarlegt mál en fókusinn nú verði að vera á það að vinna sig út úr þessu. „Og áherslan á að passa upp á bókanir sumarsins að þær haldi sér og fjölgi því það er sá árstími sem er mikilvægastur fyrir ferðaþjónustuna.“ Skarphéðinn segir að undanfarið hafi þetta fyrst og fremst verið þannig í ferðaþjónustunni að bókanir séu ekki að berast vegna óvissunar sem heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur skapað. „Auðvitað eru einhverjar afbókanir en alvarleikinn liggur fyrst og fremst í því að bókanir eru ekki að berast, það er ekki að bætast við fyrir sumarið en þetta er tímabil sem menn gera ekki ráð fyrir að vari ekki nema í nokkrar vikur þannig að fyrir sumarið ætti þetta að vera farið að jafna sig þannig að menn gera ráð fyrir að ferðamenn skili sér í sumar,“ segir Skarphéðinn. Spurður út í aðgerðir sem stjórnvöld kynntu í vikunni og miða að því að fjölga ferðamönnum hingað til lands og hvetja Íslendinga til ferða innanlands og hvenær þær geti hafist segir Skarphéðinn að slík átök verði af fara af stað á réttum tíma þegar markaðir séu móttækilegir fyrir slíkum skilaboðum. „Það er engin ástæða til að fara af stað með það á meðan sú óvissa sem núna er í gangi á meðan hún er til staðar, sérstaklega á erlendum mörkuðum, það eru margar ferðamannaþjóðir sem halda að sér höndum á meðan og það er forgangsmál að láta þennan tíma líða og að skaðinn verði sem minnstur á meðan á því stendur. Þetta er allt öðruvísi krísa í ferðaþjónustu en í kjölfar efnahagskreppunnar 2008 eða við slíkar kringumstæður, þetta á að jafna sig fremur hratt þegar að því kemur.“ Wuhan-veiran Ferðamennska á Íslandi Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Innlent Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Innlent Fleiri fréttir Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Sjá meira
Skarphéðinn Berg Steinarsson, ferðamálastjóri, segir að ferðabann til Evrópu sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, setti á í nótt og gildir næstu fjórar vikur sé högg fyrir ferðaþjónustuna í landinu. Hins vegar sé þetta aðgerð sem sé ekki til mjög langs tíma þannig að menn verði að gera ráð fyrir því að þetta jafni sig nú á árinu. „Fókusinn verður að vera á því að við munum nú ná okkur upp úr þessu í vor og það er það sem skiptir mestu máli. Auðvitað stoppa komur bandarískra ferðamanna næstu fjórar vikurnar en þetta er sá tími ársins sem ferðalög hafa verið frekar umfangslítil almennt þannig að það er kannski einhver huggun í því,“ segir Skarphéðinn í samtali við Vísi. Hann segir apríl klárlega vera fremur slakan mánuð almennt þegar kemur að ferðaþjónustunni. „Auðvitað er þetta högg og auðvitað er þetta vont fyrir ferðaþjónustuna en það verður að líta á það í því samhengi að þetta er ekki háönn,“ segir hann. Hann segir enga spurningu um það að þessar aðgerðir bandarískra yfirvalda séu alvarlegt mál en fókusinn nú verði að vera á það að vinna sig út úr þessu. „Og áherslan á að passa upp á bókanir sumarsins að þær haldi sér og fjölgi því það er sá árstími sem er mikilvægastur fyrir ferðaþjónustuna.“ Skarphéðinn segir að undanfarið hafi þetta fyrst og fremst verið þannig í ferðaþjónustunni að bókanir séu ekki að berast vegna óvissunar sem heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur skapað. „Auðvitað eru einhverjar afbókanir en alvarleikinn liggur fyrst og fremst í því að bókanir eru ekki að berast, það er ekki að bætast við fyrir sumarið en þetta er tímabil sem menn gera ekki ráð fyrir að vari ekki nema í nokkrar vikur þannig að fyrir sumarið ætti þetta að vera farið að jafna sig þannig að menn gera ráð fyrir að ferðamenn skili sér í sumar,“ segir Skarphéðinn. Spurður út í aðgerðir sem stjórnvöld kynntu í vikunni og miða að því að fjölga ferðamönnum hingað til lands og hvetja Íslendinga til ferða innanlands og hvenær þær geti hafist segir Skarphéðinn að slík átök verði af fara af stað á réttum tíma þegar markaðir séu móttækilegir fyrir slíkum skilaboðum. „Það er engin ástæða til að fara af stað með það á meðan sú óvissa sem núna er í gangi á meðan hún er til staðar, sérstaklega á erlendum mörkuðum, það eru margar ferðamannaþjóðir sem halda að sér höndum á meðan og það er forgangsmál að láta þennan tíma líða og að skaðinn verði sem minnstur á meðan á því stendur. Þetta er allt öðruvísi krísa í ferðaþjónustu en í kjölfar efnahagskreppunnar 2008 eða við slíkar kringumstæður, þetta á að jafna sig fremur hratt þegar að því kemur.“
Wuhan-veiran Ferðamennska á Íslandi Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Innlent Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Innlent Fleiri fréttir Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Sjá meira