Fari Ólympíuleikarnir ekki fram næsta sumar þá verður þeim aflýst Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. maí 2020 14:45 Thomas Bach segir að Ólympíuleikunum í Tókýó verði aflýst fari þeir ekki fram næsta sumar. EPA-EFE/DENIS BALIBOUSE Verði ekki hægt að Ólympíuleikana í Tókýó í Japan næsta sumar á tilsettum tíma verður þeim einfaldlega aflýst. Þetta segir Thomas Bach, forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar, IOC. Leikarnir áttu að hefjast þann 24. júlí næstkomandi en var líkt og Evrópumótinu í knattspyrnu frestað fram á næsta sumar vegna kórónufaraldursins. Japönsk stjórnvöld eiga að hafa gefið það skýrt til greina að frekari frestun á leikunum væri ekki möguleg. „Í viðræðum við forsætisráðherra Japans setti hann fram mjög skýr tilmæli að sumarið 2021 væri síðasti séns til að halda Ólympíuleikana. Ég hef skilning á því þar sem það gengur ekki upp að hafa þrjú til fimm þúsund starfsmenn í vinnu í skipulagsnefnd að eilífu.“ „Ekki er hægt að umturna dagatali allra alþjóðlegu íþróttasambandanna árlega sem og ekki er hægt að bjóða íþróttafólki upp á slíka óvissu,“ sagði Bach í samtali við BBC. Bach fer einnig yfir þá miklu vinnu sem fylgir því að endurskipuleggja leikanna. Þá séu engar áætlanir um hvernig skal bregðast við aðstæðum sem þessum þar sem þetta hefur aldrei gerst áður og engum hafi dottið til hugar að heimsfaraldur gæti frestað Ólympíuleikunum líkt og kórónufaraldurinn hefur gert. Íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Japan Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sjá meira
Verði ekki hægt að Ólympíuleikana í Tókýó í Japan næsta sumar á tilsettum tíma verður þeim einfaldlega aflýst. Þetta segir Thomas Bach, forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar, IOC. Leikarnir áttu að hefjast þann 24. júlí næstkomandi en var líkt og Evrópumótinu í knattspyrnu frestað fram á næsta sumar vegna kórónufaraldursins. Japönsk stjórnvöld eiga að hafa gefið það skýrt til greina að frekari frestun á leikunum væri ekki möguleg. „Í viðræðum við forsætisráðherra Japans setti hann fram mjög skýr tilmæli að sumarið 2021 væri síðasti séns til að halda Ólympíuleikana. Ég hef skilning á því þar sem það gengur ekki upp að hafa þrjú til fimm þúsund starfsmenn í vinnu í skipulagsnefnd að eilífu.“ „Ekki er hægt að umturna dagatali allra alþjóðlegu íþróttasambandanna árlega sem og ekki er hægt að bjóða íþróttafólki upp á slíka óvissu,“ sagði Bach í samtali við BBC. Bach fer einnig yfir þá miklu vinnu sem fylgir því að endurskipuleggja leikanna. Þá séu engar áætlanir um hvernig skal bregðast við aðstæðum sem þessum þar sem þetta hefur aldrei gerst áður og engum hafi dottið til hugar að heimsfaraldur gæti frestað Ólympíuleikunum líkt og kórónufaraldurinn hefur gert.
Íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Japan Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sjá meira