Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðuðu til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í dag í Skógarhlíð 14. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Alma D. Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason fóru yfir stöðu mála með tilliti til COVID-19, staðfestra smita hér á landi.
Á fundinum var einnig Steinn Jóhannsson, rektor Menntaskólans við Hamrahlíð. Hann ræddi þá stöðu sem upp er komin í skólanum eftir að smit var staðfest hjá nemanda, hvernig skólahaldi verður háttað og fleira.
Bein útsending var frá fundinum hér á Vísi og á Stöð 3. Þá var fylgst með gangi mála í vaktinni hér að neðan.