...Í þúsund ár bjó þjóð við nyrztu voga... Þorsteinn Sæmundsson skrifar 17. apríl 2020 08:30 Hornsteinar hvers þjóðfélags eru heimilin. Þessi grein mín sem er númer sex í röðinni um tækifæri þjóðarinnar að lokinni farsótt fjallar um heimilin og nauðsynlegar ráðstafanir þeim til handa svo þau megi ná vopnum sínum og blómstra eftir að kórónaveiran rennur sitt skeið. Mikil hætta er á því þeir einstaklingar sem búa nú við lækkað starfshlutfall eða hafa misst vinnuna lendi í greiðslufalli tímabundið. Tryggilega þarf að ganga frá því að bankar og fjármálastofnanir standi við að skapa þessu fólki greiðsluskjól meðan ástandið er verst án verulegs kostnaðarauka fyrir þá sem aðstoð þurfa. Til greina hlýtur að koma að fjármálakerfið geri einstaklingum einnig kleift að greiða einungis vexti en ekki afborganir í einhvern tíma eftir að kórónaveiran sleppir takinu. Ríkisbankarnir sem nú er gott að ekki var búið að koma í hendur kunnugra eiga að sjálfsögðu að vera í fararbroddi góðra vinnubragða í þessu efni. Eftirlaunasjóðir erfiðismanna, lífeyrissjóðirnir eiga að axla sína samfélagslegu ábyrgð og fylgja góðum siðum og viðskiptaháttum meðan verst gegnir en hlaupa ekki frá ábyrgð sinni líkt og gerðist í eftirmála hrunsins. Hætt er við því að höggið af kreppu í kjölfar kórónuveiru bitni sérstaklega hart á heimilum einyrkja og sjálfstæðra smáatvinnurekenda sem misst geta allar tekjur sínar. Sérstaklega þarf að huga að úrræðum sem þeim hópi komi best að gagni. Heimilin í landinu eru mörg enn brennd af áfalli bankahrunsins. Eins og allir vita lentu margar fjölskyldur í greiðslufalli sem varð til þess að þúsundir misstu heimili sín. Það má ekki gerast aftur. Nú er huggun harmi gegn að vaxtastig á Íslandi hefur farið lækkandi undanfarandi þó enn sé svigrúm til enn frekari vaxtalækkana. Gera þarf fólki auðveldara fyrir að endurfjármagna fasteignalán. Ráðast þarf í skilmálabreytingar hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun til þess að tryggja aðstöðu þeirra sem læstir eru inni með mjög óhagstæð verðtryggð lán hjá stofnuninni með föstum vöxtum allt að 5,5%. Að auki eru þessi sömu lán með uppgreiðsluálagi sem nemur allt að 16%. Það má hverjum ljóst vera að staða þessara lántakenda er óþolandi og óásættanleg. Gera verður þeim kleift að skuldbreyta þessum okurlánum með réttlátum hætti. Stjórnvöld verða nú þegar að gera ráðstafanir til þess að frysta vísitölutengingu lána ef verðbólguskot lætur á sér kræla. Það er óhugsandi að íslensk heimili sitji enn og aftur ein uppi með kostnað af slíku. Víða um heim hefur verið bannað að segja fólki upp húsaleigu þrátt fyrir greiðslufall. Það hlýtur að koma til álita að hlaupa undir bagga með þeim sem eru á leigumarkaði og verða fyrir alvarlegu tekjufalli annað hvort með hærri leigubótum tímabundið eða beinum fjárstuðningi. Eftir vel heppnaða skuldaleiðréttingu árið 2014 sáu tugþúsundir íslenskra heimila til sólar aftur eftir erfiðleika hrunsins. Það áfall sem nú hefur dunið yfir má ekki verða til þess að þau heimili og önnur rati á ný í greiðsluerfiðleika sem hægt er að komast hjá með markvissum ákvörðunum. Miðflokkurinn heitir stjórnvöldum liðveislu í góðum málum og er fús að leggja góðar hugmyndir fram til að leysa úr erfiðum málum er varða heimilin í landinu. Í næstu grein verður fjallað um fjármálakerfið. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson skrifar Sjá meira
