Leggja Icelandair ekki til fé nema launamálin séu skýr Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. apríl 2020 11:38 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. vísir/vilhelm Icelandair Group stefnir á að ráðast í hlutafjárútboð á næstunni, til að tryggja samkeppnishæfni til lengri tíma. Forstjóri Icelandair segir að þótt staðan sé erfið og óvissan mikil á þessu stigi, sé hann bjartsýnn á tækifæri félagsins og íslenskrar ferðaþjónustu til framtíðar. Hann vonar að viðræður við stéttarfélög muni skila árangri, annars verði ekkert fé frá fjárfestum að fá. Heimsfaraldur kórónuveiru hefur leikið flugfélög um allan heim grátt og keppast þau við að leita leiða til að halda rekstrinum gangandi. Icelandair er þar engin undantekning en Bogi Níls Bogason, forstjóri Icelandair, segir félagið nú standa frami fyrir því verkefni að reyna að tryggja samkeppnishæfi þess til framtíðar. Hlutafjárútboð sé liður í því. „Við hófum þessa vinnu fyrir um hálfum mánuði síðan og tilkynntum um hana í Kauphöllinni á mánudaginn í síðustu viku. Við erum að vinna í þessu á fullu og vorum að greina frá því í morgun að við hefðum ákveðið að fara í hlutfjáraukningu á næstunni en frekari smáatriði liggja ekki fyrir á þessu stigi“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. Sjá einnig: Icelandair reynir að bjarga sér með hlutafjárútboði Í augnablikinu sé óvissan mikil og erfitt að segja til um hvenær þetta ástand verði yfirstaðið. Nú leggi félagið áherslu á að styrkja efnahagsreikning og lausafjárstöðu til lengri tíma. „Við horfum líka á það að Ísland mun hafa mikil tækifæri sem ferðamannaland eftir að óvissutímabilinu lýkur. Það verður meiri eftirspurn eftir því að koma í víðfemið hér en að fara í stórborgir, að okkar mati,“ segir Bogi. „Jafnframt teljum við að það séu mikil tækifæri fyrir tengimiðstöðina Ísland milli Evrópu og Norður-Ameríku í kjölfar gerjunar sem er að eiga sér stað í flugheiminum. Við viljum því bæði komast í gegnum þessa stöðu núna en líka vera með mjög sterka stöðu til að nýta þau tækifæri sem uppi verði þegar óvissunni lýkur.“ Fyrirsjánleiki forsenda fjár Fyrirhugað útboð er háð samþykki hluthafafundar og því að viðræður við stéttarfélög skili árangri. „Samningar við okkar flugstéttir eru annað hvort að losna eða eru þegar lausir. Það liggur fyrir að fjárfestar munu ekki setja inn nýtt fé í félagið nema að það sé ákveðin fyrirsjáanleiki hvað þessa þætti varðar. Í eðlilegu árferði er launakostnaður flugstétta um 75 prósent af launakostnaði félagsins og því eðlilegt að þegar fjárfestar eru beðnir um að koma með nýtt fé í félagið að þeir fari fram á það að það sé ákveðinn fyrirsjáanleiki hvað þennan kostnaðarlið varðar.“ Icelandair Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair reynir að bjarga sér með hlutafjárútboði Icelandair Group segist hafa í hyggju að ráðast í hlutafjárútboð á næstunni, til að tryggja „samkeppnishæfni til lengri tíma litið.“ 17. apríl 2020 09:15 Til greina komi að skera flotann niður um helming Icelandair hefur undanfarna daga rætt við stærstu hluthafa félagsins um að koma með eigið fé í reksturinn. 17. apríl 2020 07:52 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
Icelandair Group stefnir á að ráðast í hlutafjárútboð á næstunni, til að tryggja samkeppnishæfni til lengri tíma. Forstjóri Icelandair segir að þótt staðan sé erfið og óvissan mikil á þessu stigi, sé hann bjartsýnn á tækifæri félagsins og íslenskrar ferðaþjónustu til framtíðar. Hann vonar að viðræður við stéttarfélög muni skila árangri, annars verði ekkert fé frá fjárfestum að fá. Heimsfaraldur kórónuveiru hefur leikið flugfélög um allan heim grátt og keppast þau við að leita leiða til að halda rekstrinum gangandi. Icelandair er þar engin undantekning en Bogi Níls Bogason, forstjóri Icelandair, segir félagið nú standa frami fyrir því verkefni að reyna að tryggja samkeppnishæfi þess til framtíðar. Hlutafjárútboð sé liður í því. „Við hófum þessa vinnu fyrir um hálfum mánuði síðan og tilkynntum um hana í Kauphöllinni á mánudaginn í síðustu viku. Við erum að vinna í þessu á fullu og vorum að greina frá því í morgun að við hefðum ákveðið að fara í hlutfjáraukningu á næstunni en frekari smáatriði liggja ekki fyrir á þessu stigi“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. Sjá einnig: Icelandair reynir að bjarga sér með hlutafjárútboði Í augnablikinu sé óvissan mikil og erfitt að segja til um hvenær þetta ástand verði yfirstaðið. Nú leggi félagið áherslu á að styrkja efnahagsreikning og lausafjárstöðu til lengri tíma. „Við horfum líka á það að Ísland mun hafa mikil tækifæri sem ferðamannaland eftir að óvissutímabilinu lýkur. Það verður meiri eftirspurn eftir því að koma í víðfemið hér en að fara í stórborgir, að okkar mati,“ segir Bogi. „Jafnframt teljum við að það séu mikil tækifæri fyrir tengimiðstöðina Ísland milli Evrópu og Norður-Ameríku í kjölfar gerjunar sem er að eiga sér stað í flugheiminum. Við viljum því bæði komast í gegnum þessa stöðu núna en líka vera með mjög sterka stöðu til að nýta þau tækifæri sem uppi verði þegar óvissunni lýkur.“ Fyrirsjánleiki forsenda fjár Fyrirhugað útboð er háð samþykki hluthafafundar og því að viðræður við stéttarfélög skili árangri. „Samningar við okkar flugstéttir eru annað hvort að losna eða eru þegar lausir. Það liggur fyrir að fjárfestar munu ekki setja inn nýtt fé í félagið nema að það sé ákveðin fyrirsjáanleiki hvað þessa þætti varðar. Í eðlilegu árferði er launakostnaður flugstétta um 75 prósent af launakostnaði félagsins og því eðlilegt að þegar fjárfestar eru beðnir um að koma með nýtt fé í félagið að þeir fari fram á það að það sé ákveðinn fyrirsjáanleiki hvað þennan kostnaðarlið varðar.“
Icelandair Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair reynir að bjarga sér með hlutafjárútboði Icelandair Group segist hafa í hyggju að ráðast í hlutafjárútboð á næstunni, til að tryggja „samkeppnishæfni til lengri tíma litið.“ 17. apríl 2020 09:15 Til greina komi að skera flotann niður um helming Icelandair hefur undanfarna daga rætt við stærstu hluthafa félagsins um að koma með eigið fé í reksturinn. 17. apríl 2020 07:52 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
Icelandair reynir að bjarga sér með hlutafjárútboði Icelandair Group segist hafa í hyggju að ráðast í hlutafjárútboð á næstunni, til að tryggja „samkeppnishæfni til lengri tíma litið.“ 17. apríl 2020 09:15
Til greina komi að skera flotann niður um helming Icelandair hefur undanfarna daga rætt við stærstu hluthafa félagsins um að koma með eigið fé í reksturinn. 17. apríl 2020 07:52