Samstaða um að hafna lokatilboði Icelandair Jakob Bjarnar skrifar 22. maí 2020 16:18 Frá upplýsingafundi FFÍ vegna kjaradeilna við Icelandair. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, hefur staðið í ströngu að undanförnu. visir/vilhelm Algjör samstaða er meðal félagsmanna Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) að hafna svo kölluðu lokatilboði Icelandair í kjaradeilu félagsins. Svo hefst tilkynning sem Flugfreyjufélag Íslands sendi fjölmiðlum nú rétt í þessu en fjórir fjölmennir félagsfundir hafa verið haldnir í dag á Hilton Reykjavík Nordica hótel. Þar kynntu stjórn og samninganefnd félagsins fyrir nokkur hundruð félagsmönnum innihald síðasta tilboðs Icelandair og jafnframt síðasta tilboðs FFÍ. Í tilkynningunni segir að flugliðar hafi nú verið án kjarasamnings í á annað ár „og setið eftir meðan aðrir aðilar vinnumarkaðarins hafa fengið kjarabætur, en í samningstilboðum af beggja hálfu felst engu að síður verulega aukið vinnuframlag í viðbót við kjaraskerðingu. FFÍ hefur ítrekað boðið verulegar tilslakanir, sveigjanleika og réttindaskerðingar, auk þess að semja til nokkurra ára.“ Þá kemur fram að kynntir voru útreikningar Alþýðusambands Íslands á tilboðum þeim sem lögð hafa verið fram. „Og sést þar svart á hvítu hversu mikil kjaraskerðing felst í þeim, en meðallaun félagsmanna eru nú þegar undir meðallaunum í landinu.“ Á meðfylgjandi mynd má sjá stöðu kaupmáttar félagsmanna FFÍ, eins og hún er í dag, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Svo enn sé vitnað til tilkynningarinnar segir þar að á fundunum hafi komið fram verulegar áhyggjur félagsmanna FFÍ af stöðu mála, af óbilgirni samninganefndar Icelandair en jafnframt gríðarleg samstaða með forystu og samninganefnd FFÍ og mikill samningsvilji. Kjaramál Icelandair Fréttir af flugi Efnahagsmál Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Flugfreyjur byrjaðar að funda og hluthafafundur yfirvofandi Félagsmenn í Flugfreyjufélagi Íslands (FFÍ) mættu til fundar á Hilton Nordica-hótelinu við Suðurlandsbraut nú í morgun. 22. maí 2020 10:51 Samstaða í hópnum og fundi slitið með dynjandi lófaklappi Þriðji fundur flugfreyja þar sem samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands fer yfir stöðu mála og svarar spurningum félagsmanna stendur nú yfir á Hilton hóteli. 22. maí 2020 14:53 Hluthafafundur Icelandair hafinn Hluthafafundur Icelandair hófst á Hilton Nordica-hótelinu núna upp úr klukkan 16. 22. maí 2020 16:08 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Algjör samstaða er meðal félagsmanna Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) að hafna svo kölluðu lokatilboði Icelandair í kjaradeilu félagsins. Svo hefst tilkynning sem Flugfreyjufélag Íslands sendi fjölmiðlum nú rétt í þessu en fjórir fjölmennir félagsfundir hafa verið haldnir í dag á Hilton Reykjavík Nordica hótel. Þar kynntu stjórn og samninganefnd félagsins fyrir nokkur hundruð félagsmönnum innihald síðasta tilboðs Icelandair og jafnframt síðasta tilboðs FFÍ. Í tilkynningunni segir að flugliðar hafi nú verið án kjarasamnings í á annað ár „og setið eftir meðan aðrir aðilar vinnumarkaðarins hafa fengið kjarabætur, en í samningstilboðum af beggja hálfu felst engu að síður verulega aukið vinnuframlag í viðbót við kjaraskerðingu. FFÍ hefur ítrekað boðið verulegar tilslakanir, sveigjanleika og réttindaskerðingar, auk þess að semja til nokkurra ára.“ Þá kemur fram að kynntir voru útreikningar Alþýðusambands Íslands á tilboðum þeim sem lögð hafa verið fram. „Og sést þar svart á hvítu hversu mikil kjaraskerðing felst í þeim, en meðallaun félagsmanna eru nú þegar undir meðallaunum í landinu.“ Á meðfylgjandi mynd má sjá stöðu kaupmáttar félagsmanna FFÍ, eins og hún er í dag, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Svo enn sé vitnað til tilkynningarinnar segir þar að á fundunum hafi komið fram verulegar áhyggjur félagsmanna FFÍ af stöðu mála, af óbilgirni samninganefndar Icelandair en jafnframt gríðarleg samstaða með forystu og samninganefnd FFÍ og mikill samningsvilji.
Kjaramál Icelandair Fréttir af flugi Efnahagsmál Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Flugfreyjur byrjaðar að funda og hluthafafundur yfirvofandi Félagsmenn í Flugfreyjufélagi Íslands (FFÍ) mættu til fundar á Hilton Nordica-hótelinu við Suðurlandsbraut nú í morgun. 22. maí 2020 10:51 Samstaða í hópnum og fundi slitið með dynjandi lófaklappi Þriðji fundur flugfreyja þar sem samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands fer yfir stöðu mála og svarar spurningum félagsmanna stendur nú yfir á Hilton hóteli. 22. maí 2020 14:53 Hluthafafundur Icelandair hafinn Hluthafafundur Icelandair hófst á Hilton Nordica-hótelinu núna upp úr klukkan 16. 22. maí 2020 16:08 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Flugfreyjur byrjaðar að funda og hluthafafundur yfirvofandi Félagsmenn í Flugfreyjufélagi Íslands (FFÍ) mættu til fundar á Hilton Nordica-hótelinu við Suðurlandsbraut nú í morgun. 22. maí 2020 10:51
Samstaða í hópnum og fundi slitið með dynjandi lófaklappi Þriðji fundur flugfreyja þar sem samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands fer yfir stöðu mála og svarar spurningum félagsmanna stendur nú yfir á Hilton hóteli. 22. maí 2020 14:53
Hluthafafundur Icelandair hafinn Hluthafafundur Icelandair hófst á Hilton Nordica-hótelinu núna upp úr klukkan 16. 22. maí 2020 16:08