Hornsteinar hvers þjóðfélags eru heimilin. Þessi grein mín sem er númer sex í röðinni um tækifæri þjóðarinnar að lokinni farsótt fjallar um heimilin og nauðsynlegar ráðstafanir þeim til handa svo þau megi ná vopnum sínum og blómstra eftir að kórónaveiran rennur sitt skeið. Mikil hætta er á því þeir einstaklingar sem búa nú við lækkað starfshlutfall eða hafa misst vinnuna lendi í greiðslufalli tímabundið. Tryggilega þarf að ganga frá því að bankar og fjármálastofnanir standi við að skapa þessu fólki greiðsluskjól meðan ástandið er verst án verulegs kostnaðarauka fyrir þá sem aðstoð þurfa. Til greina hlýtur að koma að fjármálakerfið geri einstaklingum einnig kleift að greiða einungis vexti en ekki afborganir í einhvern tíma eftir að kórónaveiran sleppir takinu. Ríkisbankarnir sem nú er gott að ekki var búið að koma í hendur kunnugra eiga að sjálfsögðu að vera í fararbroddi góðra vinnubragða í þessu efni. Eftirlaunasjóðir erfiðismanna, lífeyrissjóðirnir eiga að axla sína samfélagslegu ábyrgð og fylgja góðum siðum og viðskiptaháttum meðan verst gegnir en hlaupa ekki frá ábyrgð sinni líkt og gerðist í eftirmála hrunsins. Hætt er við því að höggið af kreppu í kjölfar kórónuveiru bitni sérstaklega hart á heimilum einyrkja og sjálfstæðra smáatvinnurekenda sem misst geta allar tekjur sínar. Sérstaklega þarf að huga að úrræðum sem þeim hópi komi best að gagni. Heimilin í landinu eru mörg enn brennd af áfalli bankahrunsins. Eins og allir vita lentu margar fjölskyldur í greiðslufalli sem varð til þess að þúsundir misstu heimili sín. Það má ekki gerast aftur. Nú er huggun harmi gegn að vaxtastig á Íslandi hefur farið lækkandi undanfarandi þó enn sé svigrúm til enn frekari vaxtalækkana. Gera þarf fólki auðveldara fyrir að endurfjármagna fasteignalán. Ráðast þarf í skilmálabreytingar hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun til þess að tryggja aðstöðu þeirra sem læstir eru inni með mjög óhagstæð verðtryggð lán hjá stofnuninni með föstum vöxtum allt að 5,5%. Að auki eru þessi sömu lán með uppgreiðsluálagi sem nemur allt að 16%. Það má hverjum ljóst vera að staða þessara lántakenda er óþolandi og óásættanleg. Gera verður þeim kleift að skuldbreyta þessum okurlánum með réttlátum hætti. Stjórnvöld verða nú þegar að gera ráðstafanir til þess að frysta vísitölutengingu lána ef verðbólguskot lætur á sér kræla. Það er óhugsandi að íslensk heimili sitji enn og aftur ein uppi með kostnað af slíku. Víða um heim hefur verið bannað að segja fólki upp húsaleigu þrátt fyrir greiðslufall. Það hlýtur að koma til álita að hlaupa undir bagga með þeim sem eru á leigumarkaði og verða fyrir alvarlegu tekjufalli annað hvort með hærri leigubótum tímabundið eða beinum fjárstuðningi. Eftir vel heppnaða skuldaleiðréttingu árið 2014 sáu tugþúsundir íslenskra heimila til sólar aftur eftir erfiðleika hrunsins. Það áfall sem nú hefur dunið yfir má ekki verða til þess að þau heimili og önnur rati á ný í greiðsluerfiðleika sem hægt er að komast hjá með markvissum ákvörðunum. Miðflokkurinn heitir stjórnvöldum liðveislu í góðum málum og er fús að leggja góðar hugmyndir fram til að leysa úr erfiðum málum er varða heimilin í landinu. Í næstu grein verður fjallað um fjármálakerfið. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun