Játa sök í háskólasvikamyllumálinu Sylvía Hall skrifar 21. maí 2020 17:36 Lori Laughlin og Mossimo Giuannulli. Vísir/Getty Leikkonan Lori Laughlin og Mossimo Giuannulli, eiginmaður hennar, munu játa sök í hinu svokallaða háskólasvikamyllumáli. Hjónin voru á meðal fimmtíu annarra sem voru ákærð fyrir að taka þátt í svikum til þess að koma börnum sínum í nokkra virtustu háskóla Bandaríkjanna. Á síðasta ári var leikkonan Felicity Huffman dæmd í fjórtán daga fangelsi vegna málsins, en leikkonan er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt í þáttunum Aðþrengdum eiginkonum. Var hún ákærð fyrir að hafa greitt fimmtán þúsund Bandaríkjadali fyrir að láta leiðrétta á laun svör dóttur sinnar á inntökuprófi til að auka líkur á að hún kæmist inn í betri skóla. Laughlin og eiginmaður hennar höfðu upphaflega ætlað að neita sök í málinu en á vef BBC segir að þau hafi nú samþykkt samkomulag sem kveður á um fangelsisvist, sekt og samfélagsþjónustu. Laughlin mun samkvæmt samkomulaginu afplána tveggja mánaða fangelsisdóm og greiða 150 þúsund Bandaríkjadali í sekt og maður hennar fimm mánaða fangelsisdóm og greiða sekt upp á 250 þúsund Bandaríkjadali. Hjónin eru sökuð um að hafa borgað 500 þúsund dali til þess að koma dætrum sínum inn í Háskólann í Suður-Kaliforníu. Upphæðin samsvarar tæplega 72 milljónum íslenskra króna á núverandi gegni. Með játningu hjónanna hafa nú 24 játað sök í málinu. Að sögn saksóknara í Massachusetts er unnið að því að ljúka málinu og vona yfirvöld að sem flestir verði dregnir til ábyrgðar fyrir þátttöku sína í málinu. Bandaríkin Tengdar fréttir Dómarabréf til stuðnings Huffman varpa nýju ljósi á illdeilur Aðþrengdu eiginkvennanna Bandaríska leikkonan Eva Longoria, sem þekktust er fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Aðþrengdum eiginkonum (e. Desperate Housewives), segir Felicity Huffman, meðleikkonu sína í þáttunum, hafa tekið upp hanskann fyrir sig á tökustað þáttanna, þar sem eineltisseggur úr leikaraliðinu hafi ráðið ríkjum. 8. september 2019 11:36 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Leikkonan Lori Laughlin og Mossimo Giuannulli, eiginmaður hennar, munu játa sök í hinu svokallaða háskólasvikamyllumáli. Hjónin voru á meðal fimmtíu annarra sem voru ákærð fyrir að taka þátt í svikum til þess að koma börnum sínum í nokkra virtustu háskóla Bandaríkjanna. Á síðasta ári var leikkonan Felicity Huffman dæmd í fjórtán daga fangelsi vegna málsins, en leikkonan er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt í þáttunum Aðþrengdum eiginkonum. Var hún ákærð fyrir að hafa greitt fimmtán þúsund Bandaríkjadali fyrir að láta leiðrétta á laun svör dóttur sinnar á inntökuprófi til að auka líkur á að hún kæmist inn í betri skóla. Laughlin og eiginmaður hennar höfðu upphaflega ætlað að neita sök í málinu en á vef BBC segir að þau hafi nú samþykkt samkomulag sem kveður á um fangelsisvist, sekt og samfélagsþjónustu. Laughlin mun samkvæmt samkomulaginu afplána tveggja mánaða fangelsisdóm og greiða 150 þúsund Bandaríkjadali í sekt og maður hennar fimm mánaða fangelsisdóm og greiða sekt upp á 250 þúsund Bandaríkjadali. Hjónin eru sökuð um að hafa borgað 500 þúsund dali til þess að koma dætrum sínum inn í Háskólann í Suður-Kaliforníu. Upphæðin samsvarar tæplega 72 milljónum íslenskra króna á núverandi gegni. Með játningu hjónanna hafa nú 24 játað sök í málinu. Að sögn saksóknara í Massachusetts er unnið að því að ljúka málinu og vona yfirvöld að sem flestir verði dregnir til ábyrgðar fyrir þátttöku sína í málinu.
Bandaríkin Tengdar fréttir Dómarabréf til stuðnings Huffman varpa nýju ljósi á illdeilur Aðþrengdu eiginkvennanna Bandaríska leikkonan Eva Longoria, sem þekktust er fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Aðþrengdum eiginkonum (e. Desperate Housewives), segir Felicity Huffman, meðleikkonu sína í þáttunum, hafa tekið upp hanskann fyrir sig á tökustað þáttanna, þar sem eineltisseggur úr leikaraliðinu hafi ráðið ríkjum. 8. september 2019 11:36 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Dómarabréf til stuðnings Huffman varpa nýju ljósi á illdeilur Aðþrengdu eiginkvennanna Bandaríska leikkonan Eva Longoria, sem þekktust er fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Aðþrengdum eiginkonum (e. Desperate Housewives), segir Felicity Huffman, meðleikkonu sína í þáttunum, hafa tekið upp hanskann fyrir sig á tökustað þáttanna, þar sem eineltisseggur úr leikaraliðinu hafi ráðið ríkjum. 8. september 2019 11:36